Kröfufjármögnun

Greiðsla

Stytt­um bið­ina eft­ir greiðsl­um

Kröfu­fjár­mögn­un er hag­kvæm leið til nýta and­virði úti­stand­andi krafna strax í stað þess að bíða eft­ir að greiðslu­frest­ur renni út.

Hvað er kröfufjármögnun?

Við lánum fyrir allt að 85% af höfuðstól krafna strax við útgáfu reikninga. Þessi fjármögnunarleið hentar best fyrirtækjum með kröfusöfn samsett af mörgum greiðendum og kröfum þar sem varan hefur verið afhent.

  • Kröfufjármögnun styður við vöxt fyrirtækisins þar sem rekstrarfé eykst í beinu hlutfalli við aukna sölu.
  • Lánsviðskipti verða að staðgreiðslu og óvissa um greiðsluflæði minnkar.
  • Eingöngu eru greiddir vextir af þeim hluta sem óskað er eftir að nýta hverju sinni og hægt er að óska eftir útgreiðslu kröfulánsins samdægurs.

Hvernig virkar kröfufjármögnun?

1
Kröfuhafi stofnar viðskiptakröfu í netbanka fyrirtækja.
2
Rafrænn greiðsluseðill birtist strax í netbanka greiðanda.
3
Við lánum fyrir allt að 85% af andvirði kröfunnar. Afganginn fær kröfuhafi þegar greiðsla berst.
Maður við tölvu

Fylgstu með í netbankanum

Í netbanka fyrirtækja er að finna ítarlegt yfirlit yfir kröfuuppgjör, aldursgreiningu krafna, styrkleikaflokkun greiðenda, auk almennra grunnupplýsinga.

Yfirlitið sparar bæði vinnu og fyrirhöfn í greiningu á kröfusafni. Það skapar forsendur til dýpri greiningar á kröfusafni og sýnir hvaða svigrúm er til lántöku. Notendur hafa fullan aðgang að innheimtuþjónustu Landsbankans og geta gert alla kröfugerð í kerfinu sjálfvirka. Þannig fæst yfirlit yfir stöðu allra krafna á hverjum tíma og möguleika á því að veita greiðendum greiðslufresti.

Yfirlitið sýnir einnig eldri tímabil kröfufjármögnunar sem nýtast bókhaldi, bæði við afstemmingar og gerð árshluta- og ársuppgjörs. Notendur geta skoðað sögu heildarkrafna, lánshæfra krafna, ráðstöfunarfjárhæða og veittra lánsfjárhæða.

Erlend kröfufjármögnun

Við bjóðum upp á erlenda kröfufjármögnun með greiðslufallstryggingu þar sem kröfuhafi er tryggður gegn greiðslufalli. Þetta fyrirkomulag gerir fyrirtækjum kleift að vernda viðskiptakröfur sínar gegn greiðslufalli kaupenda, óháð viðskiptalandi. Komi til greiðslufalls greiðir greiðslufallstryggingafyrirtæki allt að 90% af fjárhæð kröfu.

  • Auðveldar fyrirtækjum að taka upplýsta ákvörðun um sölu til erlendra aðila.
  • Veitir möguleika á að greiða birgjum fyrr og ná þannig fram hagstæðari innkaupum.
  • Kröfuhafar fá góða yfirsýn yfir stöðu mála og sjá greiðsluhæfi kaupenda samstundis í gegnum vefgátt Coface.

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

kona úti í náttúrur
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur