Fréttir

Betri ár­ang­ur með sjálf­bærni - Fyr­ir­tækja­rekst­ur og fjár­fest­ing­ar

Grafísk mynd af Dyrfjöllum
9. september 2022 - Landsbankinn

Við stöndum fyrir spennandi morgunfundi fyrir stjórnendur, fólk í rekstri og fjárfesta um tækifærin til að ná betri árangri með sjálfbærni.

Fundurinn verður haldinn í Grósku, Vatnsmýri fimmtudaginn 22. september kl. 9.00-11.30. Boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.30.

Sætafjöldi er takmarkaður og því hvetjum við þig til að skrá þig sem fyrst til að tryggja þér sæti en einnig er hægt að skrá sig á fundinn til að fylgjast með í vefstreymi.

Að fundi loknum verður gestum boðið að skoða fyrstu rafmagnsflugvélina á Íslandi og smakka snarl af fyrsta vetnisgrilli landsins.

Dagskrá sjálfbærnidags Landsbankans 2022 

  • Setning - Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
  • Fjárfestingar og fyrirtækjarekstur fyrir auðgandi framtíð - Kristín Vala Ragnarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.
  • Creating value for stakeholders through impact assessment - Tjeerd Krumpelman, alþjóðasviðsstjóri í sjálfbærni hjá ABN Amro banka í Hollandi. ABN Amro er í fararbroddi fjármálafyrirtækja í sjálfbærum fjármálum.
  • Sjálfbær sjávarútvegur - tækifæri og áskoranir - Runólfur V. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur.
  • Vistvænni mannvirkjagerð - út frá sjónarhóli verktaka - Sigrún Melax, gæðastjóri Jáverk ehf.
  • Bætt orkunýting í skipaflutningum - Stefán H. Stefánsson, framkvæmdastjóri Cargow.

Fundarstjóri er Aðalheiður Snæbjarnardóttir, sjálfbærnistjóri Landsbankans.

Skráning á morgunfund

Nánar um Tjeerd Krumpelman frá ABN Amro

Tjeerd Krumpelman er alþjóðasviðstjóri í sjálfbærni hjá ABN AMRO banka í Hollandi. Erindi hans fjallar um hvernig beita má sjálfbærni í daglegum rekstri til að ná betri árangri og hafa jákvæð heildaráhrif sem og hvað beri að forðast til að fyrirbyggja neikvæð áhrif á rekstur. Tjeerd hefur starfað í fjármálageiranum í yfir 20 ár og síðustu 8 ár hefur hann farið fyrir sjálfbærnimálum ABM Amro þar sem hann leiðir teymi sem veitir sjálfbærniráðgjöf og ber ábyrgð á ófjárhagslegri upplýsingagjöf bankans, sem og áhrifaskýrslum.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Austurbakki
17. apríl 2024
Langt yfir eiginfjárkröfum eftir kaup
Vegna ítrekaðra ummæla frá Bankasýslu ríkisins um störf og ákvarðanir bankaráðs Landsbankans vill bankaráðið koma eftirfarandi á framfæri:
Austurbakki
12. apríl 2024
Yfirlýsing frá bankaráði Landsbankans
Líkt og fram kemur í greinargerð bankaráðs Landsbankans til Bankasýslu ríkisins frá 22. mars sl. þá átti bankaráð, frá miðju ári 2023, frumkvæði að því að upplýsa Bankasýsluna um áhuga bankans á að kaupa TM. Þann 20. desember 2023, sama dag og bankinn gerði óskuldbindandi tilboð í félagið, var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn væri þátttakandi í söluferli TM. Bankasýslan setti aldrei fram athugasemdir eða óskaði eftir frekari upplýsingum eða gögnum fyrr en eftir að tilboð bankans hafði verið samþykkt.
Peningaseðlar
4. apríl 2024
Vegna norskra, sænskra og danskra seðla
Notkun reiðufjár fer minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafa flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafa einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og hafa lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti verið hertar, sérstaklega á Norðurlöndunum.
Stúlka með síma
27. mars 2024
Þjónusta um páskana – appið getur komið sér vel!
Útibú og þjónustuver Landsbankans verða að venju lokuð um páskana og opna næst þriðjudaginn 2. apríl nk.
Eystra horn
25. mars 2024
Hagnaður Landsbréfa 1.035 milljónir á árinu 2023
Landsbréf hf., dótturfélag Landsbankans, hafa birt ársreikning vegna reksturs ársins 2023. 
15. mars 2024
Landsbankinn lækkar vexti
Landsbankinn lækkar vexti á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum með fasta vexti.
Netbanki
15. mars 2024
Skert þjónusta vegna viðhalds aðfaranótt sunnudags
Vegna kerfisuppfærslu verður tiltekin þjónusta bankans ekki aðgengileg aðfaranótt sunnudagsins 17. mars. Gert er ráð fyrir að þjónustan verði skert frá miðnætti laugardagskvöldið 16. mars til kl. 7.00 á sunnudagsmorgun.
Stúlkur með síma
11. mars 2024
Landsbankaappið tilnefnt sem app ársins
Landsbankaappið hefur verið tilnefnt sem app ársins 2023 á Íslensku vefverðlaununum sem verða afhent 15. mars næstkomandi.
Fjölskylda
7. mars 2024
Endurfjármögnun aldrei verið þægilegri
Núna getur þú endurfjármagnað íbúðalánið þitt með enn einfaldari hætti á vefnum eða í Landsbankaappinu. Endurfjármögnun íbúðalána hefur aldrei verið þægilegri eða fljótlegri.
Fjármálamót á pólsku
4. mars 2024
Takk fyrir komuna í Reykjanesbæ!
Frábær mæting var á annað Fjármálamót Landsbankans á pólsku í síðustu viku. Fjármálamót er heitið á fræðslufundaröð Landsbankans og var fundurinn haldinn í Reykjanesbæ að þessu sinni, í samstarfi við Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur