Fréttir

Vel heppn­uðu hluta­fjárút­boði Heima­valla lok­ið

Almennu hlutafjárútboði Heimavalla lauk klukkan 16.00 þann 8. maí 2018. Í útboðinu voru boðnir til sölu 750.000.000 nýir hlutir í Heimavöllum. Landsbankinn var umsjónaraðili hlutafjárútboðsins.
9. maí 2018

Í útboðinu bárust alls 701 áskrift að heildarandvirði 1.690 m.kr. og ákvað stjórn félagsins að taka 689 tilboðum í 750 milljón nýja hluti fyrir samtals 1.043 m.kr. Vegið meðalgengi í útboðinu er 1,39 krónur á hlut. Heildarvirði alls hlutafjár að lokinni hlutafjáraukningu verður því 15,6 ma.kr.

Í tilboðsbók A, þar sem áskriftir voru 100.000-500.000 krónur að kaupverði, er útboðsgengi 1,33 krónur á hlut sem var fyrirfram ákvarðað 5% lægra en útboðsgengi í tilboðsbók B. Hámarksúthlutun í þessum hluta útboðsins er 500.000 krónur að kaupverði og áskriftir ekki skertar.

Í tilboðsbók B, þar sem fjárfestar skiluðu áskriftum á verðbilinu 1,38-1,71 krónur á hlut fyrir 550.000-10.000.000 krónur að kaupverði, er útboðsgengi 1,40 krónur á hlut. Þeir fjárfestar sem tilgreindu lægra hámarksverð í áskrift sinni fá engu úthlutað í tilboðsbók B. Áskriftir í tilboðsbók B eru ekki skertar undir 550.000 krónur að kaupverði, skerðing áskrifta á útboðsgengi í tilboðsbók B er að öðru leyti hlutfallsleg.

Í tilboðsbók C var tekið við áskriftum yfir 10.000.000 krónur á lágmarksverðinu 1,38 krónur á hvern hlut. Útboðsgengi í tilboðsbók C er 1,41 króna á hlut. Þeir fjárfestar sem tilgreindu lægra verð í áskrift sinni fá engu úthlutað í tilboðsbók C. Skerðing áskrifta á útboðsgengi í tilboðsbók C er hlutfallsleg.

Tilboðsbækur

Útboðsgengi Fjárhæð Hlutir
Tilboðsbók A 1,3300 186.158.584 139.968.860
Tilboðsbók B 1,4000 532.043.596 380.031.140
Tilboðsbók C 1,4100 324.300.000 230.000.000
Samtals 1.042.502.180 750.000.000

Fjárfestar geta nálgast upplýsingar um úthlutun í útboðinu eigi síðar en í lok dags 9. maí 2018 með því að fara inn á áskriftarvef útboðsins á vefsíðu Landsbankans og nota sömu aðgangsauðkenni og þeir notuðu til að skrá áskrift sína í útboðinu. Gjalddagi og eindagi áskriftarloforða í útboðinu er 18. maí 2018 og verða hlutir í Heimavöllum afhentir kaupendum 23. maí 2018 að undangenginni greiðslu.

Gert er ráð fyrir að Kauphöll Íslands muni tilkynna fyrir 23. maí 2018 að hún hafi samþykkt umsókn Heimavalla um að taka hlutabréf í félaginu til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Gert er ráð fyrir að viðskipti með hlutabréf í Heimavöllum hefjist 24. maí 2018 en Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með hlutabréfin með minnst eins viðskiptadags fyrirvara.

Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri Heimavalla:

Það er ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga og traust sem fjárfestar sýna Heimavöllum með þátttöku sinni í útboðinu. Markmið útboðsins var að fjölga hluthöfum til að uppfylla skilyrði Aðalmarkaðar Kauphallarinnar varðandi dreifingu hlutafjár og fjölda hluthafa. Þessi markmið náðust og vil ég nota tækifærið og bjóða nýja hluthafa velkomna. Félagið hefur náð miklum árangri á stuttum tíma og framundan er stórt verkefni á sviði endurfjármögnunar sem skráning í Kauphöllina mun styðja vel við.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Play
24. apríl 2024
Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur