Fréttir

Vegna gagn­sæ­istil­kynn­ing­ar Fjár­mála­eft­ir­lits­ins

Fjármálaeftirlitið birti hinn 5. apríl sl. gagnsæistilkynningu varðandi álagsgreiðslur sem hluti starfsmanna Landsbankans fékk á árunum 2014-2016. Það var niðurstaða FME að ekki væri ástæða til að beita viðurlögum vegna greiðslnanna auk þess sem það var mat stofnunarinnar að bankinn hefði þegar gripið til fullnægjandi úrbóta.
5. apríl 2018

Fjármálaeftirlitið birti hinn 5. apríl sl. gagnsæistilkynningu varðandi álagsgreiðslur sem hluti starfsmanna Landsbankans fékk á árunum 2014-2016.

Í tilkynningu Fjármálaeftirlitsins kemur fram að starfskjör starfsmanna fjármálafyrirtækja falli í annan tveggja flokka: föst starfskjör eða kaupauki. Ekki sé um aðra flokka að ræða. Til þess að álagsgreiðslur geti talist föst starfskjör þurfi endanleg fjárhæð eða umfang að liggja fyrir með nákvæmum hætti fyrir fram og svo hafi ekki verið. Þá segir í tilkynningunni að greiðslurnar hafi verið óverulegar sem hluti af heildarlaunakostnaði. Bankinn hafi sýnt samstarfsvilja og hafi, áður en niðurstaða málsins lá fyrir, horfið frá umræddu fyrirkomulagi og tekið upp vinnureglur sem miða að því að tryggja samræmt verklag og betri skjölun með samþykki starfskjaranefndar og aðkomu innri endurskoðanda. Með hliðsjón af framangreindu var það niðurstaða Fjármálaeftirlitsins að ekki væri ástæða til að beita viðurlögum vegna brotsins, auk þess sem það var mat stofnunarinnar að bankinn hefði þegar gripið til fullnægjandi úrbóta.

Heildarfjárhæð álagsgreiðslnanna nam 85 milljónum króna á þriggja ára tímabili. Greiðslurnar runnu til 76 starfsmanna á öllum sviðum bankans. Hvorki bankastjóri né framkvæmdastjórar hjá bankanum fengu álagsgreiðslur.

Breytt verklag

Starfsfólk Landsbankans er í flestum tilvikum á svonefndum fastlaunasamningum, þ.e. starfsfólk fær föst laun og fær ekki greitt sérstaklega fyrir yfirvinnu. Í mörgum tilvikum þarf starfsfólk að vinna töluvert umfram hefðbundinn vinnutíma og öllu jöfnu er litið svo á að sú vinna rúmist innan ákvæða fastlaunasamninga. Það var mat þeirra stjórnenda bankans sem tóku ákvörðun um greiðslurnar að heimilt hefði verið að inna af hendi greiðslur vegna tímabundins vinnuálags sem væri umfram það sem eðlilegt væri að gera ráð fyrir á grundvelli þeirra ráðningarsamninga og föstu mánaðarlauna sem starfsmennirnir bjuggu við. Greiðslurnar voru ekki skilgreindar með tilliti til árangurs og juku ekki áhættutöku í starfsemi bankans. Eftir athugun innan bankans vorið 2017 var hins vegar ákveðið að greina Fjármálaeftirlitinu frá álagsgreiðslunum og í kjölfarið hóf það athugun á málinu.

Landsbankinn er sammála því að framkvæmd umræddra álagsgreiðslna hefði átt að vera betri, nánar tiltekið hefði átt að setja skýrari reglur um greiðslurnar og skrá upplýsingar um þær betur. Landsbankinn hefur þegar tekið upp breytt verklag og gengið úr skugga um að það samræmist ofangreindu áliti Fjármálaeftirlitsins.

Landsbankinn hefur ekki tekið upp kaupaukakerfi fyrir starfsmenn sína. Ef bankaráð hyggst taka upp slíkt kerfi innan samstæðu bankans þarf áður að fá samþykki hluthafafundar.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Landsbankinn
7. feb. 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 13. febrúar 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Landsbankinn
6. feb. 2025
Engar lokanir lengur vegna veðurs
Vegna slæms veðurs verða flest útibú Landsbankans lokuð fram eftir degi í dag, 6. febrúar. Útibúin opna aftur þegar veður hefur gengið niður. Við munum greina nánar frá opnunartíma þegar þær upplýsingar liggja fyrir, en líklegt er að opnunartími verði misjafn á milli landshluta.
Landsbankinn
5. feb. 2025
Tímabundin lokun á sjálfsafgreiðslulausnum 
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að kvöldi miðvikudags 5. febrúar frá kl. 21.30 til 23.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
4. feb. 2025
Morgunfundur um fjármögnun og uppbyggingu innviða
Landsbankinn í samvinnu við Samtök iðnaðarins heldur morgunfund fimmtudaginn 13. mars nk. þar sem sjónum verður beint að samvinnu opinberra aðila og einkaaðila við innviðaframkvæmdir, einkum á sviði samgöngumála.
Landsbankinn
4. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn lokuð snemma á miðvikudagsmorgun
Vegna kerfisuppfærslu verða netbankinn og appið lokuð að morgni miðvikudagsins 5. febrúar frá kl. 06.00 til 07.00. Þá munu aðrar sjálfsafgreiðslulausnir ekki virka á meðan á uppfærslunni stendur.
Dagatal Landsbankans 2025 sýning
3. feb. 2025
Sýning á dagatalsmyndunum – listamannaspjall 3. febrúar
Myndirnar sem prýða dagatal Landsbankans í ár eru nú til sýnis í Landsbankanum Reykjastræti 6. Stefán „Mottan“ Óli Baldursson, sem málaði myndirnar, verður í bankanum mánudaginn 3. febrúar, frá kl. 13-15.30, og þar verður hægt að spjalla við hann um myndirnar.
15. jan. 2025
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi halda áfram
Við bjóðum til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Fundaröðin hefur verið vel sótt og færri stundum komist að en vilja. Við höfum þegar haldið fundi um þetta efni í Reykjavík og Reykjanesbæ, á Akureyri, Selfossi og Reyðarfirði og næst ætlum við að heimsækja Vestmannaeyjar og Akranes.
Netöryggi
31. des. 2024
Vörum við svikapóstum í nafni Skattsins
Við vörum við svikatölvupóstum sem hafa verið sendir í nafni Skattsins. Í póstinum er sagt að skattayfirvöld hafi uppfært upplýsingar varðandi skattframtalið þitt og að þú eigir að nálgast upplýsingar á þjónustuvef Skattsins með því að smella á hlekk sem sendur er með póstinum.
20. des. 2024
Samfélagssjóður Landsbankans styrkir 35 verkefni
Samfélagsstyrkjum samtals að upphæð 15 milljónum króna var úthlutað úr Samfélagssjóði Landsbankans fimmtudaginn 19. desember 2024. Alls hlutu 35 verkefni styrk að þessu sinni. Verkefnin eru afar fjölbreytt og gagnast fólki á öllum aldri og víða um land.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur