Vel heppnaður kynningarfundur um útboð Síldarvinnslunnar hf.
Almennt hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst kl. 10.00, mánudaginn 10. maí 2021, og lýkur kl. 16.00, miðvikudaginn 12. maí 2021. Í útboðinu er stefnt að því að selja þegar útgefna hluti í Síldarvinnslunni sem samsvara 26,3% af hlutafé félagsins. Gefi eftirspurn tilefni til kemur til greina að fjölga hlutum sem boðnir verða til sölu um allt að 3% og verður salan í útboðinu þá sem samsvarar 29,3% af hlutum í félaginu.
Landsbankinn er umsjónar- og söluaðili útboðsins og annast töku hlutabréfanna til viðskipta.
Nánari upplýsingar um hlutafjárútboðið