Fréttir

Hluta­fjárút­boði Icelanda­ir Group hf. lauk kl. 16.00 fimmtu­dag­inn 17. sept­em­ber 2020

Hlutafjárútboð Icelandair Group hófst kl. 9.00 miðvikudaginn 16. september og lauk kl. 16.00 fimmtudaginn 17. september. Hægt var að taka þátt í útboðinu á vef bankans.
16. september 2020

Stærð útboðsins er 20.000.000.000 hlutir í formi nýrra hlutabréfa í Icelandair Group. Gefi eftirspurn tilefni til hefur félagið heimild til að fjölga seldum hlutum í útboðinu þannig að þeir nemi samtals allt að 23.000.000.000. Nýju hlutunum fylgja áskriftarréttindi sem samsvara allt að 25% af skráningu nýrra hluta í útboðinu.

Tveir áskriftarmöguleikar voru í boði, tilboðsbók A og tilboðsbók B, sem eru ólíkar er varðar stærð áskrifta og úthlutun. Verðið er 1,0 króna á hlut og er eins í tilboðsbókum A og B. Lágmarksáskrift tilboðsbókar A er umfram 20 milljónir króna að kaupverði og lágmarksáskrift tilboðsbókar B er 100.000 krónur að kaupverði.

Áskriftarréttindin veita fjárfesti rétt, en ekki skyldu, til að kaupa hlutabréf í Icelandair Group í þremur skrefum á gengi sem samsvarar útboðsgengi (1,0 króna á hlut) að viðbættri 15% árlegri hækkun. Áskriftarréttindin eru flokkuð sem flókinn fjármálagerningur og til að meta hvort fjárfestar hafi nægjanlega þekkingu og reynslu til að skilja áhættuna sem felst í áskriftarréttindunum þurfa þeir að fara í gegnum tilhlýðileikamat, í formi spurningalista, áður en þeir skrá áskrift sína í rafrænu áskriftarkerfi útboðsins.

Minnt er á að fjárfesting í hlutabréfum felur í sér áhættu og að þátttaka í útboðinu er skuldbindandi. Áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingu í hlutum í félaginu eru fjárfestar hvattir til að kynna sér allar upplýsingar um Icelandair Group og lýsingu félagsins sem dagsett er 8. september 2020, og hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Lýsinguna má finna á vefsíðu Icelandair Group, https://www.icelandairgroup.is/.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur