Heildarframlag í lífeyrissjóð verður því 14%. Fyrir launþega sem greiða í lífeyrissjóði á vegum ASÍ og SA verður heimilt að ráðstafa 2% iðgjaldi til tilgreindrar séreignar frá 1. júlí 2017 og 3,5% frá 1. júlí 2018.
Fyrir launþega sem taka laun samkvæmt SALEK en greiða iðgjöld til Íslenska lífeyrissjóðsins mun iðgjaldshækkunin renna til frjálsrar séreignar sem er laus til útborgunar frá 60 ára aldri. Launþegar sem eru sjóðfélagar í Íslenska lífeyrissjóðnum þurfa ekki að gera neinar ráðstafanir vegna þessa.