Fréttir

Ábyrg­ar fjár­fest­ing­ar hafa áhrif á fram­tíð­ina

Meðal stjórnenda fyrirtækja, starfsfólks og fjárfesta vex þeirri skoðun sífellt ásmegin að þegar fjallað er um arðsemi fyrirtækja dugi ekki að líta eingöngu á fjárhagslegan ávinning. Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir, viðskiptastjóri hjá Eignastýringu Landsbankans, fjallaði um ábyrgar fjárfestingar í grein í Viðskiptablaðinu.
20. október 2016

Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir, viðskiptastjóri hjá Eignastýringu Landsbankans

Meðfylgjandi grein eftir Vigdísi Sif Hrafnkelsdóttur, viðskiptastjóra hjá Eignastýringu Landsbankans birtist í Viðskiptablaðinu 20. október.

Mannkynið er á vafasamri vegferð þegar kemur að nýtingu auðlinda jarðar. Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, orðaði þetta með mjög skýrum í ræðu sem hann flutti á ráðstefnu Artic Circle 8. október sl. Ban Ki-moon sagði að það væri ekkert plan B – við hefðum bara eina plánetu. Öll berum við ábyrgð á því að ekki verði gengið um of á auðlindir jarðar og að dregið verði úr mengun. Umræða um sjálfbærni snýst um þessa ábyrgð.

Meðal stjórnenda fyrirtækja, starfsfólks og fjárfesta vex þeirri skoðun sífellt ásmegin að þegar fjallað er um arðsemi fyrirtækja dugi ekki að líta eingöngu á fjárhagslegan ávinning. Einnig verði að taka tillit til áhrifa á umhverfið, náttúruna og samfélagið.

Á Íslandi hefur fremur lítið verið fjallað um þessi mál, þótt áhuginn fari vissulega vaxandi. Erlendis hefur á hinn bóginn orðið mikil vakning meðal fjárfesta í þessum efnum. Ein skýringin er vafalaust sú að fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki sem setja sér skýr markmið í umhverfis- og samfélagsmálum nái betri árangri. Slík fyrirtæki sjá fremur fyrir líklegar lagabreytingar, t.d. á sviði umhverfismála, og geta þannig náð samkeppnisforskoti. Hættan á orðsporstjóni er yfirleitt minni. Skýr stefna um sjálfbærni styrkir þannig reksturinn en óskýr stefna eða stefnuleysi getur leitt til taps.

Þvoið gallabuxurnar sjaldnar og úr köldu vatni

Á morgunfundi Landsbankans um ábyrgar fjárfestingar 29. september sl. benti Gil Friend, einn helsti sérfræðingur heims um sjálfbærni, á að það borgar sig að vera „grænn“. Hann nefndi fjölmörg dæmi, m.a. af Levi Strauss-gallabuxnaframleiðandanum. Levi‘s ákvað að draga úr mengun, bæði með því að breyta þvottaleiðbeiningum á gallabuxunum, þannig að nú er mælt með að þvo buxurnar sjaldan og úr köldu vatni, og með því að breyta framleiðsluaðferðum. Auk þess að stuðla að minni sóun batnaði ímynd fyrirtækisins og nýir markaðir tóku við sér. Þetta dæmi sýnir að upplýsingar um umhverfisstefnu og samfélagsábyrgð geta verið jafn mikilvægar fyrir fjárfesta og aðrar upplýsingar um reksturinn, s.s. um sjóðsstreymi, skuldir og eignir. Dæmin eru mun fleiri.

Viðbótarviðmið við greiningu fjárfestinga

PRI (Principles for Responsible Investment) eru alþjóðleg samtök fjárfesta sem stofnuð voru árið 2006 fyrir tilstuðlan Kofi Annan, þáverandi aðalritara SÞ. Markmið samtakanna er að innleiða ákveðin grundvallarviðmið um ábyrgar fjárfestingar. Aðildarfélögum hefur fjölgað hratt frá stofnun og eru þau nú yfir 1.500. Í apríl sl. voru eignir í umsýslu aðildarfélaga PRI að verðmæti 1.400.000 milljarðar Bandaríkjadala. Þau fyrirtæki sem gangast undir reglur PRI skuldbinda sig til að veita upplýsingar um hvernig tekið er tillit til áhrifa á umhverfið, samfélagsins og stjórnarhátta. Með PRI varð því til verkfæri sem fjárfestar geta notað til að meta stefnu fyrirtækja í þessum efnum. Landsbankinn gerðist aðili að PRI haustið 2013, fyrstur íslenskra fjármálafyrirtækja, og kynnti í kjölfarið stefnu bankans í ábyrgum fjárfestingum.

Landsbankinn tilkynnti nýlega að við greiningu á fyrirtækjum á vegum Hagfræðideildar Landsbankans mun þessum þáttum verða gefinn aukinn gaumur og tillit tekið til þeirra við mat á fjárfestingarkostum. Við erum ekki ein um stíga þessi skref. Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar á Íslandi, greindi frá því á morgunfundi Landsbankans 29. september sl. að Kauphöllin myndi gefa út ítarlegar leiðbeiningar til útgefenda verðbréfa um birtingu á upplýsingum um stefnu þeirra um ábyrgar fjárfestingar og samfélagsábyrgð. Kauphallirnar á Norðurlöndunum væru algjörlega sammála um að leita eftir samstarfi við fyrirtæki í þessum málaflokki en ekki yrðu settar nýjar reglur.

Stórir fjárfestar í aðalhlutverki

Þróunin hér á landi hefur verið jákvæð en um leið er ljóst að við þurfum að spýta í lófana. Íslenski markaðurinn er eftirbátur Norðulandanna í þessum efnum. Hér á landi er lykilatriði að stórir áhrifamiklir fjárfestar eins og lífeyrissjóðirnir verði leiðandi í þessari þróun og það er ljóst að lífeyrissjóðirnir hafa sett málið á dagskrá. Lífeyrissjóður verslunarmanna, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og LSR hafa valið sömu leið og Landsbankinn þ.e. skrifað undir PRI-reglur Sameinuðu þjóðanna. Stefna um ábyrgar fjárfestingar er þó alls ekki eingöngu fyrir stærri fyrirtæki og fjárfesta. Minni fyrirtæki geta einnig markað sér stefnu í þessum málaflokki og hún þarf ekki nauðsynlega að vera fullmótuð eða ítarleg. Aðalatriðið er að setja sér stefnu og byrja að vinna eftir henni.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
14. nóv. 2024
Opið söluferli á Greiðslumiðlun Íslands ehf.
Landsbankinn hf., Bál ehf. og Solvent ehf., sem eru eigendur að öllu hlutafé í Greiðslumiðlun Íslands ehf. (GMÍ), hafa ákveðið að bjóða hluti sína til sölu í opnu söluferli.
Austurbakki
12. nóv. 2024
S&P breytir horfum lánshæfismats úr stöðugum í jákvæðar
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Landsbankans og tilkynnti jafnframt um breytingu á horfum úr stöðugum í jákvæðar. Lánshæfismat bankans er því BBB+/A-2 með jákvæðum horfum.
Á mynd er stjórn sjóðsins: Vilhelm Már Þorsteinsson, forstjóri Eimskips, Vigdís S. Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins,  Jón Þ. Sigurgeirsson, formaður bankaráðs Landsbankans, Lilja B. Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans og Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands.  
11. nóv. 2024
Háskólasjóður Eimskipafélagsins 60 ára
Í dag, 11. nóvember, eru 60 ár liðin frá því að Háskólasjóður hf. Eimskipafélags Íslands var stofnaður. Sjóðurinn var stofnaður til minningar um þá Vestur-Íslendinga sem tóku þátt í stofnun Eimskipafélagsins.
11. nóv. 2024
Nýjung í útgáfu Greiningardeildar – fréttabréf á ensku
Mánaðarlegt fréttabréf Greiningardeildar Landsbankans kemur nú einnig út á ensku. Um er að ræða vandaða samantekt á öllum helstu hagstærðum, þróun og horfum í efnahagsmálum.
Fjölskylda
8. nóv. 2024
Netspjallið í appinu – og fleiri nýjungar!
Netspjall Landsbankans er nú aðgengilegt í Landsbankaappinu en þar er bæði hægt að spjalla við starfsfólk í Þjónustuveri og spjallmenni bankans. Þetta er ein af fjölmörgum nýjungum í appinu sem verður sífellt öflugra.
29. okt. 2024
Fjármálamót um lífeyri og netöryggi víða um land 
Á næstu vikum býður Landsbankinn til Fjármálamóts, fræðslufunda um lífeyrismál og netöryggi víðs vegar um landið. Í þessari fundaröð ætlum við að heimsækja Reykjanesbæ, Akureyri, Selfoss og Reyðarfjörð.  
Stúlka með síma
28. okt. 2024
Færð þú örugglega upplýsingar um tilboðin okkar?
Við bjóðum reglulega tilboð í samvinnu við samstarfaðila okkar. Í sumum tilvikum missa viðskiptavinir af upplýsingum um tilboðin og ýmis fríðindi af því að þeir hafa afþakkað að fá sendar upplýsingar frá bankanum. Það er einfalt að breyta því vali í Landsbankaappinu eða netbankanum.
18. okt. 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 10
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 18. október til klukkan 10 laugardaginn 19. október.
Hagspá Landsbankans
15. okt. 2024
Landsbankinn gefur út hagspá til 2027
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1%.
Landsbankinn
4. okt. 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi miðvikudaginn 9. október 2024. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur