Breyting á föstum vöxtum nýrra íbúðalána
Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða hækka um 0,15 prósentustig og fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,25 prósentustig. Fastir vextir á nýjum verðtryggðum íbúðalánum til 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig.
Breytingarnar taka gildi frá og með 10. nóvember 2022.
Við vekjum athygli á fræðslugrein um áhrif vaxtahækkana á lán. Ef þú ert með lán sem er á föstum vöxtum, þá breytast vextirnir ekki á meðan á fastvaxtatímanum stendur.