Raun­veru­leg um­hverf­isáhrif fjár­mála­fyr­ir­tækja

Við mat á umhverfisáhrifum fjármálafyrirtækja nægir ekki að skoða losun gróðurhúsalofttegunda út frá beinum rekstri. Raunverulegt umhverfisspor þeirra markast í gegnum útlán og fjárfestingar og því er nauðsynlegt að mæla það sérstaklega.
2. nóvember 2020

Landsbankinn leggur áherslu á þrjú heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í sinni starfsemi sem miða að því að hámarka jákvæð áhrif bankans á umhverfið. Eitt þeirra, heimsmarkmið 12, fjallar um ábyrga neyslu og framleiðslu. Með því að vinna að því markmiði skapast hegðunarmynstur sem leiðir til minni kolefnislosunar. „Áhrif fjármálafyrirtækja á umhverfið eru að mestu leyti óbein en eru að öllum líkindum töluverð,“ segir Dr. Reynir Smári Atlason, sérfræðingur í sjálfbærni hjá Landsbankanum. Það þýðir að þegar fjármálafyrirtæki gefur upp losun gróðurhúsalofttegunda frá sínum rekstri er yfirleitt aðeins lítill hluti sögunnar sagður. „Mestu loftslagsáhrif fjármálafyrirtækja, og þá sérstaklega banka, eru í gegnum lána- og eignasöfn þeirra. Þar liggja gríðarleg tækifæri fyrir banka til að hafa jákvæð áhrif í þágu sjálfbærni, í gegnum verkefnin sem þeir kjósa að lána til eða fjárfesta í. Og þetta þarf að mæla til að sjá raunverulega áhrifin,“ segir Reynir Smári.

Þróa alþjóðlegan loftlagsmæli fyrir banka

Það hefur hingað til reynst bönkum erfitt að birta upplýsingar um óbeina losun gróðurhúsalofttegunda, því aðferðafræðina hefur einfaldlega skort og upplýsingagjöf um útlána- og fjárfestingasafn banka hefur verið mjög mismunandi. „Landsbankinn tók mjög stórt skref fram á við á síðasta ári þegar hann gerðist aðili að alþjóðlega verkefninu PCAF (e. Partnership for Carbon Accounting Financials), einn banka á Íslandi. Innan PCAF er þróuð aðferðafræði til að reikna og skilja óbeina kolefnislosun fjármálafyrirtækja. Sérfræðingar Landsbankans taka virkan þátt í að þróa loftlagsmæli sem er sérsniðinn að fjármálafyrirtækjum og gerir þeim kleift að mæla og greina frá kolefnislosun í lána- og eignasafni þeirra. Erlendir bankar eru nú þegar byrjaðir að birta upplýsingar um óbein umhverfisáhrif, sem byggjast á þessari aðferðafræði. Landsbankinn hefur sett sér það markmið að birta upplýsingar um losunarumfang lána- og eignasafn síns. Þetta markmið verður unnið í gegnum aðild að PCAF-loftslagsmælinum. Það er flókið og vandasamt verkefni að kortleggja kolefnislosun lána- og eignasafna en þessi aðferðafræði miðar að því að gera bönkum kleift að mæla losunina á vísindalegan og samræmdan hátt,“ segir Reynir Smári.

Flokkunarkerfi ESB notað til að sigta út fjárfestingarkosti sem stuðla að sjálfbærni

Rekstur fyrirtækja og þau verkefni sem ráðist er í hafa eðlilega mismunandi og mismikil umhverfisáhrif. Það er því gjarnan erfitt fyrir fjárfesta að vita hvort fjárfestingarverkefni, eða rekstur fyrirtækja stuðli almennt að sjálfbærni. Á yfirborðinu getur verkefni eða rekstur lofað góðu með tilliti til sjálfbærni, en óbein áhrif geta þó verið mikil. Slík áhrif eru yfirleitt ekki augljós og gjarnan þarf sérfræðiálit til. Evrópusambandið hefur því birt flokkunarkerfi (e. EU Taxonomy) sem lýsir aðgerðum sem stuðla að loftslagsmarkmiðum Evrópusambandsins og Parísarsamkomulagsins. Flokkunarkerfið byggir á 6 aðgerðaflokkum sem fjárfestingarverkefni geta fallið í.

Fyrstu tveir flokkarnir hafa verið birtir og eru nokkuð ítarlegir, en næstu fjórir verða birtir fyrir lok árs 2021. Evrópusambandið telur að starfsemi stuðli að sjálfbærni hafi hún jákvæð áhrif á eitt þessar viðfangsefna, og ekki umtalsverð neikvæð áhrif á hin. „Hér er því komin nokkurskonar reglubók fyrir leikmenn í hagkerfinu. Nú geta evrópsk fyrirtæki á fjármálamarkaði illmögulega birt upplýsingar um sjálfbærniframmistöðu fjárfestingarverkefna án þess að nefna hvort starfsemin uppfylli viðmið flokkunarkerfis Evrópusambandsins. Í öllu falli er flokkunarkerfið nytsamlegt til að spyrja fyrirtæki dýpri spurninga um upplýsingagjöf og koma í veg fyrir grænþvott,“ segir Reynir Smári.

Flokkunarkerfi Evrópusambandsins mun hafa meiri áhrif á Íslandi

„Flokkunarkerfi Evrópusambandsins er nú þegar í einhverri notkun á Íslandi,“ segir Reynir Smári. „Fjármálaafurðir og grænar skuldabréfaútgáfur sem styðjast við flokkunarkerfið eru þegar til. Þó er vert að benda á að helstu atvinnuvegir Íslands munu geta stuðst mun betur við flokkunarkerfið þegar það hefur verið útfært frekar. Núverandi útgáfa tekur t.d. ekki tillit til sjávarútvegs með beinum hætti. Hinsvegar eru stórir flokkar innan kerfisins sem eru vel útskýrðir og eiga mögulega vel við Ísland.“

Það er því ekkert því til fyrirstöðu að íslenskir aðilar styðjist við flokkunarkerfið.

Hagkerfin sífellt að þróast í átt að sjálfbærni

„Kröfurnar um sjálfbærni og aukna samfélagsábyrgð fyrirtækja eru sífellt að aukast. Þess er ekki langt að bíða að það verður ekki lengur nóg að birta upplýsingar. HSBC reið á vaðið núna í október og tilkynnti að bankinn stefni á að verða kolefnishlutlaus árið 2050, að meðtöldu útlána og eignasafni sínu. HSBC er þarna að taka mjög afgerandi hlutverk sem virkur aðili í því umbreytingarferli sem hagkerfi eru að ganga í gegnum í átt að sjálfbærni. HSBC mun nýta meira en 750 milljarða Bandaríkjadala á næstu 10 árum í slíka fjármögnun. Það sem er merkilegt við markmið HSBC er að bankinn mun þannig vísvitandi hafa jákvæð áhrif á rekstur annarra fyrirtækja, með viðeigandi vöruframboði, lánveitingum og fjárfestingum,“ segir Reynir Smári að lokum. 

Landsbankinn þróar sjálfbæra fjármálaumgjörð

Landsbankinn stefnir á að verða leiðandi í grænum lausnum en bankinn hefur um árabil verið leiðandi í ábyrgum fjárfestingum. Stefna Landsbankans um ábyrgar fjárfestingar er sett með hliðsjón af reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar ( UN PRI ) sem bankinn hefur haft aðild að frá árinu 2013.

„Um þessar mundir er bankinn að þróa sjálfbæra fjármálaumgjörð þar sem sjálfbærniviðmið grænna og samfélagslegra útlána bankans eru skilgreind. Sjálfbæra fjármálaumgjörðin mun opna á mikilvæg skref á lánahliðinni, s.s. vöruþróun og dýpri þekkingu á lánasafni. Sjálfbærnivegferð bankans er því á fullri ferð og hefur þegar hlotið staðfestingu Sustainalytics og Reitunar,“ segir Reynir Smári.

Samkvæmt nýju UFS áhættumati (e. ESG risk rating) frá Sustainalytics er Landsbankinn í 2. sæti af 382 bönkum sem fyrirtækið hefur mælt í Evrópu og er því leiðandi á þessu sviði. Bankinn fékk sömuleiðis framúrskarandi einkunn í nýju áhættumati Reitunar fyrr á árinu. UFS áhættumat snýr að því hvernig bankinn vinnur í umhverfismálum, félagslegum þáttum og góðum stjórnarháttum í starfseminni.

Þú gætir einnig haft áhuga á
24. maí 2023

Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?

Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023

Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku

Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Krani með stiga
21. mars 2023

Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera

Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023

Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög

Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023

Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt

Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023

Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum

Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Strönd
21. des. 2022

Grjóthart efnahagsmál að tryggja líffræðilega fjölbreytni

Fréttirnar sem bárust frá COP15-fundinum í Montreal í vikunni um aðgerðir til að verja líffræðilega fjölbreytni eru sannarlega ánægjulegar. Markmiðin eru metnaðarfull en þau snúast um að vernda, viðhalda og endurheimta vistkerfi, koma í veg fyrir frekari útdauða tegunda og viðhalda líffræðilegum fjölbreytileika.
Landslag
15. des. 2022

Sjálfbærni er framtíðin – þrátt fyrir erfiða fæðingu

Eftirlit með fjárfestingum sem tengjast umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS, e. ESG) er að aukast um allan heim. Það gildir jafnt um Bandaríkin, Evrópusambandið og alþjóðlegu samtökin IFRS sem fást við reikningsskilastaðla.
Jólaköttur
13. des. 2022

Það er ekkert að því að fara í jólaköttinn

Nú líður að jólum, mögulega skemmtilegustu hátíð ársins þar sem fjölskyldur og vinir koma saman til að lýsa upp skammdegið og ylja sér í kuldanum. Jólin eru hátíð ljóss og friðar en á sama tíma eru jólin hátíð mikillar og – stundum – óþarfa neyslu.
Barn í jólaglugga
9. des. 2022

Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum

Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur