Þjónusta um páskana – appið og Ellí loka ekki

Við minnum á að þú getur notað Landsbankaappið og aðrar sjálfsafgreiðslulausnir til að leysa flest mál. Þú getur t.d. fryst kortin þín í appinu og netbankanum ef þau týnast, er stolið eða misnotuð á annan hátt.
Viðbrögð við svikum
Ef þú verður fyrir fjársvikum hvetjum við þig til að láta okkur vita sem fyrst og eftir atvikum kæra málið til lögreglu. Starfsfólk Landsbankans er á vaktinni frá kl. 9 til 23 alla páskana og aðstoðar við að leysa úr svikamálum. Utan þess tíma færast símtöl sjálfkrafa yfir á neyðarnúmer vegna Visa-korta.
Ellí í netspjallinu og upplýsingar um hraðbanka
Ellí stendur vaktina í netspjallinu og svara öllum almennum bankaspurningum yfir páskana.
Vanti þig reiðufé eru margir hraðbankar aðgengilegir allan sólarhringinn. Þú finnur upplýsingar um staðsetningu hraðbanka hér á vefnum og í appinu.
Í útibúunum í Borgartúni, Mjódd og Hamraborg eru gjafakortasjálfsalar sem eru aðgengilegir allan sólarhringinn.
Gleðilega páska!









