Hvern­ig varð af­mæl­is­dag­ur­inn hans Jóns að þjóð­há­tíð­ar­degi Ís­lend­inga?

12. ágúst 2016

Þennan dag var slæmt í sjóinn og Eyjamenn komust ekki upp á land. Þess í stað var haldin þjóðhátíð í Vestmannaeyjum eins og ennþá tíðkast. Íslendingabyggðir Vesturheims halda þessum sið einnig á lífi.

Sumir vildu gera hátíðarhöldin 2. ágúst að árlegum viðburði og ári síðar var aftur haldið upp á daginn í höfuðborginni. Verslunarfólk gerði daginn að frídegi sínum og við lok 19. aldar varð dagurinn smám saman að fyrsta eiginlega þjóðhátíðardegi Íslendinga. Dagurinn varð hins vegar aldrei að sameinandi tákni fyrir mál málanna á Íslandi á þessum tíma – sjálfstæði og stofnun lýðveldis.

Allir vinir í einn dag

Í upphafi nýrrar aldar voru hatrömm pólitísk átök á Íslandi. Ólíkar stjórnmálafylkingar tókust á um minningu Jóns Sigurðssonar og ýmis samtök skiptust á að halda minningarsamkomur honum til heiðurs í því skyni að tengja sig við ímynd hans. Engum auðnaðist þó að eigna sér Jón. Einhvern veginn var hans persóna hafin yfir málefni líðandi stundar.

Myndir: Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Morgunblaðið.
Svona var 17. júní

Á næstu árum voru haldnar ýmsar uppákomur á 17. júní og dagurinn festi sig í sessi sem hátíðleg og óumdeild gleðistund.

Drungi í desember

Því hefur verið haldið fram að íslenskt fullveldi árið 1918, hafi verið mikilvægari áfangi í sjálfstæðisbaráttunni en lýðveldisstofnunin tæpum þrjátíu árum síðar. Þetta varð hins vegar ekki sérlega gott partý. Fyrsti dagur desembermánaðar er sjaldan heppilegur fyrir skrúðgöngur en veturinn 1918 var með eindæmum harður og er enn þekktur sem frostaveturinn mikli. Ný dagsetning hafði fengið ríka merkingu en hátíðarhöld voru takmörkuð.

17. júní hélt hins vegar áfram að eflast. Menntaskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1930 og voru stúdentar brautskráðir þann dag. Á afmælisdag Jóns árið 1913 kom mannfjöldi saman við styttuna af honum, sem reist var við stjórnarráðið árið 1911 en síðar flutt á Austurvöll árið 1931. Ný aðalbygging Háskólans var vígð með viðhöfn 17. júní 1940 og kjöri Sveins Björnssonar sem ríkisstjóra var fagnað sama dag ári síðar.

Afmælisdagur og minning eins manns hafði smátt og smátt fengið nýja og víðari merkingu sem þjóðin gat sameinast um.

Þú gætir einnig haft áhuga á
16. sept. 2024
Aðgerðir og árangur fyrirtækja í sjálfbærni
Fyrir nokkrum árum þurftu fyrirtæki sem sögðust sinna sjálfbærnimálum iðulega að útskýra hvað fælist í sjálfbærni og hvers vegna þau væru yfirleitt að leggja í þessa vinnu. Nú hefur umræðan breyst og skilningur aukist á mikilvægi þess að atvinnulífið taki fullan þátt í að stuðla að aukinni sjálfbærni og þar með áframhaldandi velsæld mannkyns.
Sjálfbærnidagur 2024
5. sept. 2024
Sjálfbærnidagur 2024 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í þriðja sinn miðvikudaginn 4. september 2024 og var afar vel sóttur.
hinsegin dagar
9. ágúst 2024
„Hver þú ert á ekki að stöðva þig í að finna hreyfingu við hæfi“
Níu atriði hlutu styrk úr Gleðigöngupotti Hinsegin daga og Landsbankans fyrir Gleðigönguna sem fram fer á laugardaginn. Eitt þeirra atriða er Öðruvísi íþróttir.
Hús í Reykjavík
18. júní 2024
Snjóhengjan sem verður vonandi að skafli
Í byrjun sumars 2021 var sögulega lágt vaxtastig á Íslandi. Þetta sumar og þeir mánuðir sem á eftir komu voru annasamir í Landsbankanum. Þúsundir viðskiptavina breyttu íbúðalánum sínum í óverðtryggð íbúðalán, nafnvaxtalán, og flestir festu vextina í þrjú ár. Um þessar mundir er fastvaxtatímabilinu að ljúka hjá mörgum. Til áramóta munu fastir vextir losna á ríflega 3.200 íbúðalánum. Og það er bara hjá okkur í Landsbankanum.
Hamborgartréð tendrað í Reykjavík
29. nóv. 2023
Hamborgartréð - saga samfélagsbreytinga og þakklætis
Saga Hamborgartrésins er hógvær, en á vissan hátt bæði breytingasaga Reykjavíkur og falleg jólasaga gjafmildi og þakklætis.
Reykjastræti
16. nóv. 2023
Af hverju heitir hraðbanki ekki tölvubanki?
Hæ! Áttu eitthvað í handraðanum? Eða þarftu kannski að skreppa á Raufarhöfn? Geturðu notað kortið þitt í tölvubankanum? Vissir þú að þetta tengist allt peningum með einhverjum hætti?
Netbanki fyrirtækja
10. nóv. 2023
Bankakerfið er að opnast
Landsbankinn kynnti á dögunum nýjung í appinu sínu sem gerir fólki kleift að millifæra af reikningum í öðrum bönkum. Þessi þjónusta er alltaf háð samþykki viðskiptavina. Landsbankinn er fyrsti bankinn á Íslandi sem býður fólki að framkvæma aðgerðir í öðrum bönkum úr sínu appi.
9. nóv. 2023
Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur