Um stofn­un og rekst­ur styrkt­ar­sjóða

Styrktarsjóðir á Íslandi eiga sér langa hefð og gera má ráð fyrir að við þekkjum flest til einhverra styrktarsjóða og starfsemi þeirra. Í árslok 2018 voru yfir 700 styrktarsjóðir virkir á sjóðaskrá. Að ýmsu er að huga við stofnun og rekstur styrktarsjóða og hér er farið yfir helstu þættina.
13. nóvember 2019

Algengt er að sjóðir séu stofnaðir til minningar um látinn ástvin og er þá markmiðið meðal annars að halda á lofti nafni viðkomandi og því góða starfi sem hinn látni hefur unnið á sinni starfsævi. Að auki eru margir styrktarsjóðir stofnaðir til að styðja við tiltekin verkefni, svo sem rannsóknir eða vísindastörf. Ekki er greiddur erfðafjárskattur af gjöfum sem falla til félagasamtaka og sjálfseignarstofnana sem starfa að almannaheillum.

Styrktarsjóðir starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá í samræmi við lög nr. 19/1988. Lögunum er ætlað að tryggja yfirsýn yfir sjóði á Íslandi og eins að starfsemi þeirra samræmist markmiðum og tilgangi hvers sjóðs. Embætti sýslumannsins á Norðurlandi vestra annast framkvæmd laganna. Við stofnun sjóðs er það verkefni sýslumanns að yfirfara og staðfesta skipulagsskrá viðkomandi sjóðs, samþykkja breytingar og passa upp á að þær samræmist framangreindum lögum.

Í árslok 2017 voru heildareignir þeirra sjálfseignastofnana og sjóða sem skilað höfðu ársreikningum til Ríkisendurskoðunar tæpir 60 milljarðar króna. Þar af voru þrjár sjálfseignastofnanir með stærsta hluta þessara eigna eða rúma 37 milljarða króna samtals. Þess má geta að einungis 410 sjóðir höfðu í upphafi árs 2019 skilað ársreikningi fyrir árið 2017 og 54 sjóðir hafa aldrei skilað ársreikningi. Flestir sjóðanna, eða 349, eru með heildareignir undir 100 milljónum króna á meðan 10 sjóðir eru með eignir yfir 500 milljónum króna.

Ef við gerum ráð fyrir að stjórnarmenn í hverjum sjóði séu á bilinu þrír til fimm þá er ansi fjölmennur hópur, eða 2100 til 3500 manns, sem koma að og bera ábyrgð á rekstri sjóða, með einum eða öðrum hætti.

Stofnun styrktarsjóða

Það er að ýmsu að huga við stofnun styrktarsjóða. Margir styrktarsjóðir eiga sér langan líftíma og alla jafna eru úthlutanir úr sjóðunum takmarkaðar við tilgang og markmið sjóðanna samkvæmt skipulagsskrá þeirra. Það er því mikilvægt að gæta að því strax við stofnun sjóðs að sníða honum ekki of þröngan stakk og gæta að framsýni í tilgangi sjóðsins, þar sem margt getur breyst í tímans rás. Það getur verið bagalegt ef ákvæði skipulagsskrár eru orðuð með þeim hætti að ekki er hægt að úthluta úr sjóði þar sem verkefni eða styrkþegar finnast ekki vegna breyttra þjóðfélagshátta.

Ýmis önnur atriði er gott að hafa í huga við útfærslu á úthlutunarreglum. Þannig getur til dæmis verið breytilegt hvort rétt sé að horfa einungis til eins árs við mat á getu sjóðsins til úthlutunar eða, ef sveiflur eru í ávöxtun eigna sjóðsins, hvort réttara sé að miða við meðaltalsávöxtun nokkurra ára.

Úthlutun styrkja og ávöxtun eigna

Geta sjóða til úthlutunar styrkja byggir fyrst og fremst á heilbrigðum fjárhag og ber sjóðstjórn skylda til að halda bókhald og senda ársreikninga sjóðsins til Ríkisendurskoðunar. Mikilvægt er fyrir stjórnir sjóða að gæta að öryggi og ávöxtun eigna til að ná markmiðum sjóðsins. Þó mikilvægt sé að viðhalda höfuðstól með góðri ávöxtun þá geta miklar sveiflur í ávöxtun verið bagalegar þar sem stöðugleiki í styrkveitingum getur skipt sköpum fyrir framgang ákveðinna verkefna. Þannig getur verið skynsamlegt fyrir sjóðstjórn að styðjast við ákveðið verklag til að tryggja eftir föngum varðveislu og ávöxtun fjármuna í samræmi við upphaflegan tilgang sjóðsins og til að viðhalda möguleikanum á að veita styrki.

Þá þarf að huga að samræmi á milli markmiða sjóðs og fjárfestingarstefnu sem sett er hverju sinni fyrir eignir sjóðs og mikilvægt að yfirfara og endurskoða með reglubundnum hætti. Alla jafna er stefnt að löngum líftíma sjóða en á móti kemur að upphæðir styrkveitinga eru oft miðaðar við stutt tímabil eða eitt uppgjörsár og þess þarf fjárfestingarstefna að taka tillit til.

Hvað varðar möguleika styrktarsjóða til ávöxtunar er mikilvægt að huga að góðri eignadreifingu, nýta þá ávöxtunarkosti sem í boði eru og sem falla að markmiðum sjóðsins. Blandaðir verðbréfasjóðir þar sem hugað er að góðri áhættudreifingu og val er um áhættu í samræmi við markmið og fjárfestingartíma geta verið hentug leið fyrir styrktarsjóði. Slíkir verðbréfasjóðir eru alla jafna sjóðasjóðir og því er fjármagnstekjuskattur einungis greiddur af innlausnum. Gott framboð er af slíkum sjóðum og eru meðal annars í boði sjóðir sem eru með skuldabréf með ábyrgð ríkisins sem stærstu undirliggjandi eign. Þó getur verð slíkra bréfa sveiflast og því er mikilvægt að huga að fleiri eignaflokkum til að dreifa áhættu og auka möguleika á ávöxtun. Dæmin sýna að til lengri tíma skilar vel samsett eignasafn hagstæðari ávöxtun en vextir á innlánsreikningum.

Skattar hafa áhrif

Styrktarsjóðir eru undanþegnir tekjuskatti samkvæmt lögum um tekjuskatt nr. 90/2003 en eru ekki undanþegnir greiðslu fjármagnstekjuskatts, sem er í dag 22%. Fjármagnstekjuskattur getur haft veruleg áhrif á afkomu og getu sjóða til að greiða út styrki. Í samantekt sem Deloitte gerði fyrir Háskóla Íslands í upphafi árins 2018 kom m.a. fram að umhverfi styrktarsjóða á Íslandi væri að þessu leyti frábrugðið því sem þekkist erlendis þar sem sjóðir væru allajafna undanþegnir fjármagnstekjuskatti. Í samantekt Deloitte kom einnig fram að einn stærsti styrktarsjóður landsins, Háskólasjóður H/f Eimskipafélagsins, greiddi að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitti í styrki.

Þá býðst fyrirtækjum tækifæri til lækkunar tekjuskatts með fjárframlögum í viðurkennda góðgerðastarfsemi líkt og styrktarsjóði. Hér er upplagt tækifæri fyrir fyrirtæki að slá tvær flugur í einu höggi - styrkja gott málefni og lækka skatta.

Þjónusta fyrir styrktarsjóði

Landsbankinn býður styrktarsjóðum og hagsmunasamtökum upp á alhliða eignastýringarþjónustu þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu, ábyrga ráðgjöf og upplýstar ákvarðanir. Fjölbreytt flóra styrktarsjóða er í viðskiptavinahópi eignastýringar Landsbankans þar sem starfsmenn búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu.

Í boði er fagleg ráðgjöf þar sem meðal annars er aðstoðað við að setja upp fjárfestingarstefnu í samræmi við markmið og eignasafn hvers sjóðs. Yfirsýn yfir fjárhagslega stöðu er nauðsynleg og er reglubundin upplýsingagjöf mikilvægur þáttur í þjónustunni. Yfirlit sem sýna stöðu og þróun safnsins eru send út reglulega og ávallt aðgengileg í netbankanum. Að auki eru reglubundnir upplýsingafundir með forsvarsaðilum hvers sjóðs þar sem farið er yfir ávöxtun og þróun þeirra fjármuna sem er í stýringu og borin saman við markmið sjóðsstjórnar. Losa má fjármagn án fyrirhafnar og með stuttum fyrirvara.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Guðrún Tinna Ólafsdóttir
18. jan. 2021

Svanni veitir góðum hugmyndum kvenna brautargengi

 „Svanni eflir konur í fyrirtækjarekstri og gerir þeim kleift að framkvæma góðar hugmyndir. Þannig stuðlar hann að nýsköpun og blómlegu atvinnulífi,“ segir Guðrún Tinna Ólafsdóttir, stjórnarformaður Svanna - lánatryggingasjóðs kvenna. Landsbankinn er bakhjarl sjóðsins sem hefur opnað fyrir umsóknir.
Dagatal Landsbankans 2021
22. des. 2020

Dagatal Landsbankans 2021: Tækniframfarir og samfélagsbreytingar

Aðlögunarhæfni mannskepnunnar er ótrúleg sem er ómetanlegt í heimi sem tekur jafn örum breytingum og sá sem við byggjum. Hugviti mannfólksins virðist lítil mörk sett og hraði tækniþróunar slíkur að erfitt getur verið að átta sig á því hversu mikið hefur breyst á stuttum tíma.
Starfsfólk í hjálparstarfi
18. des. 2020

Fólk vill láta gott af sér leiða

Hjálpar- og styrktarfélög hafa ekki farið varhluta af heimsfaraldri og öllum þeim nýju lögmálum og siðum sem heimurinn hefur þurft að tileinka sér árið 2020.
Vindmyllur
19. nóv. 2020

Mikilvægt að þekkja raunveruleg umhverfisáhrif banka

Í gegnum tíðina hafa umhverfisáhrif banka gjarnan verið talin smávægileg. Bankar eru að upplagi skrifstofufyrirtæki og rekstur þeirra krefst ekki beinnar notkunar á auðlindum eða mengandi efnum í stórum stíl. Bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa því ekki verið sett undir sama hatt og verksmiðjur, flugfélög eða önnur starfsemi sem sýnilega hefur bein áhrif á umhverfið. Í dag er hinsvegar gerð skýr krafa um að bankar mæli og greini frá óbeinum umhverfisáhrifum sínum.
5. nóv. 2020

Loksins skýrar leikreglur: Ný sjálfbærniviðmið Evrópusambandsins

Undanfarin ár hefur verið þrýst á fjármagnsmarkaði að beina fjármagni í verkefni sem stuðla að sjálfbærri framtíð. Samræmdar reglur og viðmið hefur hins vegar skort. Nýtt flokkunarkerfi Evrópusambandsins á sviði sjálfbærra fjármála samræmir verklag og setur sjálfbærniviðmið sem fjármagnsmarkaðir geta stuðst við til að ná markmiðum í loftslagsmálum.
2. nóv. 2020

Raunveruleg umhverfisáhrif fjármálafyrirtækja

Við mat á umhverfisáhrifum fjármálafyrirtækja nægir ekki að skoða losun gróðurhúsalofttegunda út frá beinum rekstri. Raunverulegt umhverfisspor þeirra markast í gegnum útlán og fjárfestingar og því er nauðsynlegt að mæla það sérstaklega.
6. okt. 2020

Gulleggið - Skemmtilegur stökkpallur fyrir frumkvöðla

„Ef þú lumar á góðri hugmynd er um að gera að koma henni í framkvæmd. Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er tilvalinn vettvangur til þess,“ segir Edit Ómarsdóttir verkefnastjóri hjá Icelandic Startups. Landsbankinn hefur verið einn helsti bakhjarl Gulleggsins frá upphafi.
25. júní 2020

Loftslagsbreytingar auka og breyta áhættu í fjármálageiranum

Áhrif loftslagsbreytinga á fjármálageirann og fjármálafyrirtæki koma aðallega fram eftir tveimur leiðum. Í fyrsta lagi vegna tjóns á eignum, innviðum og landgæðum. Í öðru lagi vegna umbreytingaáhættu, þ.e. áhrifanna af breytingum sem er ætlað að koma í veg fyrir frekari hlýnun, s.s. með nýrri tækni, nýjum reglum og breyttum viðhorfum og væntingum á eigna- og fjármagnsmörkuðum.
24. júní 2020

Beinn og óbeinn kostnaður vegna loftslagsbreytinga

Kostnaður við að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að hlýnun haldist innan við 2°C fram til 2050 er gífurlegur. Í því sambandi er mikilvægt að greina á milli kostnaðar til skamms tíma og til lengri tíma. Aðgerðir sem virðast vera mjög dýrar til skemmri tíma geta reynst ódýrar í lengri tíma samhengi vegna þeirrar nýsköpunar sem þær kunna að leiða til. Ekki má heldur gleyma því að aðgerðir sem farið er í strax gætu bætt lífsgæði fólks mikið.
24. júní 2020

Baráttan gegn loftslagsvandanum krefst mikils fjármagns

Hlutverk fjármálageirans er og verður mjög stórt í öllum þeim aðgerðum sem nauðsynlegar eru til þess að ná tökum á loftslagsvandanum. Markmið íslenskra stjórnvalda er að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Fjárfestingaþörfin er gífurleg og til þess að uppfylla þá þörf þarf að beina miklu fjármagni á rétta staði og í rétt verkefni.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Tryggja virkni vefsins

Greina notkun svo við getum mælt og aukið gæði vefsins

Notaðar til að birta persónubundnar auglýsingar

Nánar um vefkökur