Fréttir

Vel heppn­uðu hluta­fjárút­boði Heima­valla lok­ið

Almennu hlutafjárútboði Heimavalla lauk klukkan 16.00 þann 8. maí 2018. Í útboðinu voru boðnir til sölu 750.000.000 nýir hlutir í Heimavöllum. Landsbankinn var umsjónaraðili hlutafjárútboðsins.
9. maí 2018

Í útboðinu bárust alls 701 áskrift að heildarandvirði 1.690 m.kr. og ákvað stjórn félagsins að taka 689 tilboðum í 750 milljón nýja hluti fyrir samtals 1.043 m.kr. Vegið meðalgengi í útboðinu er 1,39 krónur á hlut. Heildarvirði alls hlutafjár að lokinni hlutafjáraukningu verður því 15,6 ma.kr.

Í tilboðsbók A, þar sem áskriftir voru 100.000-500.000 krónur að kaupverði, er útboðsgengi 1,33 krónur á hlut sem var fyrirfram ákvarðað 5% lægra en útboðsgengi í tilboðsbók B. Hámarksúthlutun í þessum hluta útboðsins er 500.000 krónur að kaupverði og áskriftir ekki skertar.

Í tilboðsbók B, þar sem fjárfestar skiluðu áskriftum á verðbilinu 1,38-1,71 krónur á hlut fyrir 550.000-10.000.000 krónur að kaupverði, er útboðsgengi 1,40 krónur á hlut. Þeir fjárfestar sem tilgreindu lægra hámarksverð í áskrift sinni fá engu úthlutað í tilboðsbók B. Áskriftir í tilboðsbók B eru ekki skertar undir 550.000 krónur að kaupverði, skerðing áskrifta á útboðsgengi í tilboðsbók B er að öðru leyti hlutfallsleg.

Í tilboðsbók C var tekið við áskriftum yfir 10.000.000 krónur á lágmarksverðinu 1,38 krónur á hvern hlut. Útboðsgengi í tilboðsbók C er 1,41 króna á hlut. Þeir fjárfestar sem tilgreindu lægra verð í áskrift sinni fá engu úthlutað í tilboðsbók C. Skerðing áskrifta á útboðsgengi í tilboðsbók C er hlutfallsleg.

Tilboðsbækur

Útboðsgengi Fjárhæð Hlutir
Tilboðsbók A 1,3300 186.158.584 139.968.860
Tilboðsbók B 1,4000 532.043.596 380.031.140
Tilboðsbók C 1,4100 324.300.000 230.000.000
Samtals 1.042.502.180 750.000.000

Fjárfestar geta nálgast upplýsingar um úthlutun í útboðinu eigi síðar en í lok dags 9. maí 2018 með því að fara inn á áskriftarvef útboðsins á vefsíðu Landsbankans og nota sömu aðgangsauðkenni og þeir notuðu til að skrá áskrift sína í útboðinu. Gjalddagi og eindagi áskriftarloforða í útboðinu er 18. maí 2018 og verða hlutir í Heimavöllum afhentir kaupendum 23. maí 2018 að undangenginni greiðslu.

Gert er ráð fyrir að Kauphöll Íslands muni tilkynna fyrir 23. maí 2018 að hún hafi samþykkt umsókn Heimavalla um að taka hlutabréf í félaginu til viðskipta á Aðalmarkaði Kauphallarinnar. Gert er ráð fyrir að viðskipti með hlutabréf í Heimavöllum hefjist 24. maí 2018 en Kauphöllin mun tilkynna um fyrsta viðskiptadag með hlutabréfin með minnst eins viðskiptadags fyrirvara.

Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri Heimavalla:

Það er ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga og traust sem fjárfestar sýna Heimavöllum með þátttöku sinni í útboðinu. Markmið útboðsins var að fjölga hluthöfum til að uppfylla skilyrði Aðalmarkaðar Kauphallarinnar varðandi dreifingu hlutafjár og fjölda hluthafa. Þessi markmið náðust og vil ég nota tækifærið og bjóða nýja hluthafa velkomna. Félagið hefur náð miklum árangri á stuttum tíma og framundan er stórt verkefni á sviði endurfjármögnunar sem skráning í Kauphöllina mun styðja vel við.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Menningarnótt
24. ágúst 2023
Takk fyrir komuna á Menningarnótt!
Fjöldi fólks á öllum aldri lagði leið sína í nýtt hús Landsbankans og í útibú bankans við Austurstræti á laugardaginn í tilefni Menningarnætur. 
23. ágúst 2023
Opnunartími styttist í sjö útibúum en þjónustutími óbreyttur
Þann 13. september styttist opnunartími í sjö útibúum bankans um þrjár klukkustundir og verður þar framvegis opið frá kl. 12-15. Þó almennur opnunartími styttist verður áfram hægt að panta tíma í þessum útibúum frá kl. 10-16 og fjarfund til kl. 18 þannig að þjónustutími skerðist ekki. Á öllum þessum stöðum eru hraðbankar aðgengilegir allan sólarhringinn.
Eystra horn
22. ágúst 2023
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2023.
Dansarar
17. ágúst 2023
22 spennandi verkefni fengu styrk úr Menningarnæturpottinum
Í ár fengu 22 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar en öll eru verkefnin til þess fallin að gleðja þátttakendur Menningarnætur 2023.
Myndlistarsýning í Austurstræti 11
17. ágúst 2023
Hringrás – myndlistarsýning í Austurstræti 11 opnar á Menningarnótt
Í tilefni af Menningarnótt verður opnuð ný sýning á listaverkum úr safni Landsbankans í útibúi bankans við Austurstræti 11. Sýningin nefnist Hringrás og er sýningarstjóri Daría Sól Andrews.
Menningarnótt
15. ágúst 2023
Fjölbreytt dagskrá á Menningarnótt í Reykjastræti og Austurstræti
Landsbankinn er einn af aðalbakhjörlum Menningarnætur og við tökum sem fyrr virkan þátt í hátíðarhöldunum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur