Fréttir

Banka­þjón­usta með breyttu sniði

Vegna herts samkomubanns og til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19 geta viðskiptavinir aðeins fengið afgreiðslu í útibúi ef erindið er mjög brýnt og ekki er hægt að leysa úr því með öðrum hætti, þ.e. í sjálfsafgreiðslu eða með samtali við Þjónustuver. Til að fá afgreiðslu er nauðsynlegt að panta tíma fyrirfram.
23. mars 2020

Vegna herts samkomubanns og til að sporna gegn útbreiðslu Covid-19 geta viðskiptavinir aðeins fengið afgreiðslu í útibúi ef erindið er mjög brýnt og ekki er hægt að leysa úr því með öðrum hætti, þ.e. í sjálfsafgreiðslu eða með samtali við Þjónustuver. Til að fá afgreiðslu er nauðsynlegt að panta tíma fyrirfram. Breytingarnar taka gildi að morgni þriðjudagsins 24. mars 2020 og gilda þar til samkomubanni stjórnvalda verður aflétt.

Þessar breytingar taka einnig til Fyrirtækjamiðstöðvar Landsbankans og afgreiðslu Bíla- og tækjafjármögnunar í Borgartúni 33 í Reykjavík.

Aðstæður í útibúum og afgreiðslum bankans eru mjög misjafnar og með því að takmarka heimsóknir í útibúin er betur hægt að uppfylla skilyrði samkomubannsins og gæta að öryggi viðskiptavina og starfsfólks. Um leið fjölgar starfsfólki sem getur svarað fyrirspurnum sem koma í gegnum síma, tölvupóst og netspjall.

Frá og með 7. maí aukum við þjónustu í öllum útibúum Landsbankans og Fyrirtækjamiðstöð í Borgartúni en til að virða megi tveggja metra regluna um fjarlægð milli fólks þarf að panta tíma fyrirfram til að fá afgreiðslu.

Við aukum þjónustu í útibúum 7. maí

Bóka þarf tíma fyrir símtal

Við hvetjum viðskiptavini til að óska aðeins eftir afgreiðslu í útibúi ef erindið er mikilvægt og ekki er hægt að leysa úr því með öðrum hætti, s.s. með stafrænum þjónustuleiðum bankans, Landsbankaappinu, í netbankanum eða með samtali við Þjónustuver, með tölvupósti eða með því að senda fyrirspurn í gegnum netspjallið á landsbankinn.is.

Ef ekki reynist mögulegt að afgreiða erindið með þessum hætti þarf að bóka símtal við ráðgjafa. Hægt er að bóka símtal á vef bankans, með því að hafa samband við Þjónustuver eða í gegnum netspjallið hér á vefnum. Afgreiðsla er aðeins veitt í útibúi ef tími hefur verið pantaður fyrirfram.

Bankaþjónusta með breyttu sniði

  • Í Landsbankaappinu, netbankanum og á vef bankans geta viðskiptavinir annast nánast öll bankaviðskipti sjálfir.
  • Landsbankinn rekur hraðbanka út um allt land sem flestir eru aðgengilegir allan sólarhringinn. Hægt er að sjá staðsetningu og fjarlægð í næsta hraðbanka í Landsbankaappinu.
  • Hægt er að fá upplýsingar og aðstoð við að sinna algengum erindum í Þjónustuveri Landsbankans í síma 410 4000, í netspjallinu og með því að senda póst á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.
  • Afgreiðslutími Þjónustuversins verður lengdur og mun breyting á afgreiðslutíma taka gildi fljótlega.
  • Upplýsingar um þjónustu við fyrirtæki má finna á vef bankans.
  • Aðeins er veitt afgreiðsla í útibúi í þeim tilfellum sem ekki er hægt að leysa úr brýnum erindum með öðrum hætti. Aðeins er veitt afgreiðsla ef afgreiðslutími var bókaður fyrirfram.
  • Áður en hægt er að bóka afgreiðslutíma í útibúi þarf að ræða við ráðgjafa sem mun reyna að leysa úr málinu án þess að þörf sé á afgreiðslu í útibúi.
  • Hægt er að panta símtal við ráðgjafa á vef bankans eða með tölvupósti á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.
  • Starfsfólk útibúanna mun sinna þjónustu, svara fyrirspurnum og veita ráðgjöf í gegnum síma og tölvupóst. Símanúmer útibúa á landsbyggðinni eru á vef bankans.
  • Við hvetjum viðskiptavini sem eru óvanir að nýta sér rafrænar lausnir til að hafa samband og fá aðstoð og leiðbeiningar með því að hringja í síma 410 4000 eða senda póst á netfangið landsbankinn@landsbankinn.is.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Með því að takmarka afgreiðslu í útibúum tímabundið drögum við úr hættu á útbreiðslu Covid-19 og stuðlum að bættu öryggi viðskiptavina og starfsfólks. Um leið fær starfsfólk mikilvægt svigrúm til að sinna óskum viðskiptavina um upplýsingar, úrræði og aðstoð. Við leggjum mikla áherslu á að styðja við viðskiptavini okkar um allt land á meðan þetta ástand varir. Í langflestum tilfellum má ljúka erindum með rafrænum hætti, með símtali eða tölvupósti. Við munum leysa úr málunum saman.“

Nýttu þér bankaþjónustu í símanum og á netinu

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fjármálamót á pólsku
1. des. 2023
Udana Konferencja Finansowa w języku polskim
Konferencja Finansowa to nazwa cyklu zebrań informacyjnych Landsbankinn, takich jak to, które odbyło się wczoraj, czyli w środę, dnia 29 listopada 2023 roku, po raz pierwszy po polsku dla polskich klientów. Zebranie przebiegło bardzo dobrze i cieszyło się niezłą frekwencją. Zebrani zadawali dużo pytań dotyczących nie tylko kredytów hipotecznych, różnych rodzajów kart kredytowych czy dobrowolnego funduszu emerytalnego.
Fjármálamót á pólsku
30. nóv. 2023
Vel heppnað Fjármálamót á pólsku
Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og í gær, miðvikudaginn 29. nóvember 2023, héldum við slíkan fund í fyrsta sinn á pólsku fyrir pólskumælandi viðskiptavini. Fundurinn tókst afar vel, var vel sóttur og fundargestir spurðu mikið, ekki síst um íbúðalán, mismunandi kreditkort og viðbótarlífeyrissparnað.
Tölva á borði
30. nóv. 2023
Umræðuvefur Landsbankans einnig á ensku – „The Forum“
Nú birtist Umræðan, efnis- og fréttaveita Landsbankans, einnig á ensku. Við viljum leggja okkar af mörkum til að fræða alla landsmenn um fjármál, efnahagsmál, netöryggi og annað sem er efst á baugi hverju sinni.
28. nóv. 2023
Opið söluferli á 35% eignarhlut Landsbankans í Keahótelum ehf.
Eignarhlutur Landsbankans í hótelkeðjunni Keahótel ehf. er nú til sölu. Söluferlið fer fram í samræmi við stefnu bankans um sölu eigna.
Gluggar
24. nóv. 2023
Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn zaprasza 29 listopada o godz. 18.00–19.00 na zebranie informacyjne na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego. Zebranie odbędzie się w sali Klubu Sportowego „Leiknir” w Breiðholt przy Austurberg 1, 111 Reykjavík. Zebranie prowadzone będzie w języku polskim.
Gluggar
24. nóv. 2023
Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?
Fræðslufundur Landsbankans um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi. Miðvikudaginn 29. nóvember 2023 kl. 18.00-19.00. Fundurinn verður haldinn í sal Íþróttafélagsins Leiknis í Breiðholti, Austurbergi 1, 111 Reykjavík. Fundurinn verður haldinn á pólsku.
Grindavík
24. nóv. 2023
Bez odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych dla mieszkańców Grindavíku przez trzy miesiące
W związku z niepewną sytuacją wskutek klęski żywiołowej w Grindavíku Landsbankinn, Arion banki oraz Íslandsbanki we współpracy ze Związkiem Przedsiębiorstw Finansowych (SFF) doszły do porozumienia w sprawie zniesienia odsetek i rekompensaty indeksacyjnej z tytułu kredytów hipotecznych mieszkańców Grindavíku na okres trzech miesięcy. Wczoraj, tj. 22 listopada br., zostało zawarte porozumienie tejże treści.
Grindavík
23. nóv. 2023
Engir vextir eða verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði
Vegna óvissuástands og náttúruhamfara í Grindavík hafa Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki, í samvinnu við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF), gert samkomulag um að fella niður vexti og verðbætur af íbúðalánum Grindvíkinga í þrjá mánuði. Samkomulag þessa efnis var gert í gær, 22. nóvember.
Magnús Baldvin Friðriksson
23. nóv. 2023
Magnús Baldvin til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf
Magnús Baldvin Friðriksson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í Fyrirtækjaráðgjöf bankans.
Togari við Vestmannaeyjar
22. nóv. 2023
Hlutafjárútboð Ísfélags hf.
Ísfélag, elsta starfandi hlutafélag landsins, hefur birt lýsingu vegna almenns útboðs og fyrirhugaðrar skráningar á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Félagið er leiðandi í veiðum og vinnslu gæðaafurða úr uppsjávar- og bolfiski. Skráning hlutabréfa Ísfélags á Aðalmarkað gerir áhugasömum fjárfestum kleift að taka þátt í vexti félagsins og styðja það til frekari sóknar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur