Ára­móta­brenn­an sem hef­ur log­að í næst­um 70 ár

Eitt gamlárskvöld á eftirstríðsárunum, líklega árið 1947, kveikti fjölskylda í spýtum neðst í Laugarásnum. Krakkarnir í kring söfnuðust að og karlarnir fóru að syngja. Allt í einu var komin áramótabrenna, brenna sem öðlaðist sjálfstætt líf og er enn haldin í Laugardalnum á hverju gamlárskvöldi.
27. desember 2016

Gunnar Már Hauksson hefur fylgt brennunni í Laugardalnum frá þessu fyrsta gamlárskvöldi og var brennustjóri um áratugaskeið. Brennan þar hefur verið fastur punktur í bráðum 70 ár meðan Reykjavík og heimurinn allur hefur breyst og stækkað.

Eftir seinna stríð var ekkert sjónvarp, engin hitaveita og Laugardalurinn var eiginlega sveit. Þar sem nú er Laugarásvegur stóðu þrjú hús, Urðartún, Sólbyrgi og Laugaholt innan um önnur. Á túnunum fyrir neðan, þar sem túristarnir tjalda núna langt fram á haust, voru kýr á beit.

Gunnar Már flutti í Urðartún ásamt foreldrum sínum og systkinum þann 10. maí árið 1940, daginn sem breski herinn kom til landsins og hernam bæinn. Í Sólbyrgi bjó maður sem kallaður var Óli í ölinu, í Laugaholti bjó Jón Kaldal, ljósmyndari, ásamt sinni fjölskyldu og á milli fjölskyldnanna myndaðist fljótt samgangur og vinskapur.

Áramótabrennur eiga sér langa sögu og brennur höfðu áður verið í Laugardalnum. Þær voru reyndar um tíma bannaðar í bænum af öryggisástæðum. En á endanum var það gefið út seint á fimmta áratugnum að brennurnar væru í lagi; það þótti minnka drykkjulætin í miðbænum.

„Sennilega var það Óli í ölinu sem kveikti fyrstur í“, segir Gunnar Már. „Þetta var aðallega bara til að hafa eitthvað að gera, það var ekki svo mikið um að vera yfir hátíðirnar á þessum tíma. Eitthvað árið vorum við hver fjölskyldan með sitt bálið en svo fórum við mjög fljótlega að sameina þau, það var bara miklu skemmtilegra.“

Fyrstu árin var brennan lítil og takmarkaðist mest við fjölskyldurnar þrjár og það efni sem krakkarnir gátu sankað að sér. Hefðirnar fóru samt fljótt að verða til. Á gamlársdagsmorgun var komið saman við að hlaða brennuna og það var strax fyrsta árið sem Óli í ölinu og Haukur, faðir Gunnars Más brustu í söng við bálið. Þeir höfðu eitthvað fengið sér í eina tána og Gunnar Már dauðskammaðist sín fyrir karlana.

„Ég skammaðist mín eitthvað voðalega og ætlaði bara niður úr jörðinni. En svo varð þetta strax ómissandi og ég get bara ekki hugsað mér brennu án söngs“.

Eftir því sem krakkarnir stálpuðust tók yngri kynslóðin við ábyrgðinni á brennunni. Gunnar Már flutti að heiman en keypti svo bernskuheimilið af foreldrum sínum árið 1972. Þá tóku hann og Jón Kaldal, sonur Jóns ljósmyndara, brennuna fastari tökum. Gunnar Már og Jón urðu að forkólfum í því að gera hana að reglulegum viðburði í hverfinu. Þeir dreifðu söngblöðum, sáu um brennuleyfi sem þá var farið að gera kröfu um og um leið urðu til „verðlaunin“ sem enn eru hefð; í hádeginu eftir að brennan hefur verið reist er farið í eitthvert húsið þar sem brennuhópurinn fær brjóstbirtu fyrir vel unnin störf.

Eftir miðja öldina byggðist hverfið hratt, húsin spruttu upp og á meðan hverfið tók á sig mynd nútímalegs borgarhverfis varð brennan „opinber” ef svo má segja. Það fóru að bætast við ýmis formsatriði, leyfisumsóknir, tryggingar og takmarkanir á því hvað mátti fara á bálköstinn. Lengi vel voru brennur gott tækifæri til að losa sig við alls kyns rusl, en með tímanum fór aðeins sérvalið efni að rata á brennuna. Aðsóknin jókst líka, brennan stækkaði og varð með tímanum líkari því sem er í dag þótt hún hafi jafnvel heldur minnkað á síðustu árum.

Gunnar Már var lengi brennustjóri en Jón, sem var byggingafræðingur, hannaði brennuna. Hann lagði mikinn metnað í að brennan væri falleg og rétt byggð. Það varð fljótt umtalað hvað brennurnar voru formfagrar og brunnu vel. Fleira fólk í hverfinu fór að útvega efni; rafmagnskefli, bretti og alls konar timbur. Gunnar Már og Jón sáu til þess að hún væri örugg og falleg og brynni rétt. Gunnar Már segir að bestu brennurnar gefi af sér gott bál fljótt eftir að kveikt er í, en séu eiginlega fuðraðar upp eftir klukkustund - um það leyti sem áramótaskaupið byrjar.

Svona geta hlutir öðlast sjálfstætt líf, brennan hefur verið árlegur viðburður í hverfinu um áratuga skeið. Fjöldi fólks sem tengist Laugarneshverfinu með einum eða öðrum hætti leggur leið sína í Laugardalinn á hverju gamlárskvöldi, brennan er ein sú rótgrónasta í höfuðborginni og margir líta á hana sem fastan punkt í tilverunni um áramót. Gunnar Már telur þó að þetta hafi alltaf gengið vel, fyllerí og læti hafa aldrei verið vandræði né heldur slys. „Helstu vandræðin hafa kannski verið að stoppa fólk sem er að skjóta upp flugeldum inni í hópnum.“

Jón Kaldal lést árið 2003 og um svipað leyti flutti Gunnar Már úr Laugardalnum. Brennan er enn á sínum stað og Gunnar Már segist koma reglulega. Ritstjórinn Jón Kaldal, sonur byggingafræðingsins, er nú brennustjóri en hann og Ágúst Friðriksson, rakarameistari, sem býr í Laugaholti, hafa nú um árabil séð um skipulagið. Hópur fólks úr hverfinu kemur enn saman á hverjum einasta gamlársdagsmorgni til að hlaða og verðlaunar sig svo með brjóstbirtu í hádeginu þegar brennan er byggð. Metnaðurinn fyrir formfegurð bálkastarins er á sínum stað og enn er sungið. Áramótabrennan í Laugardalnum er jafn ómissandi nú og fyrir næstum 70 árum.

Gunnar Már er ekki í nokkrum vafa um það hvernig hin fullkomna brenna sé. „Hún er upphá og falleg og rétt byggð, bestu brennurnar voru kannski áður en fólkið varð svona margt, það er erfiðara að eiga við þær ef þær eru stórar, og þá sungu líka allir.“

Þú gætir einnig haft áhuga á
Sjálfbærnidagur 2023
8. sept. 2023
Sjálfbærnidagur 2023 – upptökur
Sjálfbærnidagur Landsbankans var haldinn í Grósku 7. september 2023. Á fundinum beindum við sjónunum að því sem íslensk fyrirtæki hafa verið að gera til að auka sjálfbærni í sínum rekstri og hvernig gera megi enn betur.
Myndlistarsýning
17. ágúst 2023
Hringrás – innsýn í listasafn Landsbankans
Sýningin Hringrás er úrval verka úr listasafni Landsbankans. Á sýningunni er kannað hvernig áhrif og innblástur þróast með mismunandi miðlum og í meðförum ólíkra kynslóða listafólks. Verkin endurspegla áherslu á ákveðnar listrænar hreyfingar, abstraktlist og geómetríska abstraksjón, hlutbundna og hlutlæga list, grafíska list (bæði ætimyndir og teikningar) og súrrealisma. Hringrás veitir innsýn í fjölbreytileika og breidd listasafns Landsbankans, þvert á framsetningarmáta og samhengi. 
Ungmenni úr Hinsegin félagsmiðstöðinni
10. ágúst 2023
„Baráttan er ekki búin fyrr en …“
Hinsegin félagsmiðstöðin verður með einn stærsta vagninn í Gleðigöngunni en hann er 14 metra langur og rúmar meira en 100 krakka. Þótt vagninn verði litríkur og glæsilegur er undirtónninn samt alvarlegur.
13. júní 2023
Líffræðilegur fjölbreytileiki lykillinn að farsæld – líka í fjármálum
Fjölbreytileiki lífríkis er ein sterkasta vörn okkar gegn frekari hlýnun, fyrst og fremst vegna þess að hin ýmsu vistkerfi binda kolefni. Vinna þarf samtímis að lausn á loftslagsvandanum og verndun fjölbreytileika lífríkisins.
24. maí 2023
Er fyrrverandi að fylgjast með fjármálunum þínum?
Viðskiptavinir Landsbankans, eins og annarra fjármálafyrirtækja, hafa lengi getað veitt öðrum aðgang að fjármálunum sínum. Algengt dæmi um þetta er þegar hjón eða fólk í sambúð veitir hvort öðru aðgang að reikningum hvors annars. Þannig fá þau betri yfirsýn yfir fjármálin, geta millifært, greitt reikninga og svo framvegis.
Hildur Kristín Stefánsdóttir
11. maí 2023
Tónlist fyrir Söngvakeppnina og bankann í sömu viku
Vörumerki Landsbankans fór í fínstillingu fyrr í vor sem fól meðal annars í sér að uppfæra hljóðheim bankans. Til að leysa það verkefni fengum við til liðs við okkur pródúserinn og tónlistarkonuna Hildi Kristínu Stefánsdóttur. 
Krani með stiga
21. mars 2023
Byggingamarkaður - Mikil umsvif komin til að vera
Landsbankinn hefur um árabil verið leiðandi þegar kemur að fjármögnun nýbygginga fyrir byggingaraðila. Árið 2022 var bankinn með 50% hlutdeild í fjármögnun nýrra íbúða hér á landi. Mestu umsvifin á þeim markaði felast í fjármögnun íbúðarhúsnæðis til sölu á almennum markaði og þar á eftir fjármögnun íbúðarhúsnæðis fyrir félagasamtök eða leigumarkað.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. mars 2023
Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög
Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Fólk með hund úti í náttúrunni
28. feb. 2023
Kröfur til upplýsinga um sjálfbærni aukast hratt
Sífellt fleiri íslensk fyrirtæki birta nú upplýsingar um hvaða áhrif starfsemi þeirra hefur á sjálfbæra þróun.
8. feb. 2023
Sterk auðkenning er öflugri vörn gegn fjársvikum
Þótt almennt hafi gengið ágætlega að verjast fjársvikum á netinu hérlendis er ljóst að meira þarf til ef duga skal. Ástandið er eins, hvert sem litið er í heiminum: Fjársvikarar herja í auknum mæli á viðskiptavini banka og fólk sem notar greiðslukort á netinu. Aðferðirnar verða sífellt þróaðri og klækjabrögðin lymskulegri.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur