Samfélagsskýrsla Landsbankans

Á árinu 2018 ákvað Landsbankinn að fylgja markvisst heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna með áherslu á þrjú markmið: jafnrétti kynjanna (nr. 5), góða atvinnu og hagvöxt (nr. 8) og ábyrga neyslu og framleiðslu (nr. 12). Einnig var ákveðið að fylgja nýjum viðmiðum um ábyrga bankastarfsemi, sem Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og fjármálafyrirtæki víða um heim settu til að tengjast heimsmarkmiðunum.
Jafnréttismálin voru í brennidepli á árinu en bankinn innleiddi Jafnréttisvísi Capacent með þátttöku alls starfsfólks og vann að innleiðingu lögbundinnar jafnlaunavottunar sem nú hefur tekið gildi. Áhersla var lögð á innleiðingu á stefnu um ábyrgar fjárfestingar en samfélagsstefna bankans er mótuð á þann hátt að tryggt sé að hún sé hluti af kjarnastarfseminni, fjárfestingum og lánveitingum. Víðtækt samstarf og stuðningur bankans til að skapa fjölbreytt samfélag er einnig til umfjöllunar sem og breytingar í fjármálaumhverfinu, eðlisbreytingar í fjársvikatilraunum og áskoranir í mannauðsmálum og fleira.
Landsbankinn gefur árlega út samfélagsskýrslu þar sem viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI) er fylgt. Á árinu 2018 hlaut bankinn viðurkenningu fyrir samfélagsskýrslu ársins þegar Festa, Stjórnvísi og Viðskiptaráð Íslands veittu viðurkenninguna í fyrsta sinn. Landsbankinn er virkur þátttakandi í starfi UN Global Compact, verkefni Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI), er stofnaðili að samtökum um ábyrgar fjárfestingar á Íslandi (IcelandSIF) sem og Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Oddziały banku są otwarte, ale uprzejmie prosimy o umówienie się na wizytę

Gott ár hjá Íslenska lífeyrissjóðnum

Við opnum útibúin en biðjum þig um að panta tíma

Úthlutun Tómstundastyrkja Klassa

Vaxtagreiðslur og millifærslur um áramótin

Nýr vefur Landsbankans kominn í loftið

Landsbankinn veitir 15 milljónir króna í samfélagsstyrki

Umsóknarfrestur um lánatryggingu úr Svanna lánatryggingasjóði kvenna

Gjafakortasjálfsalar í Mjódd og Vesturbæ opnir allan sólarhringinn
