Varað við tilraunum til svika með fölskum SMS-skilaboðum
Í skilaboðunum (sem eru á ensku) eru viðtakendur beðnir um að staðfesta GSM-símanúmer sín með því að smella á hlekk sem vísar yfir á falska vefsíðu sem líkist innskráningarsíðu í netbanka Landsbankans.
Við bendum á að Landsbankinn sendir aldrei SMS-skeyti eða tölvupóst þar sem viðtakendur eru beðnir um að fara inn í netbankann sinn og skrá sig inn. Við minnum um leið á fræðslugrein á vefnum okkar um hvernig hægt er að þekkja muninn á fölskum og raunverulegum skilaboðum.