Fréttir

Vel heppn­uðu hluta­fjárút­boði Heima­valla lok­ið

Almennu hlutafjárútboði Heimavalla lauk klukkan 16.00 þann 8. maí 2018. Í útboðinu voru boðnir til sölu 750.000.000 nýir hlutir í Heimavöllum. Landsbankinn var umsjónaraðili hlutafjárútboðsins.
9. maí 2018

Í útboðinu bárust alls 701 áskrift að heildarandvirði 1.690 m.kr. og ákvað stjórn félagsins að taka 689 tilboðum í 750 milljón nýja hluti fyrir samtals 1.043 m.kr. Vegið meðalgengi í útboðinu er 1,39 krónur á hlut. Heildarvirði alls hlutafjár að lokinni hlutafjáraukningu verður því 15,6 ma.kr.

Í tilboðsbók A, þar sem áskriftir voru 100.000-500.000 krónur að kaupverði, er útboðsgengi 1,33 krónur á hlut sem var fyrirfram ákvarðað 5% lægra en útboðsgengi í tilboðsbók B. Hámarksúthlutun í þessum hluta útboðsins er 500.000 krónur að kaupverði og áskriftir ekki skertar.

Í tilboðsbók B, þar sem fjárfestar skiluðu áskriftum á verðbilinu 1,38-1,71 krónur á hlut fyrir 550.000-10.000.000 krónur að kaupverði, er útboðsgengi 1,40 krónur á hlut. Þeir fjárfestar sem tilgreindu lægra hámarksverð í áskrift sinni fá engu úthlutað í tilboðsbók B. Áskriftir í tilboðsbók B eru ekki skertar undir 550.000 krónur að kaupverði, skerðing áskrifta á útboðsgengi í tilboðsbók B er að öðru leyti hlutfallsleg.

Í tilboðsbók C var tekið við áskriftum yfir 10.000.000 krónur á lágmarksverðinu 1,38 krónur á hvern hlut. Útboðsgengi í tilboðsbók C er 1,41 króna á hlut. Þeir fjárfestar sem tilgreindu lægra verð í áskrift sinni fá engu úthlutað í tilboðsbók C. Skerðing áskrifta á útboðsgengi í tilboðsbók C er hlutfallsleg.

Tilboðsbækur

Útboðsgengi Fjárhæð Hlutir
Tilboðsbók A 1,3300 186.158.584 139.968.860
Tilboðsbók B 1,4000 532.043.596 380.031.140
Tilboðsbók C 1,4100 324.300.000 230.000.000
Samtals 1.042.502.180 750.000.000

Fjárfestar geta nálgast upplýsingar um úthlutun í útboðinu eigi síðar en í lok dags 9. maí 2018 með því að fara inn á áskriftarvef útboðsins á vefsíðu Landsbankans og nota sömu aðgangsauðkenni og þeir notuðu til að skrá áskrift sína í útboðinu. Gjalddagi og eindagi áskriftarloforða í útboðinu er 18. maí 2018 og verða hlutir í Heimavöllum afhentir kaupendum 23. maí 2018 að undangenginni greiðslu.

Gert er ráð fyrir að Kauphöll Íslands muni tilkynna fyrir 23. maí 2018 að hún hafi samþykkt umsókn Heimavalla um að taka hlutabréf í félaginu til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Gert er ráð fyrir að viðskipti með hlutabréf í Heimavöllum hefjist 24. maí 2018 en Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með hlutabréfin með minnst eins viðskiptadags fyrirvara.

Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri Heimavalla:

Það er ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga og traust sem fjárfestar sýna Heimavöllum með þátttöku sinni í útboðinu. Markmið útboðsins var að fjölga hluthöfum til að uppfylla skilyrði Aðalmarkaðar Kauphallarinnar varðandi dreifingu hlutafjár og fjölda hluthafa. Þessi markmið náðust og vil ég nota tækifærið og bjóða nýja hluthafa velkomna. Félagið hefur náð miklum árangri á stuttum tíma og framundan er stórt verkefni á sviði endurfjármögnunar sem skráning í Kauphöllina mun styðja vel við.

Þú gætir einnig haft áhuga á
27. ágúst 2024
Hvaða leiðir eru færar? Sjálfbærnidagur Landsbankans 4. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 9.00-11.30 í Grósku, Bjargargötu 1.
26. ágúst 2024
Elvar Þór Karlsson nýr forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans
Elvar Þór Karlsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Fyrirtækjaráðgjafar Landsbankans og mun hefja störf í vetur.
Sigurður Árni Sigurðsson
24. ágúst 2024
Listaverkavefur Landsbankans opnaður
Við höfum opnað Listaverkavef Landsbankans en tilgangurinn með honum er að gera sem flestum kleift að skoða og njóta listaverka bankans. Í þessari útgáfu vefsins er sjónum beint að þeim verkum sem eru í húsakynnum bankans í Reykjastræti 6.
21. ágúst 2024
Dagskrá Landsbankans á Menningarnótt
Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 24. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá, bæði í Reykjastræti og við Hörputorg í samstarfi við Hafnartorg og Hörpu.
Eystra horn
19. ágúst 2024
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
2. ágúst 2024
Útibúið í Eyjum lokar á hádegi föstudag; öll útibú lokuð á frídegi verslunarmanna
Vegna Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum lokar útibú Landsbankans í Eyjum klukkan 12 á hádegi í dag, föstudaginn 2. ágúst. Öll útibú bankans verða lokuð á frídegi verslunarmanna mánudaginn 5. ágúst.
Netbanki
19. júlí 2024
Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
15. júlí 2024
Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga. Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur