Áður höfðu lífeyrissjóðir á vegum ASÍ og SA gefið það út að eingöngu yrði heimilt að greiða „tilgreinda séreign“ til sama sjóðs og samtryggingariðgjald væri greitt til.
Íslenski lífeyrissjóðurinn hefur þegar hafið undirbúning að því að taka við „tilgreindri séreign“. Sjóðurinn mun upplýsa sjóðfélaga sína hvenær heimilt verður að greiða „tilgreinda séreign til sjóðsins“.
Ef einhverjar spurningar vakna hvetjum við þig að hafa samband við Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf Landsbankans í síma 410 4040 eða senda póst á netfangið vl@landsbankinn.is.