Bitcoin
Samfélagið

Hvað er bitco­in og hvernig er hægt að grafa eft­ir þeim?

Rafeyririnn bitcoin hefur verið á allra vörum frá því gengi hans tók að hækka á ótrúlegum hraða árið 2017. En hvað er bitcoin og hvernig virkar rafeyrir?
16. ágúst 2018

Bitcoin er fyrsti og frægasti dulkóðaði rafeyririnn (e. cryptocurrency) sem byggir á bálkakeðjutækni. Virði rafeyrisins rauf 1.000 Bandaríkjadalamúrinn í fyrsta sinn í byrjun janúar 2017. Virðið náði hámarki í rúmum 19.000 Bandaríkjadölum í desember það sama ár en hefur síðan fallið í verði um hátt í 70%, miðað við gengi 21. ágúst 2018. Viðskipti með bitcoin eru því mjög áhættusöm og hefur t.a.m. Fjármálaeftirlitið varað við þeim, eins og fjallað er um síðar í greininni.

Upphafið

Bitcoin var búið til árið 2009 af aðila (eða hópi) sem kallaði sig Satoshi Nakamoto. Yfirlýst markmið Nakamoto var að búa til nýtt rafrænt peningakerfi sem væri án miðlægrar stjórnunar og þar sem valdinu yfir kerfinu yrði dreift milli allra þátttakenda. Árið 2011, eftir að hafa þróað hugmyndina og tæknina, afhenti Nakamoto kóðann og lénið bitcoin.org til annarra innan bitcoin-samfélagsins. Síðan hefur ekkert til Nakamoto spurst og það er engu líkara en hann hafi gufað upp.

Hvað er bitcoin?

Á einföldu máli er bitcoin rafrænn greiðslumiðill. Valdi og stýringu yfir gjaldmiðlinum er dreift sem gerir það að verkum að það er ekkert ríkisvald, stofnun (seðlabanki) eða annað yfirvald sem stjórnar greiðslumiðlinum. Upplýsingar um eigendur bitcoin eru hvergi birtar og í stað þess að nota nöfn eða kennitölur þá tengir bitcoin saman kaupendur og seljendur með dulkóðuðum lyklum. Bitcoin er ekki gefið út af seðlabanka sem stjórnar magni greiðslumiðilsins í umferð. Þess í stað er stundaður svokallaður námugröftur í gegnum kraftmiklar tölvur sem búa til bitcoin. Námugröfturinn verður sífellt erfiðari sem kemur í veg fyrir offramboð.

Hvernig er námugröftur stundaður?

Gröftur eftir bitcoin fer annars vegar fram með því að láta tölvur leysa flókin stærðfræðidæmi og hins vegar með því að halda utan um bitcoin-skrár. Þegar bitcoin er sendur milli aðila innan kerfisins, skráir kerfið færsluna í bálk. Tölvur sem keyra ákveðinn hugbúnað skrá þessi viðskipti í risastórt stafrænt bókhald. Bálkarnir með upplýsingunum eru tengdir saman og verða að bálkakeðju sem er eilíf, opin skrá yfir öll viðskipti sem hafa verið gerð í keðjunni.

Með því að nota sérhæfðan og sífellt kraftmeiri búnað er hægt að breyta þessum bálkum í runur af kóða sem eru betur þekktar sem „hash“ eða hash-runur. Að búa til hash-runu krefst gríðarlega mikils rafmagns því þúsundir tölva keppast samtímis við að búa hash-runurnar til.

Hægt er að líkja þessu við að þúsundir kokka keppast við að búa til flókinn rétt en einungis sá sem fyrstur er að útbúa réttinn fullkomlega fær greitt fyrir vinnu sína.

Þegar ný hash-runa hefur verið búin til er hún sett á endann á bitcoin-bálkakeðjunni sem er síðan uppfærð og fjölfölduð til allra innan kerfisins. Fyrir þetta fær sá sem bjó til hash-rununa 12,5 bitcoin sem jafngildir tæpum 11 milljónum króna í dag. Þeir sem þetta gera eru kallaðir námumenn því með því að búa til hash-runur „grafa“ þeir eftir bitcoin. Rétt er að taka fram að fjöldi bitcoin sem námumaður fær fyrir hverja hash-runu fer minnkandi með tímanum.

Ísland er að verða einn eftirsóknarverðasti staðurinn til að stunda námugröft. Helstu ástæður þess eru auðvelt aðgengi að miklu rafmagni ásamt því að loftslag hérlendis er bæði hreint og svalt en gagnaverin krefjast mikillar kælingar. Ekki liggja fyrir opinber gögn um hve mikil raforka er notuð til námugraftar á Íslandi en bæði gagnaverið Verne á Ásbrún sem og Advania Data Center, sem hafa tekið að sér umsjón með námugreftri, eru skilgreind sem stórnotendur. Stórnotandi eru fyrirtæki sem nota a.m.k. 80 GWst á ári og eru einungis sex önnur fyrirtæki skilgreind sem stórnotendur hérlendis.

Hvað ræður virði bitcoin?

Verð á bitcoin ræðst af því hvað einstaklingar eru tilbúnir til að borga fyrir gjaldmiðilinn, líkt og t.d. á við um hlutabréf í fyrirtækjum. Það skiptir miklu máli um verðmyndun á bitcoin að samkvæmt reglum sem Nakamoto setti strax í upphafi geta bitcoin aldrei orðið fleiri en 21 milljón. Í júlí 2018 voru um 12 milljónir bitcoin í umferð og því aðeins hægt að búa til 9 milljónir í viðbót. Því má líta svo á að bitcoin sé að þessu leyti takmörkuð „auðlind“, líkt og gull og aðrir góðmálmar. Bitcoin sem slíkt hefur ekkert innra virði og er að því leyti ólíkt hlutabréfaverði sem hefur almennt einhverja tengingu við gengi fyrirtækja, mögulegan hagnað þeirra og framtíðarvirði.

Hvað er hægt að gera með bitcoin?

Almennt er þrennt í boði.

1. Hægt er að nota bitcoin til að versla við yfir 100.000 fyrirtæki, flest þeirra eru þó frekar lítil.
2. Hægt er að kaupa og selja bitcoin í von um að virði gjaldmiðilsins hækki í millitíðinni.
3. Þá er líka hægt að kaupa og eiga bitcoin.

Enn sem komið er eru engar fastar vaxtagreiðslur á bitcoin reikningum líkt og eru á peningum í bönkum heldur þarf að treysta á að virði rafeyrisins hækki svo hægt sé að hagnast á slíkum kaupum.

Hver er áhættan?

Mikil áhætta fylgir viðskiptum með bitcoin. Þegar þú vaknar á morgnana getur þú verið nokkuð viss um hversu mikið er hægt að kaupa fyrir 500 íslenskar krónur. Virði bitcoin getur aftur á móti sveiflast mikið á milli daga og jafnvel á milli klukkutíma. Sveiflur í virði bitcoin hafa verið mun meiri en almennt gerist á hlutabréfamarkaði. Því er möguleiki á að hagnast mikið á viðskiptum með bitcoin á skömmum tíma. Að sama skapi getur tapið af slíkum viðskiptum einnig verið mikið.

Það var því full ástæða fyrir Fjármálaeftirlitið (FME) að vara við þeirri miklu áhættu sem fylgir viðskiptum með sýndarfé, síðast með aðvörun sem FME sendi frá sér 31. janúar 2018. FME benti réttilega á að verð á rafeyri eða sýndarfé, eins og bitcoin, hefur sveiflast gríðarlega undanfarið ár og hafa miklar lækkanir fylgt í kjölfarið á miklum hækkunum. „Sýndarfé, og þá einkum bitcoin, fylgir lögmálum spákaupmennsku og er mjög áhættusamt. Þeir sem kaupa sýndarfé eiga á hættu á að tapa stórum hluta fjárfestingar sinnar,“ segir í aðvörun FME.

Eins og fram kemur að ofan er ekki hægt að rekja bitcoin-færslur til einstaklinga eða félaga. Þessi nafnleynd getur virkað aðlaðandi fyrir marga, m.a. í ljósi þess að fyrirtæki og markaðir fylgjast sífellt betur með neytendum og neyslumynstri þeirra. En þessi nafnleynd hefur einnig galla. Þar sem ómögulegt er að rekja viðskipti til einstaklinga hafa þrjótar af ýmsum toga nýtt sér bitcoin til að stunda peningaþvætti og aðra ólöglega starfsemi.

Framtíð bitcoin er óljós. Engu að síður er ljóst að Ísland með sína ódýru raforku og heimsbyggðin öll munu heyra meira um þennan og aðra rafræna gjaldmiðla. Tæknin sem bitcoin byggir á er komin til að vera og verður spennandi að fylgjast með þróun rafrænna gjaldmiðla og hlutverki þeirra í samfélaginu.

Höfundur lýkur BS-námi í hagfræði við Háskóla Íslands haustið 2018 og starfar í Hagfræðideild Landsbankans.

Greinin var uppfærð 21. ágúst 2018.

