Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Helstu breytingar eru eftirfarandi:
Innlánavextir
- Breytilegir vextir á verðtryggðum innlánareikningum hækka um 0,25 prósentustig.
- Breytilegir vextir á óverðtryggðum innlánareikningum lækka um 0,10 prósentustig.
Útlánavextir
- Fastir vextir á óverðtryggðum lánum til 36 mánaða lækka um 0,20 prósentustig.
- Fastir vextir á óverðtryggðum bílalánum og -samningum til 36 mánaða lækka um 0,20 prósentustig.
- Breytilegir vextir á verðtryggðum lánum hækka um 0,25 prósentustig.
- Kjörvextir á verðtryggðum lánum hækka um 0,25 prósentustig.
Breytingar á vöxtum á lánum sem falla undir lög um neytendalán eða lög um fasteignalán til neytenda taka gildi í samræmi við tilkynningar þar að lútandi sem sendar verða viðskiptavinum í netbanka.
Breytingar á vöxtum óverðtryggðra reikninga sem falla undir lög um greiðsluþjónustu taka gildi að tveimur mánuðum liðnum.