Nýtt innlána- og greiðslukerfi – breytingar hjá fyrirtækjum
Í tengslum við innleiðingu á nýju innlána- og greiðslukerfi Reiknistofu bankanna og Landsbankans verða tilteknar breytingar á þjónustu við fyrirtæki auk þess sem vaxtatímabil veltureikninga breytist.
Á vef Landsbankans eru nánari upplýsingar um áhrif á þjónustu bankans við fyrirtæki. Einnig er vakin athygli á skilaboðum í skilaboðaskjóðu í netbanka fyrirtækja.
Nánari upplýsingar um breytingar á þjónustu fyrirtækja
Þjónustverið opið til kl. 21.00
Nánari upplýsingar og aðstoð veitir Þjónustuver Landsbankans í síma 410 4000 og í netfanginu info@landsbankinn.is. Þjónustuverið er opið frá kl. 9.00 - 21.00 mánudaginn 20. nóvember og þriðjudaginn 21. nóvember. Einnig er hægt að hafa samband við Þjónustuver fyrirtækja í síma 410 5000 og í netfanginu fyrirtaeki@landsbankinn.is