Þú gætir einnig haft áhuga á
9. maí 2022

Skattabreytingin er hvatning til að láta gott af sér leiða

Nýlegar lagabreytingar sem heimila skattafrádrátt einstaklinga og fyrirtækja vegna styrkja til almannaheillafélaga fela í sér mikinn ávinning og aukin tækifæri, að sögn talsfólks Rauða krossins, SOS Barnaþorpanna og UNICEF.
15. feb. 2022

Gagnadrifinn Landsbanki

Stefna Landsbankans er að vera gagnadrifinn banki til að geta boðið snjallari og betri þjónustu og stuðla um leið að betri rekstri.
Námsfólk fyrir utan Stúdentakjallarann
7. feb. 2022

Mikið framfaraskref fyrir styrktarsjóði og almannaheillafélög

Mikilvægar breytingar á lögum sem varða skattlagningu almannaheillafélaga voru gerðar undir lok árs 2021 sem létta mjög skattbyrði þeirra og gera einstaklingum og fyrirtækjum einnig kleift að draga frá tiltekna fjárhæð eða hlutfall framlaga frá skattskyldum tekjum. Fyrir Háskólasjóð hf. Eimskipafélags Íslands þýðir þessi lagabreyting að um 160 milljónir króna sem áður voru greiddar sem fjármagnstekjuskattur munu nýtast í beina styrki til doktorsnema. Það munar um minna!
Barn í jólaglugga
7. des. 2021

Nokkur ráð til jólasveina frá Stekkjastaur um kaup á gjöfum

Þar sem líða fer að þeim tíma er jólasveinarnir fara á stjá og setja ýmis konar glaðning í skóna hjá börnum, höfðum við samband við Stekkjastaur og spurðum hvernig hann færi að því að skipuleggja sín gríðarlega umfangsmiklu jólainnkaup (fyrir utan allt það sem hann býr til sjálfur).
Olíutankar í USA
2. des. 2021

Loftslagsbreytingar framtíðar hafa strax áhrif á fjárfesta

Áhætta vegna loftslagsbreytinga er gjarnan metin út frá því hver áhrifin verða eftir nokkra áratugi. Fjárfestar sem eru vanir að skoða fjárfestingartækifæri og breytingar til styttri tíma velta því ekki endilega loftslagsbreytingum mikið fyrir sér. Það geta reynst dýrkeypt mistök.
Myndlistarsýning í Austurstræti 11
8. nóv. 2021

Hreinar línur - Íslensk abstraktlist, 1956-2007

Í nóvember 2021 var opnuð sýning á íslenskum abstraktlistaverkum úr listasafni Landsbankans. Sýningin er opin á afgreiðslutíma útibúsins.
Lára Rut Davíðsdóttir, Björk Hauksdóttir og Dóra Gunnarsdóttir
31. ágúst 2021

Fjölbreytileiki nauðsynlegur í upplýsingatækni

Lára Rut Davíðsdóttir, Björk Hauksdóttir og Dóra Gunnarsdóttir vinna allar á Upplýsingatæknisviði Landsbankans. Þær segja hugbúnaðargeirann vera afar spennandi starfsvettvang sem bjóði upp á ótal möguleika. Þær hvetja alla, ekki síst fleiri stelpur og konur, til að skoða forritun og hugbúnaðargeirann til að stuðla að auknum fjölbreytileika.
10. ágúst 2021

Listafólk túlkar Hinsegin daga

Í samstarfi við Samtökin´78 og Landsbankann hefur listafólkið Anna Maggý Grímsdóttir, Ásgeir Skúlason og Helga Páley Friðþjófsdóttir, unnið þrjú prentverk tileinkuð Hinsegin dögum.
Bláa lónið
10. ágúst 2021

Hringrásarhagkerfið og tækifæri í ferðaþjónustu

Hringrásarhagkerfið er ekki draumsýn eða óraunhæf hugmynd, heldur raunveruleg lausn sem býður upp á gífurleg tækifæri hér og nú. Til þess að átta sig á tækifærum til innleiðingar hringrásarhagkerfisins í ferðaþjónustu er fyrsta skrefið að skilja hvernig hringrásarhagkerfið virkar.
Sky Lagoon
30. júní 2021

Í skýjunum með Sky Lagoon

„Það hefur gengið ótrúlega vel hjá okkur og við erum í skýjunum með viðtökurnar,“ segir Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Baðlónið býður upp á heit og köld böð, gufur og stórkostlegt útsýni við sjávarsíðuna á Kársnesi í Kópavogi. Þetta er stærsta fjárfesting í afþreyingu á höfuðborgarsvæðinu.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur