Landsbankinn breytir vöxtum
Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,70 prósentustig og verða 5,40%. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra íbúðalána hækka um 0,10-0,15 prósentustig. Engar breytingar verða á vöxtum á verðtryggðum íbúðalánum, hvorki breytilegum né föstum.
Kjörvextir á óverðtryggðum útlánum hækka um 0,70 prósentustig en kjörvextir á verðtryggðum útlánum verða óbreyttir. Breytilegir vextir óverðtryggðra lána vegna bíla- og tækjafjármögnunar hækka um 0,70 prósentustig. Yfirdráttarvextir hækka um 1,0 prósentustig.
Vextir á óverðtryggðum sparireikningum hækka um allt að 1,0 prósentustig og vextir almennra veltureikninga hækka um 0,10 prósentustig.
Ofangreind vaxtaákvörðun Landsbankans er tekin í kjölfar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands frá 4. maí sl. en þá hækkaði Seðlabankinn vexti um 1,0 prósentustig. Vaxtabreytingarnar taka einnig mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
Ný vaxtatafla bankans tekur gildi þriðjudaginn 17. maí 2022. Breytingar á vöxtum á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka þó gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka.
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/ZvFHsrVsGrYSvq8T_fjarmalamot-okt-2024.png?fit=max&w=3840&rect=917,0,1483,1112&q=50)
![Netöryggi](https://images.prismic.io/landsbankinn/a4f91a12-f6c1-4ce2-a703-d1175758ccdd_Netoryggi_1920-1080_031121.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,0,2880,2160&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z2VAupbqstJ98uU4_landsbankinn_styrkur_19122024_hopmynd_16_9.jpg?fit=max&w=3840&rect=375,0,2251,1688&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z2LjuJbqstJ98pIP_dagatal_lb_2025.jpg?fit=max&w=3840&rect=1000,0,6000,4500&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z2PN0ZbqstJ98qb4_jolakrans-2008x3071.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,1285,2008,1506&q=50)
![Vilhelm Már Þorsteinsson, Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Jón Atli Benediktsson, Jón Þ. Sigurgeirsson, Lilja B. Einarsdóttir, Sóllilja Bjarnadóttir, Aysan Safavi, Adam Janusz Switala og Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir.](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z1K8jJbqstJ98HJI_landsbankinn_hopmynd_05122024.jpg?fit=max&w=3840&rect=228,0,3201,2401&q=50)
![Kona með hund](https://images.prismic.io/landsbankinn/fb20c99d-7eaf-43c0-bcc8-ec09bb794912_2400x1601-LB_Gudrun_Svava_RIM109511.jpg?fit=max&w=3840&rect=133,0,2135,1601&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z07giJbqstJ97-zJ_Skak2.jpg?fit=max&w=3840&rect=324,32,1169,877&q=50)
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/Z0mNIJbqstJ9748__Hamborgartred_2024_digital-fb_cover.png?fit=max&w=3840&rect=442,0,3489,2617&q=50)
![Austurbakki](https://images.prismic.io/landsbankinn/d45c2d66-ad81-4a91-ad4e-70978c81c5f1_Landsbanki_Head_Offices_DSC03808.jpg?fit=max&w=3840&rect=120,0,1920,1440&q=50)