Byggingafélag Hafnarfjarðar/MótX fær sjálfbærnimerki Landsbankans
Byggingafélag Hafnarfjarðar, dótturfélag MótX ehf., hefur hlotið sjálfbærnimerki Landsbankans vegna byggingar Svansvottaðs húsnæðis. Um er að ræða 5 fjölbýlishús, samtals 170 íbúðir, við Hringhamar 9-19 og Hringhamar 31-33 í Hafnarfirði.
Sjálfbærnimerkið er veitt þeim fyrirtækjum sem uppfylla skilyrði um sjálfbærni sem sett eru fram í sjálfbærri fjármálaumgjörð bankans og standast strangar kröfur um umhverfisvæn verkefni.
„Við í MótX erum stoltir af þessari viðurkenningu Landsbankans. Græn iðnbylting er hafin í byggingargeiranum,“ segir Viggó Einar Hilmarsson, stjórnarformaður MótX og Byggingafélags Hafnarfjarðar.
Á myndinni eru Svanur Karl Grjetarsson, framkvæmdastjóri Mótx ehf. og Byggingafélags Hafnarfjarðar, Viggó Einar Hilmarsson, stjórnarformaður MótX og Byggingafélags Hafnarfjarðar, og Davíð Björnsson, forstöðumaður á Fyrirtækjasviði hjá Landsbankanum.