Níu atriði fengu úthlutun úr Gleðigöngupottinum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili Hinsegin daga. Dómnefnd Gleðigöngupotts Hinsegin daga og Landsbankans hefur úthlutað styrkjum til níu atriða í Gleðigöngunni.
Hæsta styrkinn hlaut að þessu sinni Q - félag hinsegin stúdenta, en hugmynd þeirra þótti í senn frumleg og boðskapurinn sterkur. Styrkirnir voru á bilinu 50.000-300.000 krónur en alls eru 1,5 milljónir króna til úthlutunar úr pottinum á hverju ári.
Eftirfarandi atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupottinum 2024:
- Bangsafélagið / RVK Bear
- Happy Pinoys
- Hinsegin félagsmiðstöð S78 og Tjarnarinnar
- Hinsegin fjölskyldur
- I walk for those that couldn’t
- Öðruvísi íþróttir
- Q - félag hinsegin stúdenta
- Samtökin ’78
- Trans Ísland
Hinsegin dagar standa frá 6.-11. ágúst og er Gleðigangan hápunktur þeirra. Gleðigangan verður gengin laugardaginn 10. ágúst og fer af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14.00. Landsbankinn hefur verið stoltur samstarfsaðili Hinsegin daga um árabil.
Mynd: Frá undirbúningi fyrir atriði Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar fyrir Gleðigönguna 2023.