Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans aðstoðar við undirbúning að skráningu Bláa Lónsins
Bláa Lónið hefur ráðið Landsbankann til að annast undirbúning að fyrirhugaðri skráningu félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.
Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans mun í samstarfi við Fossa fjárfestingarbanka annast hugsanlega sölu og markaðsetningu hlutafjár í tengslum við hina fyrirhuguðu skráningu. Auk þess mun Fyrirtækjaráðgjöfin hafa umsjón með gerð skráningarlýsingar Bláa Lónsins ásamt annarri nauðsynlegri skjalagerð.
Bláa Lónið hf. var stofnað árið 1992 og er eitt öflugasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins auk þess sem félagið framleiðir vinsælar húðvörur.









