Nýir starfsmenn í Fyrirtækjaráðgjöf
Guðmundur Már Þórsson og Júlíus Fjeldsted hafa verið ráðnir til Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans.
Júlíus hefur víðtæka og mikla reynslu af störfum á sviði fjármálastjórnunar og fyrirtækjaráðgjafar. Hann starfaði áður sem verkefnastjóri á fjármálasviði Icelandair. Þar áður starfaði hann sem fjármálastjóri AwareGo og BingBang Aps í Kaupmannahöfn. Þá hefur Júlíus starfað við fyrirtækjaráðgjöf hjá GAMMA ráðgjöf, Beringer Finance og PwC auk þess sem hann hefur starfað við sjálfstæða ráðgjöf til fjölda ára.
Júlíus er með meistaragráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum frá Aarhus University og B.Sc.-gráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands.
Guðmundur Már Þórisson kemur til Landsbankans frá KPMG, hvar hann hefur starfað á ráðgjafarsviði frá árinu 2020. Þar áður starfaði hann meðal annars á endurskoðunarsviði Ernst & Young og hjá Íslandsbanka.
Guðmundur er með MAcc-meistaragráðu í endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík, M.Sc.-gráðu í fjármálum frá Imperial College Business School í London og B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Þá hefur hann lokið námskeiðum við Columbia University og Stanford University í Bandaríkjunum.
Á myndinni hér að ofan er Guðmundur Már t.v. og Júlíus t.h.