Lands­bank­inn hagn­ast um 12,7 millj­arða króna á fyrri helm­ingi árs­ins 2017

Afkoma Landsbankans var jákvæð um 12,7 milljarða króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins 2017 samanborið við 11,3 milljarða króna hagnað á sama tímabili árið 2016. Arðsemi eigin fjár á tímabilinu var 10,6% á ársgrundvelli samanborið við 8,6% á sama tímabili 2016 og kostnaðarhlutfall lækkar og er nú 43%.
27. júlí 2017 - Landsbankinn
Uuppgjör 2017

Kynning á afkomu

Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri Fjármála Landsbankans, kynnir afkomu bankans fyrir annan ársfjórðung ársins 2017 og ræðir helstu atriði rekstrarins á þeim tíma (02.41).

Hreinar vaxtatekjur voru 18,2 milljarðar króna og hækkuðu um 3,2% á milli tímabila. Hreinar þjónustutekjur námu 4,4 milljörðum króna og hækkuðu um 13,8% frá sama tímabili árið áður. Virðisbreytingar lækkuðu um 1 milljarð króna á milli tímabila og vanskilahlutfall heldur áfram að lækka, var 1,1% á fyrri helmingi ársins samanborið við 1,7% á sama tímabili 2016.

Rekstrartekjur bankans á fyrri helmingi ársins hækkuðu um 2,5% frá sama tímabili ári áður, úr 28,6 milljörðum króna í 29,3 milljarða króna. Aðrar rekstrartekjur námu 5,4 milljörðum króna samanborið við 4,8 milljarða króna sama tímabil árið áður og skýrist hækkunin aðallega af jákvæðum gangvirðisbreytingum á óskráðum hlutabréfum.

Vaxtamunur eigna og skulda nam 2,5% á fyrri helmingi ársins 2017 en var 2,3% á sama tímabili árið áður.

Rekstrarkostnaður bankans nam 12 milljörðum króna á fyrri helmingi ársins 2017 sem er lækkun um 1,7% miðað við sama tímabil árið 2016. Þar af var launakostnaður 7,1 milljarður sem er lækkun um 2,3% frá sama tímabili 2016. Annar rekstrarkostnaður lækkaði um 0,8% frá sama tímabili árið 2016 og var 4,9 milljarðar.

Kostnaðarhlutfall á fyrri helmingi ársins 2017 var 43,0% sem er lækkun um 4,3 prósentustig frá sama tímabili árið áður. Skýrist lækkunin einkum af jákvæðri þróun á mörkuðum ásamt lægri rekstrarkostnaði bankans.

Eigið fé Landsbankans var 238,9 milljarðar króna 30. júní sl. og eiginfjárhlutfallið var 27,6%.

Árshlutareikningur samstæðu 1H 2017

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Fjárhagsbók

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Afkoma Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2017 var góð og er til marks um stöðugan og traustan rekstur bankans. Rekstrartekjur héldu áfram að aukast, einkum vegna aukinna umsvifa í hagkerfinu og aukinnar markaðshlutdeildar bankans. Um leið veldur hagræðing því að rekstrarkostnaður minnkar.

Það er sérstaklega gleðilegt fyrir okkur að ánægja með þjónustu bankans hefur aukist og fleiri bera traust til bankans. Einnig sjáum við áframhaldandi jákvæða þróun í vanskilum því vanskilahlutfall viðskiptavina heldur áfram að lækka og er nú 1,1%.

Í júní greiddi Landsbankinn að fullu upp eftirstöðvar skuldabréfa sem árið 2009 voru gefin út til gamla Landsbanka Íslands hf., nú LBI ehf. Við nýttum okkur að Landsbankanum bjóðast sífellt betri kjör á erlendum fjármagnsmörkuðum og með því að greiða skuldabréfin upp sparast töluverður fjármagnskostnaður. Ávinningur af uppgreiðslu og endurfjármögnun skuldabréfanna mun koma fram að fullu í rekstrarreikningum bankans frá og með þriðja ársfjórðungi 2017 og bætt kjör á mörkuðum munu þar að auki bæta samkeppnishæfni bankans í útlánum í erlendri mynt.“

Helstu atriði úr rekstri á öðrum ársfjórðungi (2F) 2017

Rekstur

  • Hagnaður Landsbankans á 2F 2017 nam 5,1 milljarði króna, samanborið við 8,0 milljarða króna á sama fjórðungi 2016.
  • Arðsemi eigin fjár eftir skatta nam 8,6%, samanborið við 12,4% fyrir sama tímabil árið 2016.
  • Virðisbreytingar útlána voru neikvæðar um 478 milljónir á 2F 2017 en voru jákvæðar um 2 milljarða á sama ársfjórðungi 2016.
  • Hreinar vaxtatekjur námu 10,2 milljörðum króna í samanburði við 10,1 milljarð króna á sama ársfjórðungi árið 2016.
  • Hreinar þjónustutekjur námu 2,3 milljörðum króna en þær voru tæplega 1,9 milljarðar króna á 2F 2016.
  • Vaxtamunur eigna og skulda var 2,9% samanborið við 2,8% á 2F 2016.
  • Laun og launatengd gjöld nema 3,7 milljörðum króna og hækka um 2,7% á milli tímabila.
  • Rekstrarkostnaður að frátöldum launum og launatengdum gjöldum hækkar um 1,4% frá sama tímabili árið áður.
  • Kostnaðarhlutfall á öðrum ársfjórðungi 2017 var 43,6% samanborið við 40,8% á sama tíma árið áður.
  • Stöðugildi 30. júní 2017 voru 988 en voru 1.040 á sama tíma fyrir ári.

Efnahagur

  • Eigið fé Landsbankans nam í lok júní um 238,9 milljörðum króna og hefur það lækkað um 5% frá áramótum.
  • Eiginfjárhlutfall alls (Total Capital Ratio) þann 30. júní 2017 var 27,6% en var 28,9% í lok júní 2016. Það er vel umfram 22,1% lágmarkseiginfjárkröfu Fjármálaeftirlitsins.
  • Heildareignir bankans námu 1.171 milljarði í lok júní 2017.
  • Innlán viðskiptavina námu 628 milljörðum króna í lok júní 2017 samanborið við 589,7 milljarða króna í lok árs 2016.
  • Ný útlán til viðskiptavina á öðrum ársfjórðungi eru um 57 milljarðar króna, en að teknu tilliti til afborgana, virðisbreytinga og fleiri þátta lækka heildarútlán um tæpa 1,9 milljarða á tímabilinu.
  • Lausafjárstaða bankans er sterk sem fyrr, jafnt í erlendri mynt sem í íslenskum krónum, og er vel umfram lágmarkskröfur eftirlitsaðila. Heildarlausafjárhlutfall (LCR) var 183% í lok júní 2017.
Helstu niðurstöður (fjárhæðir í milljónum króna)
  1H 2017 1H 2016 2F 2017 2F 2016
Hagnaður eftir skatta 12.653 11.298 5.077 7.983
Arðsemi eigin fjár eftir skatta 10,6% 8,6% 8,6% 12,4%
Leiðrétt arðsemi eftir skatta * 11,1% 8,5% 9,9% 10,1%
Vaxtamunur eigna og skulda ** 2,5% 2,3% 2,9% 2,8%
Kostnaðarhlutfall *** 43,0% 47,3% 43,6% 40,8%

  30.06.17 30.06.16 31.12.16 31.12.15
Heildareignir 1.170.628 1.109.844 1.111.157 1.118.658
Útlán til viðskiptavina 870.483 827.241 853.417 811.549
Innlán frá viðskiptavinum 627.954 556.841 589.725 559.051
Eigið fé 238.944 247.291 251.231 264.531
Eiginfjárhlutfall alls (TCR) 27,6% 28,9% 30,2% 30,4%
Fjármögnunarþekja erlendra mynta 169% 145% 154% 136%
Heildarlausafjárhlutfall 183% 123% 128% 113%
Lausafjárhlutfall erlendra mynta 470% 684% 743% 360%
Gjaldeyrisjöfnuður 1.535 6.458 3.480 23.795
Vanskilahlutfall (>90 daga) 1,1% 1,7% 1,5% 1,8%
Stöðugildi 988 1.040 1.012 1.063

* Leiðrétt arðsemi eftir skatta = (Hagnaður eftir skatta – jákvæðar virðisbreytingar eftir skatta – skattur á heildarskuldir fjármálafyrirtækja – hagnaður af aflagðri starfsemi eftir skatta) / meðalstaða eigin fjár.

** Vaxtamunur eigna og skulda = (Vaxtatekjur / meðalstaða heildareigna) – (vaxtagjöld / meðalstaða heildarskulda).

*** Kostnaðarhlutfall = Rekstrargjöld alls / (Hreinar rekstrartekjur – virðisbreytingar útlána).

Aðrir þættir í rekstri bankans á fyrri helmingi ársins 2017

  • Hlutdeild Landsbankans á einstaklingsmarkaði á fyrri hluta árs 2017 var 38,8% samkvæmt mælingum Gallup, en var 37,6% á sama tímabili árið 2016.
  • Hlutdeild bankans á fyrirtækjamarkaði mælist nú 35,3% á ársgrundvelli samkvæmt mælingum Gallup.
  • Markaðir Landsbankans eru sem fyrr í forystusveit þegar kemur að veltu í kauphöll, hvort sem litið er til viðskipta með hlutabréf eða skuldabréf.
  • Könnun Gallup sýnir aukna ánægju með þjónustu Landsbankans og að viðskiptavinir bera aukið traust til bankans.
  • Í janúar var Lilja Björk Einarsdóttir verkfræðingur ráðin bankastjóri Landsbankans.
  • Nýr vefur Landsbankans, Umræðan, er besta efnis- og fréttaveitan og farsímabanki Landsbankans, l.is, besta vefappið að mati dómnefndar Íslensku vefverðlaunanna fyrir árið 2016.
  • Á aðalfundi Landsbankans 22. mars var samþykkt að bankinn greiði 24,8 milljarða króna í arð á árinu 2017. Annars vegar 13 milljarða króna arðgreiðslu vegna rekstrarársins 2016 og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 11,8 milljarðar króna.
  • Landsbankinn fékk endurvottun til næstu þriggja ára samkvæmt ISO 27001:2013 sem er staðall fyrir upplýsingaöryggi og meðferð trúnaðarupplýsinga. Vottun bankans samkvæmt ISO 27001 nær aftur til ársins 2007.
  • Landsbankinn tók í maí hæstu tilboðum sem bárust í allar níu eignir bankans á svæði 2 í Vogabyggð í Reykjavík.
  • Bankaráð Landsbankans ákvað í maí að byggja húsnæði fyrir starfsemi bankans við Austurhöfn í Reykjavík. Bankinn mun nýta um 10.000 m2 í nýju húsi, um 60% af flatarmáli hússins, en selja eða leigja frá sér um 6.500 m2 sem munu nýtast fyrir verslun og aðra þjónustu.
  • Í júní gerði Landsbankinn, fyrstur íslensku bankanna, sátt við Samkeppniseftirlitið sem felst í því að bankinn ræðst í aðgerðir til að efla samkeppni á sviði almennrar viðskiptabankaþjónustu við einstaklinga og lítil fyrirtæki.
  • Landsbankinn greiddi í júní að fullu upp eftirstöðvar skuldabréfa sem gefin voru út til gamla Landsbanka Íslands, nú LBI ehf., vegna eigna og skulda sem færðar voru frá LBI til bankans í október 2008. Þegar skuldabréfin til LBI voru upphaflega gefin út nam fjárhæð þeirra samtals um 350 milljörðum króna á þáverandi gengi, að teknu tilliti til skilyrts skuldabréfs sem var hluti af samningnum.
  • Norræni fjárfestingarbankinn og Landsbankinn skrifuðu í júní undir nýjan lánssamning til sjö ára að fjárhæð 75 milljónir Bandaríkjadala, að jafnvirði um 7,8 milljarða króna. Landsbankinn mun endurlána fjárhæðina til lítilla og meðalstórra fyrirtækja og umhverfistengdra verkefna á Íslandi.
  • Landsbankinn lauk í júní við skuldabréfaútgáfu í sænskum krónum en samtals voru gefin út skuldabréf fyrir 1 milljarð sænskra króna til þriggja ára. Talsverð umframeftirspurn var eftir bréfunum.

Árshlutareikningur samstæðu 1H 2017

Afkomukynning

Fréttatilkynning

Fjárhagsbók

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
19. mars 2025
Niðurstöður aðalfundar Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans, sem haldinn var 19. mars 2025, samþykkti að greiða 18.892 milljónir króna í arð til hluthafa.
Austurbakki
5. mars 2025
Aðalfundur Landsbankans 2025
Aðalfundur Landsbankans verður haldinn miðvikudaginn 19. mars 2025 kl. 16.00 í Reykjastræti 6, Reykjavík.
28. feb. 2025
Landsbankinn og TM eru betri saman!
Uppgjör og afhending vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. af Kviku banka fór fram í dag og hefur Landsbankinn tekið við rekstri félagsins. TM verður rekið sem dótturfélag Landsbankans.
Austurbakki
21. feb. 2025
Samkeppniseftirlitið samþykkir kaup Landsbankans á TM
Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt kaup Landsbankans á öllu hlutafé í TM tryggingum hf. með gerð sáttar milli bankans og eftirlitsins.
Austurbakki
13. feb. 2025
Opnu söluferli á hlut í Kea-hótelum lokið án sölu
Opnu söluferli á 35% eignarhlut Hamla ehf. sem er dótturfélags Landsbankans, í hótelkeðjunni Keahótelum ehf. er lokið, án þess að samningar hafi náðst um sölu.
Hjón úti í náttúru
13. feb. 2025
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans komin út
Árs- og sjálfbærniskýrsla Landsbankans fyrir árið 2024 er komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun og breytingar á þjónustu bankans, árangur í rekstri, trausta fjármögnun og áhættustjórnun, jákvæð áhrif bankans á samfélagið og ýmislegt fleira.
Austurbakki
11. feb. 2025
Landsbankinn gefur út AT1 verðbréf
Landsbankinn lauk í dag sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities (AT1)), að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala. Um er að ræða fyrstu AT1 útgáfu Landsbankans og voru bréfin seld til fjárfesta á föstum 8,125% vöxtum.
Austurbakki
30. jan. 2025
Uppgjör Landsbankans fyrir árið 2024
Hagnaður Landsbankans á árinu 2024 nam 37,5 milljörðum króna eftir skatta, samanborið við 33,2 milljarða króna árið áður.
Austurbakki
13. des. 2024
Góð kjör í útgáfu víkjandi skuldabréfa
Landsbankinn lauk í dag útboði víkjandi skuldabréfa sem teljast til eiginfjárþáttar 2 (e. Tier 2).
Austurbakki
23. okt. 2024
Uppgjör Landsbankans fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024
Hagnaður Landsbankans á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 nam 26,9 milljörðum króna eftir skatta, þar af 10,8 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi. Arðsemi eiginfjár var 11,7% samanborið við 10,5% á sama tímabili árið áður.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur