Perla hefur verið framkvæmdastjóri Áhættustýringar hjá Landsbankanum frá árinu 2010. Perla byggði upp mjög öfluga, skilvirka og trausta áhættustjórnun hjá bankanum, m.a. með því að innleiða rauntíma upplýsingagjöf um áhættu í allri starfsemi hans.
„Það er með stolti sem ég kveð bankann eftir ellefu viðburðarík ár þar sem ég hef öðlast mikla reynslu og unnið með frábæru fólki. Stefna og stjórnun, þar með talin áhættustjórnun, er til fyrirmyndar sem gerir Landsbankann að besta banka landsins,“ segir Perla Ösp Ásgeirsdóttir.
„Perla er kraftmikill leiðtogi sem hefur leitt Áhættustýringu af framsýni og öryggi í gegnum miklar breytingar. Við höfum átt frábært samstarf, meðal annars í gegnum nýlega stefnumótun bankans og úrlausnir vegna heimsfaraldurs. Fyrir hönd starfsfólks og stjórnar bankans þakka ég Perlu kærlega fyrir mjög gott starf og óska henni velfarnaðar,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.