HEIMA fékk Gulleggið í ár
Í öðru sæti var Hemp Pack en með því að nýta iðnaðarhamp og örverur ætlar Hemp Pack að framleiða lífplast sem brotnar alveg niður í náttúrunni.
Í þriðja sæti var Frosti sem framleiðir íslenskar skyrflögur. Þær eru laktósafríar með vanillubragði og blárri spírulínu. Sannkölluð víkingafæða með nýstárlegri viðbót.
Á vef Gulleggsins má lesa nánar um verðlauna hugmyndirnar og þær tíu stigahæstu.
Á Umræðu Landsbankans er hægt að fræðast nánar um Gulleggið í áhugaverðu viðtali við Edit Ómarsdóttur, verkefnastjóra Icelandic Startups
Um Gulleggið
Icelandic Startups stendur árlega fyrir Gullegginu en keppnin er stökkpallur fyrir frumkvöðla á öllum sviðum sem vilja koma hugmynd sinni í framkvæmd. Í ár bárust um 170 hugmyndir í keppnina og á bak við þær stóðu um 300 manns. Þátttakendur hafa undanfarna mánuði sótt námskeið og fengið þjálfun í mótun viðskiptahugmynda.
Gulleggið fór fyrst fram árið 2008 og hafa fjölmörg starfandi fyrirtæki stigið sín fyrstu skref í keppninni og má þar m.a. nefna Meniga, Controlant, Clara, Karolina Fund, Videntifier, Solid Clouds o.fl. Landsbankinn hefur verið einn helsti bakhjarl Gulleggsins frá upphafi.