Fréttir

Bygg­ing Lands­bank­ans hlýt­ur stein­steypu­verð­laun­in árið 2025

Reykjastræti
3. mars 2025

Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.

Verðlaunin eru veitt mannvirkinu sjálfu og öllum þeim sem komu að hönnun og framkvæmd. Samkeppni var haldin um hönnun hússins og varð hönnun Nordic Office of Architecture (þá Arkþing) og C. F. Møller hlutskörpust. Mikil áhersla var lögð á að velja sterka samstarfsaðila í öllu framkvæmda- og byggingarferlinu. Efla verkfræðistofa sá um verkfræðihönnun, ÞG verk sá um uppsteypu hússins og Íslenskir aðalverktakar um fullnaðarfrágang. Umsjónaraðili verkkaupa var VSB. Framkvæmdir stóðu yfir 2018-2023 og var húsið tekið í notkun árin 2022 og 2023.

Steinsteypa gegnir lykilhlutverki bæði í burðarvirki byggingar Landsbankans og útliti hennar, þar sem hún stuðlar að styrk, stöðugleika og sjónrænni heild. Útlit hússins byggir á íslenskri náttúru með sínum gjótum og gjám, láréttum lögum og lóðréttu stuðlabergi. Að utan er húsið klætt með blágrýti úr Hrepphólanámu í Hrunamannahreppi og að innan endurspeglar stölluð sjónsteypan íslenskt klettalandslag. Staðsteypt mynstursteypa í bland við forsteypt stigaþrep og gróðurkassa líkir eftir berglögum í íslenskri náttúru. Með vandlegu ígrunduðu vali á efnum og áferð hefur tekist að skapa samhljóm á milli byggingarlistar og landslags.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir: „Það er mjög gaman að fá þessa viðurkenningu því það skiptir máli að hús á þessum stað sé vel úr garði gert. Byggingin endurspeglar fagmennsku og kunnáttu hönnuða, verkfræðinga og verktaka hússins. Viðurkenningin er fyrst og fremst fyrir þeirra verk og ég kann þeim miklar þakkir fyrir samstarfið. Vinnuumhverfið er mjög gott og er sífellt að gefa okkur færi á aukinni skilvirkni, samvinnu og sveigjanleika sem skilar sér alltaf í betri þjónustu fyrir viðskiptavini bankans.“

Hermann Hermannsson, forstöðumaður Eignadeildar Landsbankans, veitti verðlaununum móttöku ásamt fulltrúa hönnuða hússins og verktaka.

Steinsteypuverðlaunin 2025 hópmynd

Frá vinstri til hægri: Hermann Hermannsson (Landsbankinn), Helgi Mar Hallgrímsson (Nordic Office of Architecture), Jonas Toft Lehmann (C. F. Möller), Þóroddur Ottesen (ÍAV), Guðrún Jónsdóttir (Efla), Gísli Valdimarsson (VSB), Þorvaldur Gissurarson (ÞG Verk) og Helgi Már Veigarsson (BM Vallá).

Steinsteypuverðlaunin móttaka

Hermann Hermannsson, forstöðumaður Eignadeildar Landsbankans, og  Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Steinsteypufélags Íslands.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.
Landsbankinn
20. mars 2025
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og tekur ný vaxtatafla gildi 27. mars 2025. Helstu breytingar eru eftirfarandi:
17. mars 2025
Viltu finna milljón? Opinn fundur um fjármál einstaklinga
Hefur þú áhuga á að ná betri tökum á heimilisbókhaldinu? Þá gæti fræðslufundur í Landsbankanum þann 26. mars verið eitthvað fyrir þig!
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur