Fréttir

Lands­bank­inn greið­ir 24,8 millj­arða króna í arð 2017

Á aðalfundi Landsbankans var samþykkt að bankinn greiði 24,8 milljarða króna í arð á árinu 2017. Annars vegar er um að ræða 13 milljarða króna arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2016 sem samsvarar um 78% af hagnaði ársins og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 11,8 milljarðar króna.
22. mars 2017 - Landsbankinn

Aðalfundurinn fór fram í Hörpu 22. mars. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf.

Á aðalfundinum var samþykkt tillaga um að greiddur verði arður til hluthafa vegna reikningsársins 2016 sem nemur 0,55 krónum á hlut, eða um 13 milljörðum króna, sem verði greiddur út í lok mars. Einnig samþykkti fundurinn tillögu um sérstaka arðgreiðslu sem nemur 0,50 krónum á hlut, eða um 11,8 milljörðum króna, og verði greiðslan innt af hendi 20. september 2017. Samanlagðar arðgreiðslur Landsbankans á árinu 2017 munu því nema um 24,8 milljörðum króna.

Á fundinum var greint frá nýrri arðgreiðslustefnu sem bankaráð samþykkti í mars sl. Í stefnunni er gert ráð fyrir að reglulegar arðgreiðslur til hluthafa verði að jafnaði 60-80% af hagnaði fyrra árs. Í samræmi við fjármögnunarstefnu bankans er einnig stefnt að sérstökum arðgreiðslum til þess að auka hagkvæmni í fjármagnsskipan bankans. Við ákvörðun um arðgreiðslur verði tryggt að bankinn uppfylli lögbundnar kröfur á hverjum tíma og viðhaldi sterkri fjárhagsstöðu.

Eftirtalin voru kjörin aðalmenn í bankaráð Landsbankans:

  • Berglind Svavarsdóttir
  • Einar Þór Bjarnason
  • Helga Björk Eiríksdóttir
  • Hersir Sigurgeirsson
  • Jón Guðmann Pétursson
  • Magnús Pétursson
  • Sigríður Benediktsdóttir (nýr bankaráðsmaður)

Helga Björk Eiríksdóttir var kjörin formaður bankaráðs.

Eftirtalin voru kjörin varamenn í bankaráð:

  • Ásta Dís Óladóttir (nýr varamaður í bankaráði)
  • Samúel Guðmundsson

Aðalfundur samþykkti óbreytta starfskjarastefnu fyrir Landsbankann. Þá var samþykkt tillaga um að þóknun til bankaráðsmanna verði 400.000 kr. á mánuði, þóknun til stjórnarformanns verði 700.000 kr. á mánuði og þóknun til varaformanns verði 500.000 kr. Því til viðbótar skuli greiða bankaráðsmönnum 200.000 kr. á mánuði fyrir þátttöku í starfi undirnefnda bankaráðs en auk þess fái formenn undirnefnda bankaráðs greiddar 25.000 kr. á mánuði. Þóknun til varamanns í bankaráði verði 200.000 kr. fyrir hvern fund í bankaráði eða fund með Fjármálaeftirlitinu um hæfismat en þó aldrei hærri en þóknun aðalmanns innan hvers mánaðar. Greiðsla til hvers varamanns skal nema að lágmarki 400.000 kr. á ári.

Á fundinum var samþykkt heimild þess efnis að Landsbankinn eignist eigin hluti allt að 10% af nafnverði hlutafjár. Lægsta og hæsta fjárhæð sem Landsbankinn má reiða fram sem endurgjald fyrir hvern hlut skal vera bókfært virði hvers hlutar, þ.e. samsvara hlutfalli á milli eigin fjár sem tilheyrir hluthöfum bankans og hlutafjár, samkvæmt síðasta birta ársuppgjöri eða árshlutauppgjöri áður en kaup á eigin hlutum fara fram. Heimild þessi gildir fram að aðalfundi Landsbankans árið 2018. Ráðstöfun Landsbankans á eigin hlutum sem keyptir verða á grundvelli þessarar heimildar er háð samþykki hluthafafundar.

Nánari upplýsingar um aðalfund Landsbankans

Þú gætir einnig haft áhuga á
Svikaskilaboð - pólska
1. sept. 2023
Przypomnienie: Ostrzegamy przed próbami oszustwa za pomocą fałszywych wiadomości SMS
Ostrzegamy przed oszustwami na stronach internetowych pojawiających się w imieniu Auðkenni, które rzekomo m.in. proponują połączenie z Landsbankinn.
New temp image
31. ágúst 2023
Landsbankinn breytir vöxtum
Í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar Seðlabanka Íslands verða gerðar breytingar á vöxtum Landsbankans. Vaxtabreytingarnar taka jafnframt mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.
31. ágúst 2023
Sjálfbærnidagur Landsbankans í Grósku 7. september
Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn, fimmtudaginn 7. september kl. 9.00 - 11.30 í Grósku, Bjargargötu 1. 
Skjáskot af svikaskilaboðum
31. ágúst 2023
Ítrekun: Vörum við svikatilraunum með fölskum SMS-um
Við vörum við svikasíðu sem birt er í nafni Auðkennis og lítur út fyrir að bjóða meðal annars upp á tengingu við Landsbankann.
Menningarnótt
24. ágúst 2023
Takk fyrir komuna á Menningarnótt!
Fjöldi fólks á öllum aldri lagði leið sína í nýtt hús Landsbankans og í útibú bankans við Austurstræti á laugardaginn í tilefni Menningarnætur. 
23. ágúst 2023
Opnunartími styttist í sjö útibúum en þjónustutími óbreyttur
Þann 13. september styttist opnunartími í sjö útibúum bankans um þrjár klukkustundir og verður þar framvegis opið frá kl. 12-15. Þó almennur opnunartími styttist verður áfram hægt að panta tíma í þessum útibúum frá kl. 10-16 og fjarfund til kl. 18 þannig að þjónustutími skerðist ekki. Á öllum þessum stöðum eru hraðbankar aðgengilegir allan sólarhringinn.
Eystra horn
22. ágúst 2023
Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins
Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2023.
Dansarar
17. ágúst 2023
22 spennandi verkefni fengu styrk úr Menningarnæturpottinum
Í ár fengu 22 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar en öll eru verkefnin til þess fallin að gleðja þátttakendur Menningarnætur 2023.
Myndlistarsýning í Austurstræti 11
17. ágúst 2023
Hringrás – myndlistarsýning í Austurstræti 11 opnar á Menningarnótt
Í tilefni af Menningarnótt verður opnuð ný sýning á listaverkum úr safni Landsbankans í útibúi bankans við Austurstræti 11. Sýningin nefnist Hringrás og er sýningarstjóri Daría Sól Andrews.
Menningarnótt
15. ágúst 2023
Fjölbreytt dagskrá á Menningarnótt í Reykjastræti og Austurstræti
Landsbankinn er einn af aðalbakhjörlum Menningarnætur og við tökum sem fyrr virkan þátt í hátíðarhöldunum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur