Fréttir

Lands­bank­inn greið­ir 24,8 millj­arða króna í arð 2017

Á aðalfundi Landsbankans var samþykkt að bankinn greiði 24,8 milljarða króna í arð á árinu 2017. Annars vegar er um að ræða 13 milljarða króna arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2016 sem samsvarar um 78% af hagnaði ársins og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 11,8 milljarðar króna.
22. mars 2017 - Landsbankinn

Aðalfundurinn fór fram í Hörpu 22. mars. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf.

Á aðalfundinum var samþykkt tillaga um að greiddur verði arður til hluthafa vegna reikningsársins 2016 sem nemur 0,55 krónum á hlut, eða um 13 milljörðum króna, sem verði greiddur út í lok mars. Einnig samþykkti fundurinn tillögu um sérstaka arðgreiðslu sem nemur 0,50 krónum á hlut, eða um 11,8 milljörðum króna, og verði greiðslan innt af hendi 20. september 2017. Samanlagðar arðgreiðslur Landsbankans á árinu 2017 munu því nema um 24,8 milljörðum króna.

Á fundinum var greint frá nýrri arðgreiðslustefnu sem bankaráð samþykkti í mars sl. Í stefnunni er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur til hluthafa verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs. Í samræmi við fjármögnunarstefnu bankans er einnig stefnt að sérstökum arðgreiðslum til þess að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans. Við ákvörðun um arðgreiðslur verði tryggt að bankinn uppfylli lögbundnar kröfur á hverjum tíma og viðhaldi sterkri fjárhagsstöðu.

Eftirtalin voru kjörin aðalmenn í bankaráð Landsbankans:

  • Berglind Svavarsdóttir
  • Einar Þór Bjarnason
  • Helga Björk Eiríksdóttir
  • Hersir Sigurgeirsson
  • Jón Guðmann Pétursson
  • Magnús Pétursson
  • Sigríður Benediktsdóttir (nýr bankaráðsmaður)

Helga Björk Eiríksdóttir var kjörin formaður bankaráðs.

Eftirtalin voru kjörin varamenn í bankaráð:

  • Ásta Dís Óladóttir (nýr varamaður í bankaráði)
  • Samúel Guðmundsson

Aðalfundur samþykkti óbreytta starfskjarastefnu fyrir Landsbankann. Þá var samþykkt tillaga um að þóknun til bankaráðsmanna verði 400.000 kr. á mánuði, þóknun til stjórnarformanns verði 700.000 kr. á mánuði og þóknun til varaformanns verði 500.000 kr. Því til viðbótar skuli greiða bankaráðsmönnum 200.000 kr. á mánuði fyrir þátttöku í starfi undirnefnda bankaráðs en auk þess fái formenn undirnefnda bankaráðs greiddar 25.000 kr. á mánuði. Þóknun til varamanns í bankaráði verði 200.000 kr. fyrir hvern fund í bankaráði eða fund með Fjármálaeftirlitinu um hæfismat en þó aldrei hærri en þóknun aðalmanns innan hvers mánaðar. Greiðsla til hvers varamanns skal nema að lágmarki 400.000 kr. á ári.

Á fundinum var samþykkt heimild þess efnis að Landsbankinn eignist eigin hluti allt að 10% af nafnverði hlutafjár. Lægsta og hæsta fjárhæð sem Landsbankinn má reiða fram sem endurgjald fyrir hvern hlut skal vera bókfært virði hvers hlutar, þ.e. samsvara hlutfalli á milli eigin fjár sem tilheyrir hluthöfum bankans og hlutafjár, samkvæmt síðasta birta ársuppgjöri eða árshlutauppgjöri áður en kaup á eigin hlutum fara fram. Heimild þessi gildir fram að aðalfundi Landsbankans árið 2018. Ráðstöfun Landsbankans á eigin hlutum sem keyptir verða á grundvelli þessarar heimildar er háð samþykki hluthafafundar.

Nánari upplýsingar um aðalfund Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Græni hryggur
30. sept. 2024
Landsbankinn gefur út græn skuldabréf fyrir 300 milljón evrur
Landsbankinn lauk í dag sölu á grænum skuldabréfum til fimm ára að fjárhæð 300 milljónir evra. Um er að ræða fimmtu grænu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum. Skuldabréfin bera 3,75% fasta vexti og voru seld á kjörum sem jafngilda 155 punkta álagi á miðgildi vaxtatilboða í vaxtaskiptasamningum á markaði.
26. sept. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi
Landsbankinn býður til Fjármálamóts, fræðslufundar um lífeyrismál og netöryggi, miðvikudaginn 2. október kl. 16 í Landsbankanum við Reykjastræti.
Austurbakki
25. sept. 2024
Niðurstaða fjármálaeftirlitsins varðandi virkan eignarhlut Landsbankans í TM tryggingum
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur birt mat sitt um að Landsbankinn sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í TM tryggingum hf.
Hagspá Landsbankans
25. sept. 2024
Morgunfundur um nýja hagspá til 2027
Við boðum til morgunfundar í tilefni af útgáfu nýrrar hagspár Landsbankans í Hörpu þriðjudaginn 15. október.
Landsbankinn
23. sept. 2024
Breyting á vöxtum og framboði verðtryggðra íbúðalána
Landsbankinn breytir í dag vöxtum á inn- og útlánum. Jafnframt taka gildi breytingar á framboði verðtryggðra íbúðalána.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur