Appið

Skjámynd úr appi

Ein­fald­ari rekst­ur með app­inu

App­ið veit­ir góða yf­ir­sýn yfir fjár­mál fyr­ir­tæk­is­ins og rekst­ur­inn, hvort sem þú ert á vinnu­staðn­um eða á ferð­inni.

Sparaðu tíma

Appið er hlaðið möguleikum og aðgerðum sem auðvelda fyrirtækjum daglegan rekstur og spara þér sporin. Það er auðvelt að skipta á milli fyrirtækja- og einstaklingsviðskipta.

Stofna bankareikninga, debetkort, kreditkort og innkaupakort
Viðskipti með hlutabréf og sjóði
Greiðslusamþykktarferli sem eykur öryggi við greiðslur á netinu
Yfirsýn yfir stöðu innheimtuferla
Ítarleg yfirlit lána og annarra skuldbindinga
Sækja PIN og kortanúmer fyrir debet- og kreditkort

Ertu að hefja rekstur?

Þú getur skráð fyrirtækið þitt í viðskipti í appinu, stofnað bankareikning, debetkort og fleira. Í netbankanum velur þú svo enn meiri viðbætur í appið og veitir fleira starfsfólki aðgang. Í appinu getur þú líka skráð fleiri félög í viðskipti.

Vélsmiðja Guðmundar

Hafðu hlutina á hreinu

Fyrirtækjaappið eykur skilvirkni og veitir yfirsýn yfir fjármál fyrirtækisins og tengdra félaga. Í appinu eru einfaldar aðgerðir og gagnleg yfirlit.

Þú einfaldlega færir þig á milli fyrirtækja í appinu án frekari innskráningar til að skoða gögn og framkvæma aðgerðir. Móðurfélög geta líka fengið aðgang að gögnum og aðgerðum dótturfélaga án þess að skipt sé á milli aðganga.

Menn að skoða kort

Einfaldari innheimta

Appið veitir yfirsýn yfir útgefnar kröfur og innheimtuárangur. Fljótlegt er að færa sig á milli félaga í appinu til að skoða og stýra innheimtu hjá þeim.

Þú getur breytt kröfum, skipt um ráðstöfunarreikning, veitt greiðslufresti, fært eindaga, stofnað nýja innheimtuferla og breytt innheimtureglum hvenær sem er.

Skjámynd úr appi

Einfaldari verðbréfaviðskipti

Í appinu getur þú átt viðskipti með innlend hlutabréf og keypt eða selt í sjóðum hvar og hvenær sem er. Þú getur líka stofnað áskrift að sjóðum og færð skýrt yfirlit yfir verðbréfaeign þína og viðskiptasögu.

Algengar spurningar

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina

Það tekur aðeins örfáar mínútur að fá aðgang að netbanka og appi, stofna reikning og fá kort.

Iðnaðarmenn að störfum
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur