Fréttir

Lands­bank­inn er áfram fremst­ur í flokki í UFS-áhættumati Sustaina­lytics

5. maí 2023

Landsbankinn hefur fengið uppfært UFS-áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 8,5 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi hættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Við erum gríðarlega stolt af því að þriðja árið í röð heldur bankinn sér í lægsta áhættuflokki Sustainalytics. Landsbankinn ætlar að halda áfram að vera leiðandi í sjálfbærnivinnu, ekki bara á Íslandi heldur einnig á alþjóðavísu. Það er mikilvægt fyrir okkur að vita hvernig við stöndum í alþjóðlegum samanburði og UFS-áhættumat Sustainalytics gefur okkur innsýn í þá stöðu. Til þess að vera leiðandi og geta mætt mögulegum sveiflum í efnahagslífinu þarf að tryggja traustan rekstur til lengri tíma. Þannig getum við stutt við íslenskt samfélag og atvinnulíf og tekið þátt í að efla það og styrkja. Með því að sinna sjálfbærnimálum vel hlúum við að starfsfólki okkar og lykilþáttum í starfsemi bankans. Við höfum náð góðum árangri við að tryggja arðbæran rekstur undanfarin ár og líkt og áður þá skiptir það okkur máli hvernig það er gert. Við tryggjum góðan árangur með því að hafa augun ávallt á rekstrinum en líka á því hvaða áhrif við höfum á umhverfi okkar og samfélag.“ 

Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans, segir:

„Ein stærsta áskorun Landsbankans í sjálfbærnistarfi sínu er að miðla áreiðanlegum, gagnsæjum og aðgengilegum upplýsingum um sjálfbærni til haghafa. Þrátt fyrir ítarlega árlega skýrslugjöf um sjálfbærni er ekki hægt að gera þá kröfu að haghafar lesi allar skýrslur bankans stafanna á milli. Þess vegna er mikilvægt að fá umbeðið áhættumat á UFS-þáttum bankans frá reyndum greiningaraðila. Það tryggir að við séum að stýra sjálfbærniþáttum á þann hátt sem er skynsamlegt fyrir rekstur bankans og gefur haghöfum skýra og aðgengilega mynd af því hvernig stýringu á UFS-þáttum er háttað. Eins sýnir niðurstaða matsins hvernig við stöndum gagnvart því að verða fyrir fjárhagslegum áföllum vegna UFS-þátta.“ 

Nánar um áhættumat Sustainalytics

UFS-áhættumat metur áhættu og áhættustýringu fyrirtækis í tengslum við umhverfismál og félagslega þætti, auk stjórnarhátta. Aðferðafræðin metur umfang mikilvægrar UFS-áhættu sem áhættustýring fyrirtækis nær ekki til. Því meiri áhætta sem fellur utan áhættustýringarramma fyrirtækis, því hærra er áhættumatið.

Sustainalytics hefur nú mælt UFS-áhættu fyrirtækja í tæpa þrjá áratugi og er meðal þeirra alþjóðlegu matsaðila sem fjárfestar horfa helst til þegar UFS-áhætta fyrirtækja er skoðuð.

Lánshæfismat

Árs- og sjálfbærniskýrsla

Þú gætir einnig haft áhuga á
Netöryggi
23. feb. 2024
Vörum við þjófum við hraðbanka
Við vörum við þjófum sem stela kortum frá fólki sem er að taka út peninga í hraðbanka og ítrekum mikilvægi þess að enginn sjái þegar PIN er slegið inn.
Grindavík
22. feb. 2024
Grindvíkingar halda óbreyttum vaxtakjörum við kaup á nýrri íbúð
Landsbankinn býður Grindvíkingum sem eru með íbúðalán á föstum vöxtum hjá bankanum og ákveða að selja ríkinu íbúðarhúsnæði sitt að halda þeim kjörum sem eru á láninu við kaup á nýrri fasteign.
Krossmói
22. feb. 2024
Zebranie dotyczące finansów: Czego chcesz się dowiedzieć o finansach i usługach bankowych w Islandii?
Landsbankinn oraz Związek Zawodowy Marynarzy i Rybaków w Keflavíku i okolicach (VSFK) zapraszają na zebranie informacyjne w języku polskim na temat oszczędzania, spraw emerytalnych, kredytu hipotecznego oraz bezpieczeństwa cybernetycznego.
Krossmói
22. feb. 2024
Fjármálamót: Hvað viltu vita um fjármál og bankaþjónustu á Íslandi?
Landsbankinn og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis (VSFK) standa fyrir fræðslufundi á pólsku um sparnað, lífeyrismál, húsnæðislán og netöryggi.
Grænland
13. feb. 2024
Fyrirtækjaráðgjöf bankans ráðgjafi í vel heppnuðu hlutafjárútboði Amaroq
Amaroq Minerals Ltd., félag sem starfar á sviði námuvinnslu og er handhafi réttinda til leitar að verðmætum málmum í jörðu á Suður-Grænlandi, lauk í gær vel heppnuðu hlutafjárútboði að andvirði 7,6 milljarða íslenskra króna.
Reykjanesbær
13. feb. 2024
Nasz oddział w Reykjanesbær przy Krossmóar 4a został ponownie otwarty
Serdecznie witamy Klientów w tych samych godzinach otwarcia co wcześniej, tj. w godz. 10.00‒16.00 w każdy dzień roboczy.
Reykjanesbær
12. feb. 2024
Útibú bankans í Reykjanesbæ opið
Útibú okkar í Reykjanesbæ að Krossmóum 4a hefur verið opnað að nýju.
Gulleggið 2024
9. feb. 2024
Sea Growth er sigurvegari Gulleggsins 2024
Viðskiptahugmyndin Sea Growth bar sigur úr bítum í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Sea Growth gengur út á að framleiða fiskhrávörur úr fiskfrumum, svokallaðan vistfisk. Teymið skipa Birgitta G.S. Ásgrímsdóttir, Alexander Schepsky, Martin Uetz og Sigrún Guðjónsdóttir.
Sjávarklasinn
8. feb. 2024
Landsbankinn hefur samstarf við Íslenska sjávarklasann
Íslenski sjávarklasinn og Landsbankinn hafa hafið samstarf sem miðar að því að styðja við aukna verðmætasköpun í bláa hagkerfinu. Áhersla verður lögð á stuðning við nýsköpunarfyrirtæki sem vinna að lausnum á þeim áskorunum sem rótgrónari fyrirtæki standa frammi fyrir, auk þess að styðja við frumkvöðla sem vinna verðmæti úr því sem áður var fargað.
Netbanki
26. jan. 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt mánudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt mánudagsins 29. janúar. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti til kl. 6.00 á mánudagsmorgun.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur