Miklu mun­ar á leigu­verði eft­ir hverf­um og lands­hlut­um

Þjóðskrá Íslands sendir mánaðarlega út upplýsingar um leiguverð sem eru byggðar á þinglýstum leigusamningum um húsaleigu. Niðurstaðan er sýnd sem leiga á hvern fermetra fyrir tveggja, þriggja og fjögurra til fimm herbergja íbúðir víða um land.
Blokkir í Skuggahverfi
20. janúar 2017

Það gefur augaleið að tölfræðilegar upplýsingar frá stærri svæðum eru alltaf áreiðanlegri en af minni svæðum. Einnig ber að hafa í huga að upplýsingar Þjóðskrár byggja einungis á leigusamningum sem hefur verið þinglýst. Öflun húsaleigubóta er helsti hvati til þinglýsingar og því er líklegt að minni hvati sé til þess að þinglýsa samningum um allra stærstu og allra minnstu eignir.

Í desember 2016 byggðu upplýsingar Þjóðskrár á um 300 leigusamningum af öllu landinu. Hæsta meðalleiguverð í desember var 2.893 kr. á fermetra fyrir tveggja herbergja íbúð í austurhluta Reykjavíkur og lægsta leiguverðið var 1.085 kr. fyrir fjögurra til fimm herbergja íbúð á Ísafirði.

Niðurstöður Þjóðskrár sýna yfirleitt hæsta leiguverðið á fermetra fyrir tveggja herbergja íbúðir og það lægsta fyrir stærstu íbúðirnar. Til þess að skoða leiguverðin nánar verða hér sýndar upplýsingar um mánaðarleigu fyrir 60 m2 tveggja herbergja íbúðir, 85 m2 þriggja herbergja íbúðir og 110 m2 fjögurra til fimm herbergja íbúðir.

Tveggja herbergja íbúðir

Greinilegt er að hæsta leiguverðið á tveggja herbergja íbúðum er í vesturhluta Reykjavíkur, rúmlega 170 þús. kr. fyrir íbúð af þessari stærð. Þvínæst kemur austurhluti Reykjavíkur með um 160 þús. kr. Lægsta verðið er aftur á móti á Suðurnesjum, 95 þús. kr.

Þriggja herbergja íbúðir

Leiguverð fyrir þriggja herbergja íbúðir er langhæst í vesturhluta Reykjavíkur, um 220 þús. kr. Leiguverð er svo í kringum 170-180 þús. kr. víða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Langlægsta verðið er á Vestfjörðum, tæplega um 90 þús. kr. fyrir íbúð af þessari stærð.

Fjögurra til fimm herbergja íbúðir

Stærstu íbúðirnar eru dýrastar í austurhluta Reykjavíkur, um 230 þús. kr. fyrir 110 m2 íbúð. Næsthæsta verðið er í Breiðholti. Lægsta leiguverðið eru Suðurlandi, Vesturlandi og Akureyri, um 130 þúsund.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Rafræn greiðsla
10. nóv. 2023
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-44% ársvöxtum. Og það er slatti!
2. nóv. 2023
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Netbanki
15. sept. 2023
Hægt að lækka eða komast hjá þjónustugjöldum
Þú borgar ekkert fyrir grunnþjónustu í appinu og netbankanum og þú getur komist hjá því að greiða þjónustugjöld eða lækkað þau með því að velja ódýrari eða gjaldfrjálsar þjónustuleiðir sem eru í boði hjá Landsbankanum.
Ungt fólk
8. sept. 2023
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
5. sept. 2023
Hvaða áhrif hafa vaxtahækkanir á lánin mín?
Hærri stýrivextir leiða til þess að vextir og mánaðarleg greiðslubyrði á lánum sem eru með breytilega vexti hækka. Þetta á meðal annars við um neytendalán á borð við yfirdrátt og greiðsludreifingu á kreditkortum en mestu munar þó yfirleitt um íbúðalánin.
5. sept. 2023
Greiðslubyrðin þyngist - hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Vextir hafa hækkað sem veldur því meðal annars að greiðslubyrði af óverðtryggðum íbúðalánum er nú töluvert meiri en áður. Þá sjá margir lántakar, sem festu vexti þegar þeir voru hvað lægstir, fram á að borga mun meira af láninu þegar fastvaxtatímabilinu lýkur. Hver eru áhrifin af vaxtahækkununum og hvaða möguleika höfum við til að létta á greiðslubyrðinni?
Lyftari í vöruhúsi
7. júní 2023
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Evrópsk verslunargata
2. maí 2023
Góð ráð um kortanotkun og greiðslur í útlöndum
Við mælum með að fólk greiði með snertilausum hætti þegar það er á ferðalagi erlendis, annað hvort með Apple Pay, kortaappinu eða með því að nota snertilausa virkni kreditkorta. Það er samt enn nauðsynlegt að taka kortin sjálf með í ferðalagið.
Strákar með hjólabretti
12. apríl 2023
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
21. mars 2023
Bankaþjónusta fyrir börn og unglinga
Þegar börn verða níu ára geta þau, með samþykki foreldra eða forsjáraðila, fengið debetkort og skoðað bankareikningana sína í appi og netbanka. Þegar börnin verða unglingar við 13 ára aldur þurfa þau ekki lengur slíkt samþykki.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur