Upplýsingar vegna kerfisbilunar
Engar truflanir eru lengur á þjónustu bankans. Í nótt og í morgun voru truflanir á ýmsum þjónustuþáttum sem tengdust bilun sem haft hefur áhrif á fyrirtæki víða um heim.
Áhrifin voru að netbankinn og appið lágu niðri, ekki var hægt að nota hraðbanka og takmörkuð þjónusta var í boði í útibúum og þjónustuveri. Greiðslukort bankans virkuðu sem fyrr en mögulega hafði bilunin áhrif á þjónustuaðila sem gat valdið truflunum á notkun kortanna.
Um leið og bilunarinnar varð vart hófst vinna í bankanum við að draga úr áhrifum hennar. Appið og netbankinn urðu aftur aðgengileg um kl. 10.00 og þjónusta bankans var að mestu komin í samt lag um kl. 10.30.
Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem viðskiptavinir urðu fyrir.