Fréttir

Hagn­að­ur Lands­bréfa 1.035 millj­ón­ir á ár­inu 2023

Eystra horn
25. mars 2024 - Landsbankinn

Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 

Helstu niðurstöður voru þessar:

  • Hagnaður af rekstri Landsbréfa nam 1.035 milljónum króna eftir skatta á árinu 2023, samanborið við 814 milljónir á árinu 2022.
  • Hreinar rekstrartekjur námu 2.405 milljónum króna á árinu 2023, samanborið við 2.019 milljónir króna á árinu 2022.
  • Eigið fé í árslok 2023 var 4.118 milljónir króna samanborið við 3.783 milljónir króna í árslok 2022.
  • Í lok árs voru eignir í stýringu samtals um 472 milljarðar króna samanborið við 456 milljarða króna árið áður.
  • Í lok árs voru 21 stöðugildi í Landsbréfum, en ársverkin voru 21,7.

Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri Landsbréfa:

„Árið 2023 var farsælt í rekstri Landsbréfa og sjóða þess, þrátt fyrir að mörgu leyti krefjandi aðstæður á mörkuðum og þá sérstaklega á innlendum hlutabréfamarkaði. Árið 2023 einkenndist af hárri verðbólgu og hækkandi vaxtastigi, sem endurspeglaði öðrum þræði mikinn kraft í íslenska hagkerfinu. Það voru og eru enn krefjandi tímar í hagstjórn hér á landi og mikilvægt að þeir sem völdin hafa taki ábyrg skref í átt að áframhaldandi hagsæld. Nýgerðir kjarasamningar, lækkandi verðbólga og væntingar um að vaxtalækkunarferli sé að hefjast styður þá skoðun mína að hægt sé að horfa björtum augum til framtíðar. Við hjá Landsbréfum tökum alvarlega það hlutverk að ávaxta sparifé landsmanna á ábyrgan hátt og erum þakklát fyrir það traust sem þúsundir sjóðafélaga hafa sýnt Landsbréfum.“

Nánari upplýsingar á vef Landsbréfa

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
23. maí 2024
Vegna ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins
EFTA-dómstóllinn birti í dag ráðgefandi álit á túlkun á tilteknum ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins sem varða fasteignalán til neytenda. Tilskipanirnar hafa verið teknar inn í EES-samninginn og innleiddar með íslenskum lögum. Álitið var veitt að beiðni héraðsdóms í tveimur dómsmálum sem höfðuð hafa verið gegn Landsbankanum, annars vegar, og Íslandsbanka, hins vegar. Málin varða samningsákvæði um forsendur fyrir breytingum á vöxtum fasteignalána.
Plúskort
22. maí 2024
Engin færslugjöld eða árgjöld með Plúskorti Landsbankans
Með því að nota Plúskort Landsbankans greiðir þú engin færslu- og árgjöld en kortið safnar samt Aukakrónum sem þú getur notað til að versla hjá samstarfsaðilum.
17. maí 2024
Greiðslumat óaðgengilegt frá föstudegi kl. 17 til laugardags kl. 15
Vegna viðhalds verður ekki hægt að framkvæma greiðslumat í Landsbankaappinu og netbankanum frá klukkan 17 föstudaginn 17. maí til klukkan 15 laugardaginn 18. maí.
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
13. maí 2024
Fjármálamót: Þarftu að endurfjármagna?
Frábær mæting var á Fjármálamót í Landsbankanum í Reykjastræti á þriðjudaginn sem tileinkað var fasteignamarkaði og endurfjármögnun.
Landsbankinn
30. apríl 2024
Landsbankinn breytir vöxtum
Landsbankinn breytir vöxtum inn- og útlána og taka breytingarnar gildi miðvikudaginn 1. maí 2024.
Play
24. apríl 2024
Fljúgðu með PLAY fyrir Aukakrónur
Flugfélagið PLAY hefur bæst í hóp þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem taka þátt í Aukakrónum, vildarkerfi Landsbankans.
Hönnunarmars
18. apríl 2024
Viðburðir HönnunarMars í Landsbankanum
Landsbankinn er stoltur styrktaraðili HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með ýmsum hætti. Við stöndum fyrir viðburðum í bankanum í Reykjastræti og í aðdraganda hátíðarinnar heimsóttum við sjö hönnuði til að fá innsýn í verkefnin sem þau eru að vinna að.
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur