Íslenski lífeyrissjóðurinn tekur við tilgreindri séreign
Íslenski lífeyrissjóðurinn býður upp á fjórar ávöxtunarleiðir fyrir tilgreindu séreignina. Tilgreind séreign er laus til útborgunar frá 67 ára aldri, en unnt verður að taka hana út með jöfnum mánaðarlegum greiðslum á fimm árum, frá 62 til 67 ára aldurs.
Þeir sem greiða lögbundinn lífeyrissparnað til Íslenska lífeyrissjóðsins og njóta hærra iðgjalds, þ.e. 14% lögbundins iðgjalds samkvæmt kjarasamningi (verður 15,5% 1. júlí 2018), þurfa ekkert að aðhafast þar sem viðbótin rennur öll til frjálsrar séreignar sem er laus til útgreiðslu frá 60 ára aldri.
Frekari upplýsingar má fá hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans, hjá Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans eða á vef bankans.

Gott ár hjá Íslenska lífeyrissjóðnum

Fundargerð ársfundar Íslenska lífeyrissjóðsins 2020

Frambjóðendur í stjórnarkjöri Íslenska lífeyrissjóðsins

Um útgreiðslu séreignarsparnaðar

Ársfundur Íslenska lífeyrissjóðsins verður haldinn 27. maí

Afkoma Íslenska lífeyrissjóðsins á árinu 2019

Úttekt á viðbótarlífeyrissparnaði

Góð ávöxtun Íslenska lífeyrissjóðsins 2019
