Fréttir

Ný út­gáfa af al­menn­um við­skipta­skil­mál­um Lands­bank­ans

Við vekjum athygli á breytingum á almennum viðskiptaskilmálum bankans. Almennir viðskiptaskilmálar gilda í viðskiptum milli bankans og viðskiptavina, hvort sem um er að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Auk skilmálanna gilda, eftir atvikum, ákvæði samninga, sérstakra skilmála og reglna um einstakar vörur eða þjónustu.
30. september 2021 - Landsbankinn

Nýju skilmálarnir gilda frá og með 1. október 2021 gagnvart nýjum viðskiptavinum. Gagnvart núverandi viðskiptavinum gilda eldri skilmálar til 30. nóvember 2021 en nýju skilmálarnir frá og með 1. desember 2021.

Almennir viðskiptaskilmálar Landsbankans (ný útgáfa)

Helstu efnisbreytingar á almennu viðskiptaskilmálunum eru eftirfarandi:

  • Ákvæði um vinnslu persónuupplýsinga eru uppfærð (grein 2.1).
  • Sett er nýtt ákvæði um hljóðritun símtala og varðveislu rafrænna samskipta (grein 2.1).
  • Tekið er inn ákvæði um að bankinn geti fellt einhliða úr gildi umboð ef hann telur að hætta sé á misferli, svikum, peningaþvætti eða sambærilegu, og að umboð falli sjálfkrafa niður við andlát, niðurfellingu forsjár eða sviptingu fjárræðis viðskiptavinar eða umboðsmanns (grein 2.7).
  • Veitt er útskýring á því hvað felst í sannvottun (aðferð við auðkenningu) og persónubundnum öryggisskilríkjum (t.d. PIN), sbr. ný lög um greiðsluþjónustu nr. 114/2021 (grein 3.1).
  • Einskiptis auðkenningarnúmeri/kóða er bætt við sem dæmi um persónubundin öryggisskilríki (grein 3.1).
  • Sett eru ný ákvæði um varúðarskyldu og ábyrgð viðskiptavinar gagnvart fölskum skilaboðum, auk leiðbeininga þar að lútandi (greinar 2.9, 3.1 og 5.4).
  • Ákvæði um netbanka fyrirtækja eru uppfærð (grein 3.2).
  • Veitt er útskýring á því að bankinn notar mismunandi heiti yfir greiðslureikninga og að það fari eftir eðli hvers reiknings hvort um sé að ræða greiðslureikning í skilningi laga um greiðsluþjónustu (grein 4.1).
  • Ákvæði um greiðsluþjónustu eru uppfærð til samræmis við ný lög um greiðsluþjónustu (grein 4.3).
  • Tímasetningar fyrir viðtöku og framkvæmd greiðslufyrirmæla eru uppfærðar til samræmis við framkvæmd (m.a. millibankakerfi Seðlabanka Íslands og SEPA) og lög um greiðsluþjónustu (grein 4.3).
  • Tekið er fram að ef notandi greiðsluþjónustu bankans er ekki neytandi skuli tiltekin ákvæði nýrra laga um greiðsluþjónustu ekki gilda um þjónustuna (grein 4.3).
  • Ákvæði um vaxtabreytingar á innlánsreikningum er fært til samræmis við ný lög um greiðsluþjónustu (grein 4.6).
  • Ákvæði um greiðslukort eru færð til samræmis við ný lög um greiðsluþjónustu (kafli 5).
  • Tekið er fram til skýringar að um greiðslukort gildi jafnframt alþjóðlegir skilmálar viðkomandi kortafyrirtækja (t.d. VISA eða MasterCard) sem birtir eru á vefsvæði þeirra (grein 5.1).
  • Settur er sérstakur kafli (6. kafli) um ábyrgð vegna greiðsluþjónustu til samræmis við ný lög um greiðsluþjónustu.
  • Tekið er inn ákvæði um að bankinn geti lokað reikningi og öðrum þjónustuþáttum eða slitið viðskiptasambandi m.a. á þeim grundvelli að viðskiptasambandið samrýmist ekki áhættustefnu bankans (greinar 4.9 og 7).

 Ákvæði skilmálanna sem falla undir gildissvið laga um greiðsluþjónustu mynda rammasamning um greiðsluþjónustu milli viðskiptavinar og bankans í skilningi laga um greiðsluþjónustu. Núverandi viðskiptavinir hafa rétt á að tilkynna bankanum um uppsögn rammasamnings um greiðsluþjónustu fyrir 1. desember 2021 ef þeir vilja ekki samþykkja breytingarnar sem gerðar eru með nýju útgáfunni. Núverandi viðskiptavinur telst hafa samþykkt breytingarnar tilkynni hann bankanum ekki um annað fyrir 1. desember 2021.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Reykjastræti
3. mars 2025
Bygging Landsbankans hlýtur steinsteypuverðlaunin árið 2025
Bygging Landsbankans við Reykjastræti hefur hlotið steinsteypuverðlaun Steinsteypufélags Íslands. Steinsteypufélagið veitir árlega verðlaun fyrir mannvirki þar sem saman fer frumleg og vönduð notkun á steinsteypu í manngerðu umhverfi.
Netbanki
28. feb. 2025
Truflanir vegna bilunar
Vegna bilunar eru truflanir í appinu og netbankanum eins og er. Unnið er að viðgerð og við vonumst til að henni ljúki fljótlega. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Starfsfólk mötuneytis ásamt fleirum
21. feb. 2025
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti fær endurvottun Svansins
Mötuneyti Landsbankans í Reykjastræti 6 hefur fengið endurvottun Svansins en þetta er fyrsta sinn sem mötuneytið er vottað eftir að bankinn flutti í nýtt húsnæði. Mötuneyti bankans hefur verið Svansvottað frá árinu 2013 og var fyrsta mötuneytið á Íslandi til að fá slíka vottun.
Austurbakki
21. feb. 2025
NIB gefur út græn skuldabréf í íslenskum krónum
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) seldi þann 20. febrúar 2025 skuldabréf að fjárhæð 8,5 milljarðar íslenskra króna og var þetta fyrsta útgáfa bankans á Íslandi í yfir 16 ár. Skuldabréfin eru gefin út undir umhverfisskuldabréfaumgjörð NIB. Landsbankinn annaðist sölu og kynningu á skuldabréfaútgáfunni til fjárfesta.
18. feb. 2025
Nýr sparireikningur í pólskri mynt
Við bjóðum nú upp á sparireikning í pólskri mynt, slot (zloty, PLN). Mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur banki býður upp á gjaldeyrisreikning í sloti.
17. feb. 2025
Sagareg er sigurvegari Gulleggsins 2025
Sigurvegari frumkvöðlakeppninnar Gulleggsins árið 2025 er Sagareg sem gengur út á að einfalda gerð umsóknarskjala um markaðsleyfi lyfja með gervigreind og sérhæfðum hugbúnaði.
Fólk í tölvu
17. feb. 2025
Nýr og enn betri netbanki fyrirtækja
Netbanki fyrirtækja er nú enn einfaldari og þægilegri í notkun en áður. Við höfum m.a. umbreytt öllum greiðsluaðgerðum, breytt innskráningar- og auðkenningarferlinu og kynnum til leiks nýtt vinnuborð sem auðveldar alla yfirsýn. Síðustu vikur hafa notendur smám saman verið færðir yfir í nýja netbankann og áætlum við að yfirfærslunni verði lokið í mars.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið og netbankinn komin í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið og netbankinn voru ekki aðgengileg fyrr í dag.  Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Landsbankinn
16. feb. 2025
Landsbankaappið komið í lag
Viðgerð er nú lokið vegna bilunar sem varð til þess að appið var ekki aðgengilegt fyrr í dag. Hægt er að skrá sig í inn í netbankann en enn eru truflanir á tilteknum þjónustuþáttum í netbanka. Við biðjumst  velvirðingar á óþægindum sem bilunin hefur valdið.
Starfsfólk í útibúi Landsbankans á Akureyri
14. feb. 2025
Landsbankinn á Akureyri fluttur í nýtt húsnæði
Landsbankinn á Akureyri er fluttur í nýtt húsnæði að Hofsbót 2-4 í miðbæ Akureyrar. Útibúið er opið á milli kl. 10-16, auk þess sem hraðbankar og önnur sjálfsafgreiðslutæki eru aðgengileg allan sólarhringinn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur