Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Hvað kost­ar að taka vaxta­laus lán?

Stundum er auglýst að neytendur geti fengið vaxtalaus lán við kaup á dýrari hlutum og tækjum. Ýmiss kostnaður fellur oftast til við lántökuna. Þegar upp er staðið er því lítill eða enginn munur á hvort lánið beri vexti eða ekki.
Þvottavélar í verslun
7. nóvember 2018

Í þessum pistli er tekið dæmi um vaxtalaust lán að fjárhæð 600.000 krónur til sex mánaða. Lántökugjald er 3,5%. Seðilgjald er 250 krónur sem þarf að greiða í hvert skipti sem greitt er af láninu, þ.e. einu sinni í mánuði eða alls sex sinnum. Kostnaður við að taka lánið er því alls 22.500 krónur.

Bera þarf saman árlega hlutfallstölu kostnaðar

Þessi kostnaður er í raun sambærilegur við vaxtakostnað. En hverjir eru þá vextirnir af þessu vaxtalausa láni? Til að reikna það út þarf að reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar (ÁHK). Árleg hlutfallstala kostnaðar felur í sér allan kostnað lántakandans vegna lántökunnar, þ.e. vexti, lántökugjald, seðilgjöld og annan fastan kostnað. Með því að bera saman ÁHK er hægt að sjá hvaða lánsform er hagstæðast hverju sinni.

Í dæminu hér að ofan kemur í ljós að árleg hlutfallstala kostnaðar af vaxtalausa láninu er 14%. Til samanburðar má benda á að hæstu yfirdráttarvextir eru 12% og ÁHK af því yfirdráttarláni er 12,7%. Yfirdráttarlánið ber vissulega vexti en á hinn bóginn leggst enginn annar kostnaður ofan á það, þ.e. hvorki lántökugjald né seðilgjald. Yfirdrátturinn er því ódýrari en vaxtalausa lánið sem tekið var sem dæmi.

Árleg hlutfallstala kostnaðar sýnir raunverulegan kostnað lántakandans af hvers konar lánsformi. Af ofangreindu er ljóst að vaxtalaust lán er ekki endilega ódýrasta lánið. Að mínu mati getur því verið villandi að tala um vaxtalaus lán nema ljóst sé að enginn eða lítill kostnaður, hvorki gjöld né vextir, leggist ofan á lánsfjárhæðina.

Sparnaður og varasjóður

Að því sögðu er rétt að minna á að ef ekki er brýn nauðsyn að kaupa eitthvað, þá er alltaf hagkvæmast að spara að fullu eða að hluta fyrir kaupunum og lækka þannig þá fjárhæð sem þarf að taka að láni. Sú vísa er heldur aldrei of oft kveðin að sparnaður borgar sig. Ef fólk hefur tök á borgar sig að eiga smávegis varasjóð sem nýta má ef kaupa þarf stærri og dýrari hluti. Stundum er hins vegar ekki hægt að komast hjá því að taka skammtímalán. Þá er rétt að velta því vandlega fyrir sér hvers konar skammtímalán koma best út en fjallað er um skammtímalán í öðrum pistli á Umræðunni.

Að lokum má benda á þá góðu reglu að þegar lokið er við að greiða upp lán er gott að halda áfram að greiða samsvarandi fjárhæð í reglubundinn sparnað. Sparnaðurinn getur farið í að greiða aukalega inn á önnur lán, leggja inn á sparireikning eða kaupa í verðbréfasjóði, allt eftir því hvað hentar hverju sinni.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fasteignir
15. apríl 2025
Ætti ég að festa vextina á íbúðaláninu mínu?
Stýrivextir Seðlabankans eru í dag 7,75% en þeir fóru lægst í 0,75% í nóvember 2020. Stýrivextir byrjuðu að hækka í maí 2021 og fóru þeir hæst í 9,25% árið 2023 og voru þeir óbreyttir til október 2024 þegar stýrivextir byrjuðu að lækka.
Íbúðahús
15. apríl 2025
Hvernig virka verðtryggð lán?
Verðtryggð lán eru bundin við vísitölu neysluverðs sem er notuð til að mæla verðbólgu. Það þýðir að höfuðstóll lánsins hækkar í takt við verðbólguna hverju sinni. Ef verðbólga er mikil getur hækkunin verið umtalsverð og haft þau áhrif að greiðslubyrði verðtryggðra lána hækkar þegar líður á lánstímann.
Stúlkur á hlaupahjólum
9. apríl 2025
Hvað á ég að gera við fermingarpeninginn?
Í gamla daga voru fermingargjafir oft hlutir sem áttu að tákna að nú væru fullorðinsárin að hefjast – pennar, ljóðasöfn eða orðabækur, armbandsúr eða flottar ferðatöskur. Það er enginn í vandræðum með að setja á sig úrið og fletta bókunum, en hvað áttu að gera ef þú færð peninga?
Mæðgin
4. apríl 2025
Hvaða rétt og skyldur hafa foreldrar þegar kemur að peningum barna?
Það dýrmætasta sem við eigum er að sjálfsögðu börnin okkar, ekki peningar. Öll viljum við gera það sem í okkar valdi stendur til að tryggja börnunum farsæla framtíð og heilbrigð fjármál eru eitt af því sem mynda grunninn að henni. En hverjar eru skyldur okkar í þeim efnum – og réttindi? 
26. nóv. 2024
Vantar þig fimmhundruðkalla?
Ertu á leiðinni með barnið í bekkjarafmæli og þarft að útvega nokkra fimmhundruðkalla í snatri? Við hjálpum þér að finna þá.
Rafræn greiðsla
20. nóv. 2024
Hvað kostar að taka skammtímalán og dreifa greiðslunum?
Til að bera saman kjör á skammtímalánum er ekki nóg að horfa á vextina eða vaxtaprósentuna eina og sér heldur þarf að taka allan kostnað inn í reikninginn, svo sem lántökugjöld og greiðslugjöld. Á lánum sem fela í sér greiðsludreifingu er algengt að kjörin jafngildi 30-40% ársvöxtum. Og það er slatti!
Fjölskylda úti í náttúru
18. nóv. 2024
Hvenær er skynsamlegt að endurfjármagna íbúðalánið?
Það er alltaf skynsamlegt að hafa á hreinu hvaða kjör eru á íbúðaláninu þínu og kanna reglulega hvort það gæti verið hagstætt að skipta um lánsform eða lánveitanda. Með því að endurfjármagna getum við oft sparað okkur háar fjárhæðir.
24. okt. 2024
Auðvelt að bera saman ávöxtun á fjárfestingum
Það er gott að fara reglulega yfir fjárfestingarnar sínar og skoða hvort við séum að fá bestu ávöxtunina sem völ er á miðað við eigin markmið og áhættuvilja.
27. sept. 2024
Hvers vegna eignadreifingarsjóðir?
Þegar þú fjárfestir í eignadreifingarsjóði fjárfestir þú í vel dreifðu eignasafni. Markmið eignadreifingarsjóða er að ná ávöxtun og dreifa áhættu með virkri stýringu á fjárfestingum í íslenskum og erlendum fjármálagerningum.
Seðlabanki Íslands
4. sept. 2024
Hagstjórn á verðbólgutímum
Verðbólgan hjaðnar hægar en vonir stóðu til og þrátt fyrir hátt vaxtastig er markmið Seðlabankans um 2,5% verðbólgu ekki í sjónmáli. Hvers vegna gengur ekki betur að ná tökum á verðbólgunni og hvað er til ráða?