Fréttir

Hluta­fjárút­boði Icelanda­ir Group hf. lauk kl. 16.00 fimmtu­dag­inn 17. sept­em­ber 2020

Hlutafjárútboð Icelandair Group hófst kl. 9.00 miðvikudaginn 16. september og lauk kl. 16.00 fimmtudaginn 17. september. Hægt var að taka þátt í útboðinu á vef bankans.
16. september 2020

Stærð útboðsins er 20.000.000.000 hlutir í formi nýrra hlutabréfa í Icelandair Group. Gefi eftirspurn tilefni til hefur félagið heimild til að fjölga seldum hlutum í útboðinu þannig að þeir nemi samtals allt að 23.000.000.000. Nýju hlutunum fylgja áskriftarréttindi sem samsvara allt að 25% af skráningu nýrra hluta í útboðinu.

Tveir áskriftarmöguleikar voru í boði, tilboðsbók A og tilboðsbók B, sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta og úthlutun. Verðið er 1,0 króna á hlut og er eins í tilboðsbókum A og B. Lágmarksáskrift tilboðsbókar A er umfram 20 milljónir króna að kaupverði og lágmarksáskrift tilboðsbókar B er 100.000 krónur að kaupverði.

Áskriftarréttindin veita fjárfesti rétt, en ekki skyldu, til að kaupa hlutabréf í Icelandair Group í þremur skrefum á gengi sem samsvarar útboðsgengi (1,0 króna á hlut) að viðbættri 15% árlegri hækkun. Áskriftarréttindin eru flokkuð sem flókinn fjármálagerningur og til að meta hvort fjárfestar hafi nægjanlega þekkingu og reynslu til að skilja áhættuna sem felst í áskriftarréttindunum þurfa þeir að fara í gegnum tilhlýðileikamat, í formi spurningalista, áður en þeir skrá áskrift sína í rafrænu áskriftarkerfi útboðsins.

Minnt er á að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og að þátttaka í útboðinu er skuldbindandi. Áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu í hlutum í félaginu eru fjárfestar hvattir til að kynna sér allar upplýsingar um Icelandair Group og lýsingu félagsins sem dagsett er 8. september 2020, og hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Lýsinguna má finna á vefsíðu Icelandair Group, https://www.icelandairgroup.is/.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Peningaseðlar
1. mars 2024
Útleiðum danska, norska og sænska seðla
Landsbankinn mun hætta kaupum og sölu á reiðufé í þremur Norðurlandagjaldmiðlum á næstunni. Um er að ræða norskar, sænskar og danskar krónur. 
28. feb. 2024
Öflugra netspjall á landsbankinn.is
Netspjallið á vef Landsbankans er nú orðið enn öflugra eftir að við tókum í notkun nýtt spjallmenni sem getur svarað einföldum en samt mjög fjölbreyttum, fyrirspurnum um bankaþjónustu og fjármál og leiðbeint viðskiptavinum í notkun sjálfsafgreiðslulausna.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur