Fréttir

Hagn­að­ur Lands­bank­ans 25,5 millj­arð­ar króna árið 2012

Rekstrarhagnaður Landsbankans nam 25,5 milljörðum króna eftir skatta á árinu 2012 samanborið við 17,0 milljarða króna á árinu 2011. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 12,0% samanborið við 8,4% arðsemi á árinu 2011. Eiginfjárhlutfall bankans (CAR – Capital Adequacy Ratio) hefur aldrei verið hærra og nam það 25,1%.
7. mars 2013

Rekstrarhagnaður Landsbankans nam 25,5 milljörðum króna  eftir skatta á árinu 2012 samanborið við 17,0 milljarða króna  á árinu 2011. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 12,0% samanborið við 8,4% arðsemi á árinu 2011. Eiginfjárhlutfall bankans (CAR – Capital Adequacy Ratio) hefur aldrei verið hærra og nam það 25,1%. Í ársbyrjun 2010 var hlutfallið 14,9%.

Steinþór Pálsson, bankastjóri segir:

„Afkoma ársins 2012 er góð og bankinn býr að sterkri eiginfjár- og lausafjárstöðu sem gefur honum sóknarfæri. Styrkur bankans felst ekki síður í viðskiptavinum hans  og er sérstaklega ánægjulegt að sjá að ánægðustu viðskiptavinir fjármálafyrirtækja eru hjá Landsbankanum samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni. Enn er þó verk að vinna. Tryggja þarf bankanum örugga langtímafjármögnun eigi síðar en 2015, ljúka endurskipulagningu skulda viðskiptavina, fá niðurstöðu um endurútreikning gengistryggðra lána og tryggja hagkvæmni í rekstri þannig að stöðugt sé hægt að bæta þjónustuna við viðskiptavini og skila þeim, hluthöfum og samfélaginu ávinningi af starfi bankans til framtíðar.“

Ársuppgjör 2012

Afkomukynning

Fréttatilkynning vegna ársreiknings 2012

Kennitölur (m. kr.)

2012

2011

Hagnaður eftir skatta

25.494

16.957

Arðsemi eigin fjár eftir skatta

12,0%

8,4%

Eiginfjárhlutfall (CAR)*

25,1%

21,4%

Vaxtamunur í hlutfalli af meðalstöðu heildareigna

3,2%

2,9%

Kostnaðarhlutfall**

45,0%

40,6%

Heildareignir

1.084.787

1.135.482

Útlán í hlutfalli við innlán viðskiptavina

158,2%

144,1%

Stöðugildi

1.233

1.311

*Capital Adequacy Ratio (CAR)  **Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls / (Hreinar rekstrartekjur - virðisbreytingar útlána)

Rekstarreikningur

Rekstarhagnaður bankans á árinu 2012 nam 25,5 milljörðum króna í samanburði við 17,0 milljarða króna á árinu 2011. Stórar sveiflur eru í rekstarliðum milli ára og endurspeglar það þá óvissu sem enn er í rekstarumhverfi bankans. Á árinu 2011 gjaldfærði bankinn háar fjárhæðir vegna gengislánadóma en innleysti á móti umtalsverðan hagnað af sölu hluta- bréfa og annarra eigna. Rekstarkostnaður jókst á árinu 2012 meðal annars vegna aukinnar skattlagningar á laun, hærri gjalda vegna rekstrar eftir- litsaðila og hærra iðgjalds í Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta. Eftir því sem óvissu léttir munu sveiflur í rekstarafkomu minnka og skýrari mynd komast á grunnrekstur bankans.

Hreinar vaxtatekjur námu 35,6 milljörðum króna á árinu 2012 í samanburði við 32,6 milljarða króna á árinu 2011. Auknar hreinar vaxtatekjur skýrast meðal annars af innborgun inn á skuldabréfið við LBI og áhrifum af yfirtöku SpKef sem var ekki að fullu inn í rekstarreikningi 2013. Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildareigna var 3,2% á árinu 2012 en 2,9% á árinu 2011. Auk skýringa er lúta að auknum hreinum vaxtatekjum má rekja hækkunina til aukins hlutfalls vaxtaberandi eigna af heildareignum, lægri skuldsetningu og hækkandi eiginfjárstöðu.

Hreinar þjónustutekjur námu 4,4 miljörðum króna á árinu 2012 sem er sama fjárhæð og á árinu 2011.

Á árinu 2012 færir bankinn 4,6 milljarða króna til tekna undir liðnum gjald- eyrisgengismunur. Á árinu 2011 færði bankinn hinsvegar um 800 milljónir króna til gjalda vegna gjaldeyrisstöðu sinnar.

Aðrar rekstartekjur námu 8,9 milljörðum króna á árinu 2012 í samanburði við 18,0 milljarða króna á árinu 2011. Munurinn skýrist aðallega af hagnaði af eignum til sölu, en bankinn seldi meðal annars stóran eignarhlut í Framtakssjóði Íslands á árinu 2011. Aðrar rekstrartekjur ársins 2012 skiptast í hagnað af hlutabréfum um 6 milljarðar króna og 3ja milljarða króna tekjur af markaðsskuldabréfum.

Rekstrarreikningur (m. kr.)

2012

2011

Breyting

%

Hreinar vaxtatekjur

35.584

32.649

2.935

9%

Virðisbreyting

-4.391

-23.587

19.196

-81%

Hreinar vaxtatekjur eftir virðisbreytingu

31.193

9.062

22.131

224%

Hreinar þjónustutekjur

4.448

4.424

24

1%

Gjaldeyrisgengismunur

4.566

-759

5.325

701%

Aðrar rekstrartekjur

8.934

18.017

-9.083

-50%

Afkoma fyrir rekstrarkostnað

49.141

30.743

18.398

60%

Rekstrarkostnaður

24.105

22.055

2.050

9%

Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga, að frádregnum skatti

2.449

1.418

1.031

73%

Hagnaður fyrir skatta

27.485

10.105

17.380

172%

Áætlaður tekju- og bankaskattur

4.125

-597

4.722

-791%

Hagnaður af reglulegri starfsemi

23.360

10.703

12.657

118%

Hagnaður af aflagðri starfsemi, að frádregnum skatti

2.134

6.255

-4.121

-66%

Hagnaður tímabilsins

25.494

16.957

8.537

50%

Skattar og gjöld vegna reksturs ríkisstofnana (m. kr.)

2012

2011

Breyting

%

Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki*

1.200

814

386

47%

Sérstakur fjársýsluskattur á laun**

620

0

620

FME og Umboðsmaður skuldara

620

517

103

20%

Tryggingasjóður innstæðueigenda

1.042

583

459

79%

Reiknaður tekjuskattur

2.925

-1.411

4.336

*Skattur sem byggir á bókfærðu virði skulda í lok árs.  **5,45% skattur á laun. Bókast meðal launa og tengdra gjalda í árshlutareikningi.

Rekstrarkostnaður

Rekstrarkostnaður hækkaði nokkuð á árinu 2012. Stór hluti af hækkuninni tengist auknum opinberum álögum og starfsemi sem rekja má til samein- inga við önnur fjármálafyrirtæki, auk kostnaðar við hagræðingu og endur- skipulagningu skulda viðskiptavina. Þrátt fyrir aukinn rekstarkostnað var kostnaðarhlutfallið viðunandi og var það 45% fyrir árið 2012. Markmið bankans er að kostnaðarhlutfall sé jafnan innan við við 50%. Kostnaðarhlutfallið sýnir hlutfall rekstargjalda bankans á móti hreinum rekstar- tekjum að undanskildum virðisbreytingum útlána.

Launakostnaður hækkar um 10% á milli ára en þar af er um helmingur vegna sérstaks fjársýsluskatts sem nú leggst á fjármálafyrirtæki.

Virðisbreyting lánasafns

Virðisbreytingar útlána hafa áfram mikil áhrif á sveiflur í rekstarafkomu. Á árinu 2012 er færð virðisrýrnun á útlán upp á 4,4 milljarða króna í samanburði við 23,6 milljarða virðisrýrnun á árinu 2011. Breytingin milli ára skýrist fyrst og fremst af dómum um ólögmæti gengistryggðra lána sem féllu á árinu 2011 og varúðarfærslu vegna þeirra.

Frá því gengið var frá kaupum Landsbankans á eignum LBI hf. hefur Landsbankinn gjaldfært um 20,4 milljarða króna vegna virðisrýrnunar lánasafnsins. Þar af hefur bankinn gjaldfært um 15,8 milljarða vegna lánasafns einstaklinga og um 4,6 milljarða króna vegna lánasafns fyrirtækja.

Endurskipulagning skulda viðskiptavina

Endurskipulagning skulda einstaklinga og fyrirtækja hefur verið eitt af meginverkefnum Landsbankans undanfarin ár.

Öll ólögmæt gengistryggð lán í Landsbankanum hafa verið endurútreiknuð en vegna dóma Hæstaréttar nr. 600/2011 og 464/2012, þá mun bankinn þurfa að endurreikna lán til samræmis við niðurstöður þessara dómsmála. Að mati Landsbankans hafa dómar Hæstaréttar ekki umtalsverð áhrif á fjárhag bankans, umfram það sem áður hefur verið gerð grein fyrir. Í uppgjöri fyrir árið 2011 voru gjaldfærðir 38 milljarðar króna undir liðnum „Tap af gengistryggðum útlánum og kröfum á viðskiptavini“ til samræmis við sviðsmynd sem FME óskaði eftir að fjármálafyrirtæki notuðu sem viðmið við útreikning á áhrifum dóms Hæstaréttar nr. 600/2011. Til viðbótar hafa verið gjaldfærðir 2,1 milljarður á árinu 2012 í kjölfar dóms nr. 464/2012. Að mati bankans þarf fleiri dómsmál til að hægt verði að klára alla endurútreikninga.

Í árslok hafði Landsbankinn lokið endurskipulagningu skulda tæplega 1.200 fyrirtækja. Flest öll þeirra fyrirtækja sem áttu í erfiðleikum og bankinn mat sem lífvænleg þegar hafist var handa við það umfangsmikla verkefni að endurskipuleggja skuldir íslenskra fyrirtækja í kjölfar hrunsins í október 2008, hafa nú fengið lausn sinna mála.

Fjármögnun

Fjármögnun Landsbankans skiptist í fjóra þætti. Innlán frá viðskiptavinum er stærsti fjármögnunarliður bankans og námu þau um 421 milljörðum króna í lok árs 2012 og drógust lítillega saman. Þá fjármagnar bankinn sig með lántöku í formi skuldabréfaútgáfa sem og með innlánum frá fjármálafyrirtækjum. Síðast en ekki síst fjármagnar bankinn sig með framlagi eigenda í formi eigin fjár.

Innlán fjármálafyrirtækja

Innlán fjármálafyrirtækja eru rúmlega 90 milljarðar króna og ber þar helst að nefna innlán frá erlendum fjármálafyrirtækjum í íslenskum krónum. Innlánin hafa lækkað á síðustu tveimur árum og tengist það þátttöku erlendu fjármálafyrirtækjanna í gjaldeyrisútboðum Seðlabanka Íslands þar sem færi gefst á að skipta aflandskrónum fyrir evrur.

Innlán viðskiptavina

Innlán viðskiptavina eru sem fyrr segir stærsti einstaki fjármögnunarliður bankans. Mikill meirihluti innlána bankans er óverðtryggður og óbundinn.

Undanskilin eru fastvaxtainnlán sem bættust við vöruframboð bankans á seinni hluta ársins 2011, en þau hafa reynst mjög stöðug fjármögnun undanfarin misseri. Verðtryggð innlán námu rúmum 100 milljörðum króna í árslok 2012.

Lántaka og uppgjör við LBI hf.

Lántaka Landsbankans í núverandi formi er eingöngu skuldabréfaútgáfa til LBI hf., en um hana var samið við tilfærslu eigna og skulda frá Landsbanka Íslands hf. til Landsbankans. Um er að ræða tvíþætta lántöku; skuldabréf „A“ og skilyrt skuldabréf (e. Contintgent Bond).

  • Skuldabréf (Bond A)

Skuldabréfið er í EUR, USD og GBP. Bréfið er með ársfjórðungslegum afborgunum, fyrsti gjalddagi höfuðstóls var 2014 og lokagjalddagi er 2018. Landsbankinn mun greiða næst af bréfinu 2015 þar sem hann greiddi uppá öðrum ársfjórðungi 2012 fyrstu fimm gjalddaga bréfsins með fyrirfram- greiðslu til LBI hf.

  • Skilyrt skuldabréf

Skilyrta skuldabréfið er tengt mögulegri virðisaukningu á hluta af lána- safni Landsbankans. Vaxtakjör og afborganaferli skilyrta skuldabréfsins er hið sama og á ofangreindu skuldabréfi. Skilyrta skuldabréfið verður gefið út í lok mars 2013 og mun bera vexti frá ársbyrjun sama árs. Bókfærð staða skilyrta skuldabréfsins m.v. 31. desember 2012 var rúmir 87 milljarðar króna. Endanleg fjárhæð á bréfinu byggist á mati erlendra sérfræðinga á 18 skilgreindum eignum og getur hæst orðið 92 milljarðar króna. Verði niðurstaða þeirra önnur en í uppgjöri bankans breytist fjárhæð skuldabréfsins og hugsanlega getur komið til breytinga á eignum til samræmis og færast þá slíkar breytingar í bækur bankans á árinu 2013. Ef útgáfa skilyrta skuldabréfsins nær hámarki mun LBI hf. láta alla eignarhluti sína í Landsbankanum af hendi en annars hlutfallslega miðað við útgáfufjárhæð. Stærsti hluti hlutabréfanna mun renna til ríkisins en allt að 2% af heildarhlutafé í Landsbankanum gæti runnið til starfsmanna.

Erlend endurfjármögun

Landsbankinn hefur að leiðarljósi að tryggja á hverjum tíma bestu mögu- legu fjármögnun bankans. Stór þáttur í því er aðgengi bankans að erlendum lánamörkuðum. Stefnt er að því að endurfjármagna, að minnsta kosti að hluta, skuldir bankans við LBI hf. með skuldabréfaútgáfu á alþjóðlegum lánamörkuðum eigi síðar en árið 2015 ef ekki koma til önnur úrræði. Til þess að styðja við það markmið vinnur bankinn nú að því að afla sér láns- hæfismats hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum á lánamarkaði.

Sértryggð skuldabréf

Landsbankinn stefnir að því að gefa út sértryggð skuldabréf, sem skráð verða í Kauphöll Íslands. Útgáfa sértryggðu skuldabréfanna er hugsuð sem fjármögnun fyrir íbúðalánasafn bankans og ekki síður til lágmörkunar á fastvaxtaáhættu bankans.

Áhrif virðisbreytinga útlána á rekstur Landsbankans

Endurmat útlánasafna

127.520

Bókfært tap vegna ólögmætrar gengistryggingar

61.003

Skilyrt skuldabréf

87.474

Samtals

20.957

Þegar tekið hefur verið tillit til endurmats eignasafna Landsbankans, áhrif af ólögmætri gengistryggingu útlána og útgáfu skilyrts skuldabréfs eru áhrif á rekstur bankans neikvæð um 21 milljarð króna.

Afkoma ríkisins af fjárfestingu í Landsbankanum (m. kr.)

Upphafleg fjárfesting

122.000

Verðmæti eignarhlutar 2012*

218.822

Virðisbreyting

96.822

Greiddir vextir

36.495

Greiddur arður

-

Núvirðing vaxta- og arðgreiðslna

5.090

Fjármagnskostnaður

41.585

Hrein afkoma ríkisins

55.237

*Miðað við hlutdeild í bókfærðu virði eiginfjár Landsbankans.

Þrátt fyrir neikvæða afkomu af ofangreindum liðum hefur afkoma Ríkis- sjóðs af fjárfestingu í Landsbankanum verið með ágætum. Ríkissjóður greiddi fyrir sinn hlut í Landsbankanum í formi skuldabréfs, RIKH18, að nafnvirði 122 milljarðar króna. Frá því að samningar tókust hefur Ríkis- sjóður greitt samtals um 36,5 milljarða í vexti af skuldabréfinu en núvirði vaxtakostnaðarins er um 41,5 milljarðar króna ef miðað er við vaxtastig skuldabréfsins til núvirðingar. Hlutdeild Ríkisins í bókfærðu eigin fé hefur aukist um 97 milljarða króna frá stofnun bankans að teknu tilliti til hluta- bréfa sem munu renna frá LBI hf. til ríkisins þegar Landsbankinn gefur út skilyrta skuldabréfið. Afkoma ríkisins er því jákvæð um 55 milljarða króna þegar tekið hefur verið tillit til fjármagnskostnaðar.

Efnahagsreikningur

Heildareignir bankans námu 1.085 milljörðum króna í árslok 2012 og lækk- uðu þær um 4% á árinu. Meginbreytingar á efnahag Landsbankans á árinu 2012 voru tvennskonar. Annars vegar sala á 75% hlut í dótturfélaginu Reginn hf. sem skilaði Landsbankanum um 1,7 milljarðs króna söluhagnaði og létti um leið á efnahag bankans, en eignir til sölu lækkuðu úr 53,6 milljörðum króna í 25,3 milljarða króna á árinu. Hin meginbreytingin lítur að samkomu- lagi sem Landsbankinn hf. og LBI hf. náðu, um að Landsbankinn fyrirfram- greiddi fjórðung af höfuðstól svokallaðra A–skuldabréfa sem gefin voru út árið 2010 vegna mismunar á virði yfirtekinna eigna og skulda frá LBI.

Efnahagsreikningur (m. kr.)

2012

2011

Breyting 2012

%

Sjóður og innistæður í Seðlabanka

25.898

8.823

17.075

194%

Kröfur á lánastofnanir

64.349

100.133

-35.784

-36%

Markaðsskuldabréf

228.208

221.848

6.360

3%

Hlutabréf

36.881

46.037

-9.156

-20%

Útlán til viðskiptavina

666.087

639.130

26.957

4%

Aðrar eignir

38.044

65.959

-27.915

-42%

Eignir til sölu

25.320

53.552

-28.232

-53%

Samtals

1.084.787

1.135.482

-50.695

-4%

Innlán frá fjármálafyrirtækjum

98.718

112.876

-14.158

-13%

Innlán frá viðskiptavinum

421.058

443.590

-22.532

-5%

Lántaka

221.791

277.076

-55.285

-20%

Skilyrt skuldabréf

87.474

60.826

26.648

44%

Aðrar skuldir

29.687

31.485

-1.798

-6%

Skuldir tengdar eignum til sölu

893

9.385

-8.492

-90%

Eigið fé

225.166

200.244

24.922

12%

Samtals

1.084.787

1.135.482

-50.695

-4%

Lausafjárstaða bankans bæði í íslenskum krónum og erlendri mynt er áfram sterk. Lausafjáreignir námu tæpum 250 milljörðum króna í lok árs 2012. Greiðslugetuhlutfall innlána var 47,9% í árslok samanborið við 43,2% í byrjun ársins, en hlutfallið mælir laust fé sem hlutfall af heildar- innlánum. Fjármálaeftirlitið gerir kröfu um að hlutfallið sé að lágmarki 5%, en bankinn er með eigin markmið um að hlutfallið sé ekki lægra en 20%.

Útlán til viðskiptavina námu 666 milljörðum króna í lok árs 2012 sam- anborið við 639 milljarða í byrjun ársins og hækkuðu þau um 4% á árinu. Hækkun ársins skiptist í 49 milljarða króna vegna nýrra lána, 20 milljarða króna gengis- og verðbólguáhrif, 13 milljarða króna aukningu vegna sölu á Reginn sem fór út úr samstæðu bankans og 23 milljarða króna virðisaukn- ingu. Á móti þessari hækkun koma 77 milljarðar króna vegna afborgana viðskiptavina bankans.

Útlán

Útlánaþróun ársins er mjög áþekk og verið hefur undanfarin ár. Það sýnir fyrst og fremst takmarkaða eftirspurn eftir lánsfé og endurspeglar litla fjár- festingu í landinu. Heildarútlán bankans nema nú 666 milljörðum króna.

Vanskil

Vanskil útlána hjá Landsbankanum hafa minnkað jafnt og þétt, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Í lok árs 2010 námu þau 23,5% en hafa lækkað hratt frá þeim tíma. Heildarvanskil stóðu í 8% í árslok 2012.

Helstu tíðindi úr rekstri

  • Í mars samþykkti Fjármálaeftirlitið sölu og yfirfærslu allra sjóða frá rekstrarfélaginu Landsvaka hf. til rekstrarfélagsins Landsbréfa hf. Söluverðið nam 530 milljónum króna.
  • Hagræðingaraðgerðir sem fólu í sér sameiningu og lokun útibúa á Austurlandi, Vestfjörðum, Snæfellsnesi og í Reykjavík sem og sam- einingu deilda í höfuðstöðvum. Áætlaður sparnaður er 400 milljónir króna á ári.
  • Samningar náðust milli Landsbankans hf. og LBI hf. um að Lands- bankinn fyrirframgreiði fjórðung af höfuðstól svokallaðra A–skulda- bréfa sem gefin voru út árið 2010 vegna mismunar á virði yfirtekinna eigna og skulda frá LBI. Fyrirframgreiðslan var að jafnvirði rúmlega 73 milljarða króna í evrum, dollurum og pundum.
  • Í júní úrskurðaði úrskurðarnefnd um fjárhagslegt uppgjör vegna yfirtöku á SpKef að ríkið skyldi greiða Landsbankanum 19,2 milljarða króna. Landsbankinn gjaldfærði 2,9 milljarða króna vegna yfirtök- unnar.
  • Í júní seldi Landsbankinn 75% hlut í Reginn hf. í almennu hluta- fjárútboði. Eignarhaldsfélag Landsbankans hélt eftir 25% hlut.
  • Í júní lauk sölu allra lífvænlegra fyrirtækja í óskyldum rekstri sem Landsbankinn fékk yfirráð yfir í kjölfar rekstrarerfiðleika þeirra. Bankinn hefur lækkað verðmæti eigna til sölu um nálega 100 millj- arða króna á síðustu tveimur árum.
  • Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) samþykkti í júlí ríkisaðstoð þá sem veitt var til endurskipulagningar á Landsbankanum í kjölfar hruns fjár- málakerfisins á Íslandi árið 2008.
  • Landsbankinn hf. kynnti í september nýjar áherslur í stefnu Lands- bankans til ársins 2015. Samhliða nýjum stefnuáherslum gerði Lands- bankinn talsverðar breytingar á skipulagi bankans sem tóku gildi 1. október. Eftir breytingarnar fækkaði sviðum bankans úr níu í sjö.
  • Í september var tilkynnt um að útibú Landsbankans í Reykjanesbæ og afgreiðslur bankans í Garði og Vogum yrðu sameinuð á einn stað. Sameinuð starfsemi útibúsins verður til húsa í Reykjanesbæ. Áfram verður rekin afgreiðsla í Sandgerði.
  • Fjármálaeftirlitið veitti í september Landsbréfum sem er dótturfélag Landsbankans, leyfi til eignarstýringar. Landsbréf mun sjá um rekstur og stýringu eigna Horns, sem einnig er dótturfélag Landsbankans.
  • Í desember var afgreiðslu Landsbankans í Holtagörðum lokað og sameiningu útibúsins við útibúið Laugavegi 77 lokið. Sameinað útibú hefur nú flutt í nýtt og glæsilegt húsnæði við Borgartún.

Ársuppgjör 2012

Afkomukynning

Fréttatilkynning vegna ársreiknings 2012

Þú gætir einnig haft áhuga á
Stúlka með síma
12. júlí 2024
Enn einfaldara að byrja að nota Landsbankaappið
Nýskráning í Landsbankaappið hefur aldrei verið einfaldari og nú geta allir prófað appið án nokkurra skuldbindinga. Með þessu opnum við enn frekar fyrir aðgang að þjónustu Landsbankans.
Menningarnótt 2023
9. júlí 2024
24 verkefni fá úthlutað úr Menningarnæturpottinum
Í ár fá 24 spennandi verkefni styrki úr Menningarnæturpotti Landsbankans og Reykjavíkurborgar. Verkefnin miða meðal annars að því að færa borgarbúum myndlist, tónlist og fjölbreytta listgjörninga, bæði innan- og utandyra.
Austurbakki
5. júlí 2024
Fyrirtækjaráðgjöf verður ráðgjafi fjármálaráðuneytisins vegna sölu á eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans sem sjálfstæðan fjármálaráðgjafa við skipulagningu og yfirumsjón á fyrirhuguðu markaðssettu útboði eða útboðum á eftirstandandi eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf.
Björn A. Ólafsson
4. júlí 2024
Björn Auðunn Ólafsson til liðs við Landsbankann
Björn Auðunn Ólafsson hefur gengið til liðs við Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og hefur hann þegar hafið störf.
Landsbankinn.pl
3. júlí 2024
Meiri upplýsingar á pólsku á landsbankinn.pl
Við höfum bætt við pólskri útgáfu af Landsbankavefnum, til viðbótar við íslenska og enska útgáfu. Á pólska vefnum eru upplýsingar um appið okkar, greiðslukort, gengi gjaldmiðla, viðbótarlífeyrissparnað, rafræn skilríki, Auðkennisappið og fleira.
2. júlí 2024
Enn meira öryggi í Landsbankaappinu
Við höfum bætt stillingarmöguleikum við Landsbankaappið sem auka enn frekar öryggi í korta- og bankaviðskiptum. Nú getur þú með einföldum hætti lokað fyrir tiltekna notkun á greiðslukortum í appinu og síðan opnað fyrir þær aftur þegar þér hentar. Ef þörf krefur getur þú valið neyðarlokun og þá er lokað fyrir öll kortin þín og aðgang að appi og netbanka.
Arinbjörn Ólafsson og Theódór Ragnar Gíslason
20. júní 2024
Landsbankinn og Defend Iceland vinna saman að netöryggi
Landsbankinn og netöryggisfyrirtækið Defend Iceland hafa gert samning um aðgang að hugbúnaði villuveiðigáttar fyrirtækisins til að auka og styrkja varnir gegn árásum á net- og tölvukerfi Landsbankans.
14. júní 2024
Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu
Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og Landsbankaappinu og innan tíðar verður einnig hægt að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
14. júní 2024
Do logowania można używać aplikacji Auðkenni
Zwracamy uwagę na fakt, iż do logowania można używać aplikacji Auðkenni, jaki i do identyfikacji w bankowości elektronicznej i aplikacji bankowej. Ponadto niebawem będzie można składać kwalifikowane podpisy elektroniczne. Może to być szczególnie przydatne, gdy będziesz miał(a) dostęp do Internetu, ale nie będziesz miał(a) zasięgu sieci telefonicznej lub w przypadku zagranicznego numeru telefonu komórkowego.
Grænland
12. júní 2024
Fjárfestadagur Amaroq Minerals
Fjárfestadagur Amaroq Minerals verður í húsnæði Landsbankans í Reykjastræti 6, fimmtudaginn 13. júní kl. 14.00-16.00. Húsið opnar kl. 13.30 og að fundi loknum verður boðið upp á drykki og léttar veitingar.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur