Fréttir

Árs­hluta­upp­gjör Lands­bréfa 30. júní 2020

Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2020. Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam á fyrri hluta ársins 232 milljónum króna samanborið við 301 milljón króna fyrir sama tímabil árið áður. Hreinar rekstrartekjur námu 844 milljónum króna á fyrri hluta ársins 2020 samanborið við 921 milljón króna fyrir sama tímabil árið áður.
27. ágúst 2020
  • Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam á fyrri hluta ársins 232 milljónum króna samanborið við 301 milljón króna fyrir sama tímabil árið áður.
  • Hreinar rekstrartekjur námu 844 milljónum króna á fyrri hluta ársins 2020 samanborið við 921 milljón króna fyrir sama tímabil árið áður.
  • Eigið fé í lok tímabils var 4.523 milljónir króna samanborið við 4.291 milljónir króna í árslok 2019. Eiginfjárhlutfall Landsbréfa er 93,89% við lok tímabilsins.
  • Alls voru um 14 þúsund viðskiptavinir með fjármuni í sjóðum Landsbréfa og voru eignir í stýringu um 186 milljarðar króna í lok tímabils samanborið við 180 milljarða króna í upphafi árs.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa:

„Árið 2020 hefur að mörgu leyti verið óvenjulegt ár, þar sem heimsfaraldur hefur geisað og talsverðar sveiflur verið á mörkuðum. Þrátt fyrir krefjandi markaðsaðstæður hafa sjóðir Landsbréfa almennt skilað góðum árangri. Á tímum þar sem vextir hafa lækkað hratt, króna veikst umtalsvert og óvissa er óvenju mikil hefur gildi eignadreifingar og virkrar stýringar sannað gildi sitt.

Rekstur Landsbréfa sjálfra gekk vel á tímabilinu, en hagnaður á fyrri árshelmingi var 232 milljónir. Hagnaður lækkaði um 70 milljónir frá sama tímabili árið áður og munar þar mestu um 143 milljóna króna lægri fjármagnstekjur af eignasafni félagsins á tímabilinu, en ávöxtun á helstu mörkuðum var afburða góð á fyrri árshelmingi 2019. Framundan blasir við lágvaxtaumhverfi í heiminum öllum sem kallar á nokkuð breytta hugsun við stýringu fjármuna og munu starfsmenn Landsbréfa sem áður leggja allt kapp á að ávaxta það fé sem okkur er treyst fyrir með skynsamlegum og ábyrgum hætti.“

Nánari upplýsingar um árshlutareikning Landsbréfa veitir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa, í síma 410 2500.

Landsbréf - Árshlutareikningur fyrri árshelmings 2020 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Menningarnótt
24. ágúst 2023
Takk fyrir komuna á Menningarnótt!
Fjöldi fólks á öllum aldri lagði leið sína í nýtt hús Landsbankans og í útibú bankans við Austurstræti á laugardaginn í tilefni Menningarnætur. 
23. ágúst 2023
Opnunartími styttist í sjö útibúum en þjónustutími óbreyttur
Þann 13. september styttist opnunartími í sjö útibúum bankans um þrjár klukkustundir og verður þar framvegis opið frá kl. 12-15. Þó almennur opnunartími styttist verður áfram hægt að panta tíma í þessum útibúum frá kl. 10-16 og fjarfund til kl. 18 þannig að þjónustutími skerðist ekki. Á öllum þessum stöðum eru hraðbankar aðgengilegir allan sólarhringinn.
Eystra horn
22. ágúst 2023
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2023.
Dansarar
17. ágúst 2023
22 spennandi verkefni fengu styrk úr Menningarnæturpottinum
Í ár fengu 22 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar en öll eru verkefnin til þess fallin að gleðja þátttakendur Menningarnætur 2023.
Myndlistarsýning í Austurstræti 11
17. ágúst 2023
Hringrás – myndlistarsýning í Austurstræti 11 opnar á Menningarnótt
Í tilefni af Menningarnótt verður opnuð ný sýning á listaverkum úr safni Landsbankans í útibúi bankans við Austurstræti 11. Sýningin nefnist Hringrás og er sýningarstjóri Daría Sól Andrews.
Menningarnótt
15. ágúst 2023
Fjölbreytt dagskrá á Menningarnótt í Reykjastræti og Austurstræti
Landsbankinn er einn af aðalbakhjörlum Menningarnætur og við tökum sem fyrr virkan þátt í hátíðarhöldunum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur