Landsbankinn býður fjölbreytt úrval sparnaðarleiða, þar á meðal sparireikninga, sjóði og lífeyrissparnað. Verðbréfa- og lífeyrisþjónusta Landsbankans veitir aðstoð og ráðgjöf við uppbyggingu öflugs eignasafns.
Reglubundinn sparnaður er ein besta leiðin til að spara. Þú setur þér skýr markmið og ákveður hve háa upphæð þú vilt leggja mánaðarlega inn á sjóð eða sparireikning. Þú getur stofnað reglubundinn sparnað í netbanka einstaklinga.
Nánar um reglubundinn sparnað
Fá ráðgjöf
Landsbankinn býður upp á fjölmarga sparireikninga, allt frá óbundnum óverðtryggðum reikningum til bundinna verðtryggðra reikninga. Hægt er að stofna sparireikninga í netbanka Landsbankans.
Fjárfesting í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum er góð leið fyrir þá sem vilja ávaxta fé sitt í safni verðbréfa og annarra fjármálagerninga og dreifa þannig áhættu. Sjóðirnir eru í rekstri Landsbréfa hf. sem er dótturfélag Landsbankans.
Lögbundinn lífeyrissparnaður leggur grunninn að lífinu eftir starfslok með ævilöngum lífeyri og tryggir ennfremur rétt til örorku-, maka- og barnalífeyris. Viðbótarlífeyrissparnaður er viðbót við lögbundinn lífeyrissparnað. Hann er er þín eign sem erfist að fullu.
Landsbankinn veitir þjónustu við kaup og sölu verðbréfa og ráðgjöf um val á einstökum flokkum. Eiga má viðskipti með hlutabréf og sjóði í netbanka einstaklinga og gerast áskrifandi að kaupum í sjóðum.
Einkabankaþjónusta er sérhæfð fjármálaþjónusta fyrir einstaklinga og félög sem vilja byggja upp öflugt eignasafn og njóta um leið sérfræðiráðgjafar í fjárfestingum og bankaþjónustu. Þjónustan er sniðin að efnameiri viðskiptavinum bankans.
Landsbankinn býður fagfjárfestum þjónustu þar sem fjárfestingartækifæri eru vöktuð á skipulegum verðbréfamarkaði sem og utan skipulags verðbréfamarkaðar. Ráðgjöf við fjárfestingar er sérsniðin að þörfum viðskiptavinar.
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.
Vinsamlegast fylltu út formið til að panta tíma í Vesturbæjarútibúi