Í skýj­un­um með Sky Lagoon

„Það hefur gengið ótrúlega vel hjá okkur og við erum í skýjunum með viðtökurnar,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Baðlónið býður upp á heit og köld böð, gufur og stórkostlegt útsýni við sjávarsíðuna á Kársnesi í Kópavogi. Þetta er stærsta fjárfesting í afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu.
Sky Lagoon
30. júní 2021 - Landsbankinn

Dagný segir að það hafi verið meira og minna uppselt hjá þeim frá því þau opnuðu í vor. „Þótt við séum í ferðaþjónustu fannst okkur ekki síður mikilvægt að vinna hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. Við vildum búa til ósvikna upplifun fyrir fólk sem leitar eftir slökun og endurnæringu, hvort sem það er erlendir eða íslenskir gestir. Við erum eiginlega smá hissa á þessum ótrúlegu viðbrögðum og svo þakklát fyrir að sjá Íslendinga streyma til okkar en það er aðallega heimamarkaðurinn sem hefur verið að heimsækja okkur vegna aðstæðna. Sumir gestirnir eru að koma í þriðja og fjórða sinn sem er mjög ánægjulegt“, segir Dagný.

Dagný Pétursdóttir

Upplifunarferðalag á miðju höfuðborgarsvæðinu

Spurð hvað standi upp úr hjá gestunum nefnir Dagný þrjá þætti. „Í fyrsta lagi er það útsýnið og þessi náttúrlega umgjörð í kringum lónið - í eina áttina sérðu eldfjallið og hina Snæfellsjökul eða sólsetrið. Í öðru lagi er það serimónían, þ.e.a.s. sjö skrefa spa-ferðalagið þar sem gestir fara í heit og köld böð, bera á sig skrúbb og setjast inn í gufuna þannig að húðin verður silkimjúk. Þetta er upplifun sem veitir vellíðan og við vildum hafa innifalda í aðgangseyrinum. Í þriðja lagi er það staðsetningin. Það er alveg magnað að vera í lóninu og allt í einu manstu að þú ert á miðju höfuðborgarsvæðinu. Þú gleymir þér alveg. Það er eins og þú sért komin í annan heim. Við vissum að staðsetning væri alveg einstök og það er eiginlega með ólíkindum að þetta hafi allt tekist því þetta er tæknilega séð mjög flókið verkefni.“

Dagný segist einnig mega til með að nefna það að margir gestir nefni sérstaklega hvað þeir eru ánægðir með þjónustuna og starfsfólkið,. „Við erum með algjörlega frábæran hóp sem starfar hjá okkur í framlínu.  Þetta er metnaðarfullur og skemmtilegur hópur og við erum ótrúlega stolt af þeim árangri sem þau hafa náð.“

Öll hönnun hugsuð út frá gestunum

Dagný segir að þau hafi farið ansi langt í upplifunarhönnuninni, þ.e.a.s. að útgangspunkturinn hafi alltaf verið sjónahorn gestanna. „Allt frá því að þú kemur inn á bílastæðið eru öll smáatriði og hvert einasta sjónarhorn úthugsað og alltaf með gestaflæðið og viðskiptavininn í huga.“

Lagt var upp með að upphefja íslenska baðmenningu og byggingarsögu og vinna með einstaka náttúru. Þegar komið er inn á bílastæðið sjá gestirnir risastóra klömbruhleðslu sem er gamla byggingartæknin við að hlaða torfbæina. „Við vildum byggja á sögunni sem okkur finnst falleg, hvernig jarðhitinn hefur verið notaður allt frá upphafi byggðar til að halda lífi í þjóðinni á erfiðum vetrum. Okkur finnst þetta falleg saga og við vildum nýta okkur menningararfinn og hefðirnar i kringum baðmenningu þjóðarinnar.“

Sky Lagoon

Gott og traust samstarf við Landsbankann

Sky Lagoon er ein af stærstu framkvæmdum í ferðaþjónustu hér á landi síðustu ár og sú stærsta í afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu. Framkvæmdakostnaður er fimm milljarðar króna. Að verkefninu stendur fyrirtækið Nature Resort ehf. og kanadíska fyrirtækið Pursuit sér um reksturinn, en það rekur einnig Fly Over Iceland. Landsbankinn er lánveitandi verkefnisins.

„Við erum mjög ánægð með samstarfið við Landsbankann. Við finnum fyrir ótrúlega miklum stuðningi og það sem skiptir okkur líka máli er að við finnum fyrir svo miklum áhuga á verkefninu. Auk þess hefur öll sú þekking og reynsla á ferðaþjónustunni sem er til innan bankans reynst mjög vel. Við höfum fundið fyrir gagnkvæmri virðingu og trausti alveg frá upphafi, sem er mikilvægt“, segir Dagný.

Bjartsýn á framhaldið

Dagný gerir ráð fyrir að um 90 manns verði að störfum í lóninu í sumar. Þegar það verður komið í fullan rekstur er gert ráð fyrir að um 150 manns starfi í lóninu í um 120-130 stöðugildum. Hún segir að það fari eftir því hvernig ferðaþjónustan þróast hvenær þau komist í fullan rekstur og hún sé temmilega bjartsýn.

Árið í ár verður aftur þungt en það mun enda vel. Við finnum fyrir miklum áhuga frá Bandaríkjunum og Bretlandi um þessa mundir. Við erum að læra mjög mikið á hverjum degi á dínamíkina í rekstrinum. Við skoðum hvað fólk er lengi hjá okkur, hvað vantar, hvaða vöruúrval er að ganga vel, hvað ekki og svo framvegis. Nú þurfum við að taka tíma til að fínpússa það allt saman og aðlaga reksturinn að öllum þessum nýju upplýsingum, og læra af því. Við erum með stækkunarmöguleika, bæði til norðurs og suðurs. En það væri ansi sérstakt að ráðast í slíkt strax, ekki nema það væri til að bæta úr núverandi aðstöðu. Fyrst þurfum við að læra og skilja til þess að hámarka líkurnar á að við höldum þessum góða árangri áfram. Til þess að taka réttar ákvarðanir þurfum við að fara vel yfir þessar upplýsingar og tölur, skilja hvað fólki líkar og hvað ekki. Við viljum alls ekki raska jafnvæginu. Við þurfum að vanda okkur og hlusta á gestina okkar áður en við förum að teikna framtíðina. Nú einbeitum við okkur bara að því að sjá til þess að hver einasti gestur fari út úr húsi ánægður,“ segir Dagný að lokum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
9. maí 2022

Skattabreytingin er hvatning til að láta gott af sér leiða

Nýlegar lagabreytingar sem heimila skattafrádrátt einstaklinga og fyrirtækja vegna styrkja til almannaheillafélaga fela í sér mikinn ávinning og aukin tækifæri, að sögn talsfólks Rauða krossins, SOS Barnaþorpanna og UNICEF.
15. feb. 2022

Gagnadrifinn Landsbanki

Stefna Landsbankans er að vera gagnadrifinn banki til að geta boðið snjallari og betri þjónustu og stuðla um leið að betri rekstri.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. feb. 2022

Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög

Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Barn í jólaglugga
7. des. 2021

Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum

Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Olíutankar í USA
2. des. 2021

Loftslagsbreytingar framtíðar hafa strax áhrif á fjárfesta

Áhætta vegna loftslagsbreytinga er gjarnan metin út frá því hver áhrifin verða eftir nokkra áratugi. Fjárfestar sem eru vanir að skoða fjárfestingartækifæri og breytingar til styttri tíma velta því ekki endilega loftslagsbreytingum mikið fyrir sér. Það geta reynst dýrkeypt mistök.
Myndlistarsýning í Austurstræti 11
8. nóv. 2021

Hreinar línur - Íslensk abstraktlist, 1956-2007

Í nóvember 2021 var opnuð sýning á íslenskum abstraktlistaverkum úr listasafni Landsbankans. Sýningin er opin á afgreiðslutíma útibúsins.
Lára Rut Davíðsdóttir, Björk Hauksdóttir og Dóra Gunnarsdóttir
31. ágúst 2021

Fjölbreytileiki nauðsynlegur í upplýsingatækni

Lára Rut Davíðsdóttir, Björk Hauksdóttir og Dóra Gunnarsdóttir vinna allar á Upplýsingatæknisviði Landsbankans. Þær segja hugbúnaðargeirann vera afar spennandi starfsvettvang sem bjóði upp á ótal möguleika. Þær hvetja alla, ekki síst fleiri stelpur og konur, til að skoða forritun og hugbúnaðargeirann til að stuðla að auknum fjölbreytileika.
10. ágúst 2021

Listafólk túlkar Hinsegin daga

Í samstarfi við Samtökin´78 og Landsbankann hefur listafólkið Anna Maggý Grímsdóttir, Ásgeir Skúlason og Helga Páley Friðþjófsdóttir, unnið þrjú prentverk tileinkuð Hinsegin dögum.
Bláa lónið
10. ágúst 2021

Hringrásarhagkerfið og tækifæri í ferðaþjónustu

Hringrásarhagkerfið er ekki draumsýn eða óraunhæf hugmynd, heldur raunveruleg lausn sem býður upp á gífurleg tækifæri hér og nú. Til þess að átta sig á tækifærum til innleiðingar hringrásarhagkerfisins í ferðaþjónustu er fyrsta skrefið að skilja hvernig hringrásarhagkerfið virkar.
23. júní 2021

Stórt skref að þekkja kolefnislosun frá útlánum

Landsbankinn tók þátt í þróun PCAF loftslagsmælisins sem er alþjóðlegur mælikvarði á óbeina losun gróðurhúsalofttegunda sem verða til við útlán banka.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur