Fram­tíð­in býr í sím­an­um þín­um

Fjármál hafa í síauknum mæli verið að færast yfir í snjallsíma fólks. Líklega geta fáir sagst hafa séð fyrir hversu hratt þetta myndi gerast. En hvað veldur þróuninni og hvers vegna er hún svona hröð?
20. mars 2019 - Landsbankinn

Nýjum lausnum Landsbankans fyrir net og snjalltæki fjölgaði mikið á síðasta ári. Lausnirnar eiga það flestar sameiginlegt að koma í stað tímafrekra aðgerða, símtala eða ferða í útibú. Nú er m.a. hægt að skipta kreditkortareikningum, ljúka greiðslumati, sækja um lán, frysta greiðslukort og hækka og lækka kortaheimildir á netinu og í símanum. Greiðslukortin eru líka að færast í símana og innan tíðar má búast við því að greiðslukortum og veskjum fækki en í staðinn verði símar og úr algengur greiðslumáti.

Í viðtalinu sem birt er hér fyrir neðan ræðir Guðlaug Arnþrúður Guðmundsdóttir (Adda), sérfræðingur á Einstaklingssviði Landsbankans, m.a. um hvernig ákvarðanir eru teknar um gerð stafrænna lausna. Þar er horft til þess hversu tímafrekar og algengar þær eru, auk annarra þátta. Tilgangurinn er að bjóða upp á notendavænar og öruggar lausnir sem einfalda viðskiptavinum lífið. Adda segir ljóst að bankaþjónusta muni taka miklum breytingum á næstu árum og viðskiptavinir muni geta framkvæmt sífellt fleiri aðgerðir í símanum eða tölvunni.

Áhugi drífur framboð á nýjum lausnum

Landsbankinn hefur síðustu ár lagt mikla áherslu á að bjóða upp á nýjar stafrænar lausnir. Hann var sem dæmi fyrstur til að segja skilið við auðkennislykla í netbanka einstaklinga og bæði nýr netbanki og Landsbankaappið hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar. Landsbankinn hefur einsett sér að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna. Þetta þýðir að bankinn þarf að vera vakandi fyrir því hverjar kröfur viðskiptavina eru og vera tilbúinn til að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari lausnir. Sú staðreynd að viðskiptavinir sækja í snjallsímalausnir gefur sterka vísbendingu um hvert skuli stefna.

Viðbrögð viðskiptavina við hvers kyns rafrænum lausnum hafa frá upphafi verið á einn veg. Innskráningar í netbanka Landsbankans um farsíma í Landsbankaappinu og á farsímavefnum l.is eru nú þegar orðnar fleiri en heimsóknir í hinn hefðbundna netbanka. Um 87% af erlendum greiðslum fara þegar fram á netinu og mikill meirihluti fólks nýtir sér greiðslumat á netinu við íbúðakaup og sækir um lán með sama hætti.

Einfaldar og öruggar lausnir

Farsíminn hefur auðvitað verið að leysa aðra tækni af hólmi, alveg síðan hann skoraði gamla heimilissímann á hólm. Fyrir utan að annast samskipti á samfélagsmiðlum og í spjallforritum þá er síminn í senn hljómflutningstæki, myndavél, vegakort og tæki til að panta pizzur, svo nokkuð sé nefnt. Fjármál eru hins vegar dæmi um stærri þróun, þar sem þungavigtarþjónustur eru að færast í vasana hjá notendum. Símarnir leika sífellt stærra og mikilvægara hlutverk.

Hvers vegna gerðist þetta allt í einu?

Það eru nokkrir hlutir sem hafa stuðlað að því að þetta er allt skyndilega mögulegt.

Rafrænar lausnir þurfa ekki aðeins að vera mögulegar, heldur líka notendavænar, aðgengilegar fyrir sem flesta, öruggar og áreiðanlegar. Segja má að skurðpunktar nokkurra ása hafi náð saman á svipuðum tíma og valdið nokkurskonar sprengingu í framboði nýrra lausna. En hverjir eru skurðpunktarnir og hver er afleiðingin?

Snjallsímar helsta samskiptatæki almennings

Stærsti þátturinn er e.t.v. sá að snjallsímaeign er orðin mjög almenn. Fólk er líka ófeimið við að nota tæknina. Viljinn er því ótvírætt til staðar. Tölvur eru í auknum mæli helst notaðar til vinnu og tölur benda til þess að spjaldtölvur séu helst notaðar til afþreyingar. Snjallsímalausnir og notkun á þeim hafa hins vegar verið í linnulítilli sókn sem ekki sér fyrir endann á.

Auðkenningar eru orðnar einfaldar og aðgengilegar

Með tilkomu rafrænna skilríkja varð mögulegt að bjóða fólki að „undirrita“ skjöl eins og lánasamninga og greiðslumat rafrænt með öruggum hætti. Á sama tíma hefur innskráning í farsímum einfaldast til muna. Fingrafaraskannar og andlitsgreining eru orðnar algengar leiðir til innskráningar.

Viðmót á farsímum er einfalt og notendavænt

Þegar öppin komu til sögunnar má segja að orðið hafi breyting á því hvernig notendaviðmót er hugsað. Viðmót þarf að vera einfalt á smáum skjám símanna og meðvitund um að notandinn eigi helst ekki að þurfa að læra á hvert forrit fyrir sig jókst. Áður gat verið erfitt að læra á tæknina og ekki allra að nota hana.

Undirliggjandi kerfi ráða við byltinguna

Árið 2018 leysti Sopra innlána- og greiðslukerfið af hólmi kerfi sem voru allt að 40 ára gömul og einfaldaði mjög innleiðingu nýjunga. Fyrir var öryggiskerfi Landsbankans fyrir netbanka einstaklinga sem bæði gerir auðkennislykla að mestu óþarfa og minnkar líkur á fjársvikum, m.a. með því að læra á hegðun notenda og bregðast við ef eitthvað óeðlilegt er á seyði.

Framtíðin býr í símanum

Það er erfitt að segja nákvæmlega til um hvernig framtíðin lítur út en þjónusta og tækni í fjármálum líkt og annars staðar mun vafalítið halda áfram að færast á netið og sérstaklega í símana sem taka að sér sífellt stærri og mikilvægari hlutverk.

Ein stærsta breytingin er mögulega að eiga sér stað í þessum rituðum orðum. Margir snjallsímanotendur geta nú þegar greitt fyrir vörur og þjónustu með símum sínum og sífellt fleiri snjallsímar bjóða upp á þessa lausn. Það er því ekki ólíklegt að símar og snjallúr verði fyrr en varir algengasta leiðin til að greiða fyrir vörur og þjónustu og að kortin sem hafa fylgt okkur í áratugi verði sjaldséðari.

Á sama tíma er ekki erfitt að leiða líkur að því að stjórnsýsla, þjónusta og verslun færist enn meira í öpp og handhægar lausnir. Sú þróun er í fullum gangi; nú þegar er t.d. hægt að kaupa strætisvagnaferðir, tryggingar og matvörur í appi og vefsíður eru undantekningalítið hannaðar með snjalltæki í huga.

Síminn er líka í brennidepli snjallvæðingar heimilanna þar sem lýsing, hitastýringar, heimilistæki og alls kyns lífsstílstæki, frá heilsuúrum til baðvikta, eru nettengd. Í langflestum tilvikum er síminn ómissandi sem bæði fjarstýring og tæki til að fylgjast með gögnum úr öðrum tækjum.

Snjallsíminn er orðinn einn helsti snertiflötur venjulegs fólks við umheiminn og erfitt fyrir nokkurn að líta fram hjá honum við þróun nýrrar tækni og þjónustu nú og í náinni framtíð. Hver svo sem framtíðin verður þá virðist snjallsíminn vera að skipa sér í hásæti tækninnar og verður miðpunktur framfara þar næstu árin.

Greinin hefur verið uppfærð og fyrirsögn hennar breytt.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur