Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl

Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
Við höfum um langt árabil birt ýmsar tilkynningar og mikilvægar upplýsingar á pólsku á vef bankans. Breytingin nú felst í því að hægt er að stilla vefinn á pólsku með því að velja „Polski“ undir hnattlíkaninu efst til hægri.
Landsbankaappið er á þremur tungumálum: íslensku, ensku og pólsku. Allar nýjar aðgerðir í appinu eru þýddar yfir á þessi tungumál samhliða eða mjög fljótlega eftir útgáfu á nýjum lausnum á íslensku.









