Fréttir

Sam­starfs­samn­ing­ur við­skipta­deild­ar HR og Lands­bank­ans

Landsbankinn og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík hafa skrifað undir samstarfssamning  til þriggja ára. Markmiðið með samningnum er að styrkja nemendur í BSc námi í viðskipta-og hagfræði til þátttöku í alþjóðlegri keppni í fjárfestingum sem ber heitið Rotman International Trading Competition.
15. febrúar 2019 - Landsbankinn

Keppnin fer fram í Rotman School of Management í Toronto í Kanada og er haldin í febrúar ár hvert.  Nemendur HR munu etja kappi við nemendur frá öllum heimsálfum en um 50-60 lið frá háskólum í Afríku, Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku taka þátt í keppninni.  Nemendur fá dýrmætt tækifæri til að kynnast jafnöldrum sínum um allan heim og um leið að fræðast um viðskipti innan kauphalla. Keppnin stendur yfir í þrjá daga og er sérstakur hugbúnaður, eða svokallaður hermir, notaður til að líkja eftir viðskiptum í kauphöllum.

Lögð er sérstök áhersla á að tryggja þátttöku kvenna í keppninni. Nemendur sem sækja keppnina ár hvert munu heimsækja starfsfólk Landsbankans og kynna fyrir þeim árangur liðsins. Sérstakt undirbúnings námskeið fyrir keppnina verður kennt í fyrsta skipti á haustönn 2019 og eftir það ár hvert.

Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum, Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður B.Sc. náms í viðskipta- og hagfræði hjá HR og Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans.Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbankanum, Hrefna Sigríður Briem, forstöðumaður B.Sc. náms í viðskipta- og hagfræði hjá HR og Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
5. sept. 2024
Landsbankinn tekur þátt í rannsókn CBS á ólíkum ákvörðunum kynjanna í fjármálum
Landsbankinn mun taka þátt í rannsóknarverkefni fjármáladeildar Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn (CBS) sem miðar að því að kanna hvers vegna karlar og konur taka ólíkar ákvarðanir í fjármálum. Arna Olafsson, dósent við CBS, stýrir rannsókninni.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Áhugaverð erindi á vel sóttum sjálfbærnidegi Landsbankans
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024. Erindin voru hvert öðru áhugaverðara og var fundurinn afar vel sóttur. Upptökur frá fundinum og útdrátt úr erindum má nú nálgast á vef bankans.
3. sept. 2024
Landsbankinn styður við Upprásina
Í vetur mun Landsbankinn, ásamt Hörpu, Tónlistarborginni Reykjavík og Rás 2, standa fyrir tónleikaröð sem tileinkuð er grasrót íslenskrar tónlistar, þvert á tónlistarstefnur.
3. sept. 2024
Vinningshafar Plúskortaleiks himinlifandi á Way Out West
Í sumar fór fram Plúskortaleikur Landsbankans og Visa, en þar áttu handhafar Plúskorta möguleika á að vinna VIP-miða fyrir tvo á tónlistarhátíðina Way Out West í Gautaborg, ásamt gistingu og flugmiða.
Afhending sjálfbærnistyrkja 2024
2. sept. 2024
Fimm áhugaverð verkefni hljóta sjálfbærnistyrk
Sjálfbærnistyrkjum Landsbankans var úthlutað í þriðja sinn í vikunni sem leið. Fimm áhugaverð verkefni hlutu styrki að þessu sinni upp á alls 10 milljónir króna.
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur