Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur
Fréttir

Lands­bank­inn er áfram fremst­ur í flokki í UFS-áhættumati Sustaina­lytics

5. maí 2023

Landsbankinn hefur fengið uppfært UFS-áhættumat frá Sustainalytics og heldur bankinn sér í flokknum hverfandi áhætta með einkunnina 8,5 á skala sem nær upp í 100. Þetta þýðir að Sustainalytics telur hverfandi hættu á að Landsbankinn verði fyrir fjárhagslegum áföllum vegna umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta (UFS-þátta).

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, segir:

„Við erum gríðarlega stolt af því að þriðja árið í röð heldur bankinn sér í lægsta áhættuflokki Sustainalytics. Landsbankinn ætlar að halda áfram að vera leiðandi í sjálfbærnivinnu, ekki bara á Íslandi heldur einnig á alþjóðavísu. Það er mikilvægt fyrir okkur að vita hvernig við stöndum í alþjóðlegum samanburði og UFS-áhættumat Sustainalytics gefur okkur innsýn í þá stöðu. Til þess að vera leiðandi og geta mætt mögulegum sveiflum í efnahagslífinu þarf að tryggja traustan rekstur til lengri tíma. Þannig getum við stutt við íslenskt samfélag og atvinnulíf og tekið þátt í að efla það og styrkja. Með því að sinna sjálfbærnimálum vel hlúum við að starfsfólki okkar og lykilþáttum í starfsemi bankans. Við höfum náð góðum árangri við að tryggja arðbæran rekstur undanfarin ár og líkt og áður þá skiptir það okkur máli hvernig það er gert. Við tryggjum góðan árangur með því að hafa augun ávallt á rekstrinum en líka á því hvaða áhrif við höfum á umhverfi okkar og samfélag.“ 

Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans, segir:

„Ein stærsta áskorun Landsbankans í sjálfbærnistarfi sínu er að miðla áreiðanlegum, gagnsæjum og aðgengilegum upplýsingum um sjálfbærni til haghafa. Þrátt fyrir ítarlega árlega skýrslugjöf um sjálfbærni er ekki hægt að gera þá kröfu að haghafar lesi allar skýrslur bankans stafanna á milli. Þess vegna er mikilvægt að fá umbeðið áhættumat á UFS-þáttum bankans frá reyndum greiningaraðila. Það tryggir að við séum að stýra sjálfbærniþáttum á þann hátt sem er skynsamlegt fyrir rekstur bankans og gefur haghöfum skýra og aðgengilega mynd af því hvernig stýringu á UFS-þáttum er háttað. Eins sýnir niðurstaða matsins hvernig við stöndum gagnvart því að verða fyrir fjárhagslegum áföllum vegna UFS-þátta.“ 

Nánar um áhættumat Sustainalytics

UFS-áhættumat metur áhættu og áhættustýringu fyrirtækis í tengslum við umhverfismál og félagslega þætti, auk stjórnarhátta. Aðferðafræðin metur umfang mikilvægrar UFS-áhættu sem áhættustýring fyrirtækis nær ekki til. Því meiri áhætta sem fellur utan áhættustýringarramma fyrirtækis, því hærra er áhættumatið.

Sustainalytics hefur nú mælt UFS-áhættu fyrirtækja í tæpa þrjá áratugi og er meðal þeirra alþjóðlegu matsaðila sem fjárfestar horfa helst til þegar UFS-áhætta fyrirtækja er skoðuð.

Lánshæfismat

Árs- og sjálfbærniskýrsla

Þú gætir einnig haft áhuga á
16. apríl 2025
Þjónusta um páskana – appið og Ellí loka ekki
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 22. apríl nk.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans gaf í dag út hagspá til ársins 2027. Greiningardeildin spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Óvissan hefur sjaldan verið meiri og því má segja að hagspáin gildi þar til annað kemur í ljós. 
8. apríl 2025
Húsfyllir í Landsbankanum á HönnunarMars
Húsfyllir var í Landsbankanum á HönnunarMars föstudaginn 4. mars og stemningin var ótrúlega skemmtileg. Dagskráin byrjaði á samtali um fjárfestingar í hönnun og um kvöldið var ungum og upprennandi fatahönnuðum gefið sviðið.
Fjölskylda úti í náttúru
7. apríl 2025
Úrræði að renna út hjá mörgum - viðbótarlífeyrissparnaður og fyrstu kaup
Þau sem kaupa sína fyrstu fasteign geta notað viðbótarlífeyrissparnað í 10 ár til að greiða skattfrjálst inn á íbúðalánið sitt. Þar sem nú eru rúmlega 10 ár liðin frá því lög voru fyrst sett um þetta úrræði er það að renna út hjá sumum, hafi það ekki þegar gerst.
Landsbankinn
27. mars 2025
Afgreiðslan á Seyðisfirði færist til Egilsstaða
Þjónusta afgreiðslu Landsbankans á Seyðisfirði mun færast til útibúsins á Egilsstöðum föstudaginn 4. apríl nk.
27. mars 2025
Vel heppnaður fundur um hvernig hægt er að finna milljón
Hátt í 200 manns sóttu fræðslufund um fjármál sem haldinn var í Landsbankanum Reykjastræti þar sem rætt var um hvernig hægt er að finna milljón með því að draga úr útgjöldum eða auka tekjur.
Eystra horn
27. mars 2025
Hagnaður Landsbréfa 1.272 milljónir á árinu 2024
Landsbréf hf. hafa birt ársreikning vegna ársins 2024. 
HönnunarMars 2025
26. mars 2025
Fjölbreyttur HönnunarMars 2025 í Landsbankanum
Landsbankinn er einn af aðalstyrktaraðilum HönnunarMars og tekur þátt í hátíðinni með virkum hætti. Haldnir verða spennandi viðburðir í bankanum í Reykjastræti og við höfum gert myndbönd um sjö hönnuði sem birtast á Youtube-rás bankans.
Landsbankinn
24. mars 2025
Fyrstur til að miðla upplýsingum í dánarbúsmálum rafrænt til sýslumanna
Landsbankinn miðlar nú rafrænt upplýsingum um stöðu eigna og skulda látinna á dánardegi beint í dánarbúskerfi sýslumanna. Þetta á til dæmis við um stöðu bankareikninga og íbúðalána.
Landsbankinn og TM
21. mars 2025
Útibú TM og Landsbankans sameinast
Útibú TM og Landsbankans á Akureyri, Reykjanesbæ og í Vestmannaeyjum munu sameinast mánudaginn 24. mars 2025. Þar með geta viðskiptavinir sótt sér banka- og tryggingaþjónustu á einum og sama staðnum.