Hvað kost­ar að taka vaxta­laus lán?

Stundum er auglýst að neytendur geti fengið vaxtalaus lán við kaup á dýrari hlutum og tækjum. Ýmiss kostnaður fellur oftast til við lántökuna. Þegar upp er staðið er því lítill eða enginn munur á hvort lánið beri vexti eða ekki.
Þvottavélar í verslun
7. nóvember 2018

Í þessum pistli er tekið dæmi um vaxtalaust lán að fjárhæð 600.000 krónur til sex mánaða. Lántökugjald er 3,5%. Seðilgjald er 250 krónur sem þarf að greiða í hvert skipti sem greitt er af láninu, þ.e. einu sinni í mánuði eða alls sex sinnum. Kostnaður við að taka lánið er því alls 22.500 krónur.

Bera þarf saman árlega hlutfallstölu kostnaðar

Þessi kostnaður er í raun sambærilegur við vaxtakostnað. En hverjir eru þá vextirnir af þessu vaxtalausa láni? Til að reikna það út þarf að reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK). Árleg hlutfallstala kostnaðar felur í sér allan kostnað lántakandans vegna lántökunnar, þ.e. vexti, lántökugjald, seðilgjöld og annan fastan kostnað. Með því að bera saman ÁHK er hægt að sjá hvaða lánsform er hagstæðast hverju sinni.

Í dæminu hér að ofan kemur í ljós að árleg hlutfallstala kostnaðar af vaxtalausa láninu er 14%. Til samanburðar má benda á að hæstu yfirdráttarvextir eru 12% og ÁHK af því yfirdráttarláni er 12,7%. Yfirdráttarlánið ber vissulega vexti en á hinn bóginn leggst enginn annar kostnaður ofan á það, þ.e. hvorki lántökugjald né seðilgjald. Yfirdrátturinn er því ódýrari en vaxtalausa lánið sem tekið var sem dæmi.

Árleg hlutfallstala kostnaðar sýnir raunverulegan kostnað lántakandans af hvers konar lánsformi. Af ofangreindu er ljóst að vaxtalaust lán er ekki endilega ódýrasta lánið. Að mínu mati getur því verið villandi að tala um vaxtalaus lán nema ljóst sé að enginn eða lítill kostnaður, hvorki gjöld né vextir, leggist ofan á lánsfjárhæðina.

Sparnaður og varasjóður

Að því sögðu er rétt að minna á að ef ekki er brýn nauðsyn að kaupa eitthvað, þá er alltaf hagkvæmast að spara að fullu eða að hluta fyrir kaupunum og lækka þannig þá fjárhæð sem þarf að taka að láni. Sú vísa er heldur aldrei of oft kveðin að sparnaður borgar sig. Ef fólk hefur tök á borgar sig að eiga smávegis varasjóð sem nýta má ef kaupa þarf stærri og dýrari hluti. Stundum er hins vegar ekki hægt að komast hjá því að taka skammtímalán. Þá er rétt að velta því vandlega fyrir sér hvers konar skammtímalán koma best út en fjallað er um skammtímalán í öðrum pistli á Umræðunni.

Að lokum má benda á þá góðu reglu að þegar lokið er við að greiða upp lán er gott að halda áfram að greiða samsvarandi fjárhæð í reglubundinn sparnað. Sparnaðurinn getur farið í að greiða aukalega inn á önnur lán, leggja inn á sparireikning eða kaupa í verðbréfasjóði, allt eftir því hvað hentar hverju sinni.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?
Ungt fólk
29. ágúst 2024
Fyrstu kaup og viðbótarlífeyrissparnaður
Viðbótarlífeyrissparnaður er frábær leið til að safna fyrir sinni fyrstu íbúð. Hægt er að nýta hann skattfrjálst til útborgunar við kaup á fyrstu íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán í allt að 10 ár.
13. ágúst 2024
„Hafa bankarnir í alvöru leyfi til að gera þetta?“
Hvað eru áreiðanleikakannanir í raun og veru? Hvers vegna eru bankar að spyrja allra þessara spurninga og hvað er gert við svörin? Og þarf ég virkilega að svara þessu?
Maður með síma úti í náttúrunni
17. júlí 2024
Ellí svarar yfir 1.000 spurningum á dag – hér eru þær algengustu
Í vetur tókum við í notkun nýtt spjallmenni á netspjallinu á landsbankinn.is. Reynslan hefur verið góð og í meirihluta tilfella leysir Ellí úr erindum viðskiptavina. Hjá henni fá viðskiptavinir skjót svör á öllum tímum dags og um helgar og hún eykur þannig aðgengi að bankaþjónustu. En hverjar eru algengustu spurningarnar og svörin við þeim?
Hjón úti í náttúru
18. júní 2024
Lífeyrisgreiðslur TR á mannamáli
Sjálfsagt höfum við mjög ólíkar hugmyndir um hvernig við viljum eyða efri árunum. Öll eigum við samt sameiginlegt að þurfa að huga vel og tímanlega að því hvernig við fjármögnum þessi ár.
Fjölskylda við rafmagnsbíl
20. maí 2024
Ertu að hugsa um að kaupa rafbíl?
Kaupverð og rekstrarkostnaður vega þungt í ákvarðanatöku um bílakaup en umhverfis- og samfélagsábyrgð skipta okkur flest æ meira máli. Til viðbótar við gerð, lit og stærð þarf að velja á milli orkugjafa, en rafbílar eru að hasla sér völl í öllum stærðarflokkum fólksbíla. Þannig eru nú til fjölmargar rafbílategundir í öllum flokkum sem mætt get fjölbreyttum þörfum neytenda. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Íbúðir
8. maí 2024
Getur borgað sig að festa vexti þegar þeir eru svona háir?
Þau sem festu vexti á óverðtryggðum íbúðalánum þegar vextir voru sem lægstir, sjá nú fram á að greiðslubyrðin af lánunum muni hækka verulega þegar vextirnir losna. Margar leiðir eru færar til að lækka greiðslubyrði af íbúðalánum og ein þeirra er að festa vextina. En getur það borgað sig þegar vextir eru svona háir og fara vonandi lækkandi?
Lyftari í vöruhúsi
8. maí 2024
Verðbólgan á allra vörum - nokkur lykilatriði til að hafa á hreinu
Verðbólga, stýrivextir, verðbólguvæntingar og gengi. Hvað þýða þessi hugtök og af hverju skipta þau máli?
Ungt fólk
5. apríl 2024
Hvað breytist við að verða fjárráða?
Þegar þú verður fjárráða berð þú ábyrgð á peningunum þínum og viðskiptasögu. Við þessi tímamót er gott að staldra við, kynna sér mikilvæg atriði um fjármálin sín og fá sem besta yfirsýn yfir hlutina.
Stúlkur á hlaupahjólum
15. mars 2024
Hvað á að gera við fermingarpeninginn?
Áður voru fermingargjafir oft eigulegir gripir sem hjálpuðu fermingarbarninu inn í nýtt tímabil ævinnar – skatthol, pennar, orðabækur, merkileg skáldverk, hljómtæki, tjöld, armbandsúr eða ferðatöskur.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur