Fréttir

Ný lög um fjár­mála­gern­inga – þú þarft mögu­lega að bregð­ast við

Ný lög um fjármálagerninga taka gildi 1. september 2021. Breytingarnar valda því að lögaðilar sem ætla að stunda viðskipti með fjármálagerninga, þurfa að bregðast við. Hið sama á við um einstaklinga sem eru með annað ríkisfang en íslenskt eða eru með tvöfalt ríkisfang.
1. september 2021

Lögunum er ætlað að efla fjárfestavernd, gagnsæi í viðskiptum og fleira sem viðkemur viðskiptum með fjármálagerninga sem teknir hafa verið á markað, s.s. hlutabréf, kauphallarsjóði og skuldabréf.

Hvað þurfa lögaðilar að gera?

Eftir gildistöku laganna þurfa lögaðilar sem ætla að eiga viðskipti með fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á markaði að afla sér alþjóðlegs LEI-kóða hjá viðurkenndum útgefendum erlendis.

Upplýsingar um LEI-kóða lögaðila þarf að senda í tölvupósti á netfangið lei@landsbankinn.is ásamt nafni lögaðila og íslenskri kennitölu.

Nánar um LEI-kóða

Hvað þurfa einstaklingar að gera?

Ef þú ert einstaklingur með annað ríkisfang en íslenskt eða ert með tvöfalt ríkisfang, þarftu að upplýsa Landsbankann um alla erlendu NCI-kóðana þína til að þú getir átt viðskipti með fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á markaði. Einstaklingar sem eingöngu hafa íslenskt ríkisfang þurfa ekki að upplýsa um NCI-kóða sinn.

Upplýsingar um NCI-kóða einstaklinga þarf að senda í tölvupósti á netfangið nci@landsbankinn.is ásamt nafni og íslenskri kennitölu.

Reglur um NCI-kóða eru misjafnar á milli landa. Við erum með frekari upplýsingar á vefnum okkar en ef þú lendir í vandræðum hvetjum við þig til að hafa samband við okkur.

Nánar um NCI-kóða

Nánar um kóðana

LEI-kóðar og NCI-kóðar eru nauðsynlegir vegna viðskipta með hlutabréf, kauphallarsjóði og skuldabréf sem skráð eru á markað, t.d. Nasdaq Iceland og First North. Ekki er þörf á þessum kóðum ef viðskiptavinur ætlar eingöngu að eiga viðskipti með sjóði Landsbréfa, að undanskildum kauphallarsjóðnum Landsbréf LEQ UCITS ETF.

Þú gætir einnig haft áhuga á
Grafísk mynd af Dyrfjöllum
21. sept. 2022

Spennandi dagskrá á sjálfbærnidegi Landsbankans

Sjálfbærnidagur Landsbankans verður haldinn í Grósku fimmtudaginn 22. september og verður einnig aðgengilegur í beinu vefstreymi. Dagskráin hefst kl. 9.00 en boðið verður upp á morgunhressingu frá kl. 8.30.
Grafísk mynd af Dyrfjöllum
9. sept. 2022

Betri árangur með sjálfbærni - Fyrirtækjarekstur og fjárfestingar

Við stöndum fyrir spennandi morgunfundi fyrir stjórnendur, fólk í rekstri og fjárfesta um tækifærin til að ná betri árangri með sjálfbærni.
New temp image
1. sept. 2022

Landsbankinn breytir vöxtum

Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,75 prósentustig og verða 7,00%. Breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,20 prósentusig. Fastir vextir nýrra óverðtryggðra og verðtryggðra íbúðalána eru óbreyttir.
Landsbankinn fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum
29. ágúst 2022

Landsbankinn fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Landsbankinn hefur fengið endurnýjaða viðurkenningu sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Helga Björk Eiríksdóttir, formaður bankaráðs Landsbankans og Berglind Svavarsdóttir, varaformaður, tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd bankans við hátíðlega athöfn á Nauthóli þann 26. ágúst.
25. ágúst 2022

Varist svik í gegnum samfélagsmiðla

Meðal aðferða sem netsvikarar beita er að taka yfir aðgang einstaklinga að Facebook, Messenger eða Instagram og senda síðan skilaboð í þeirra nafni þar sem beðið er um greiðslukortaupplýsingar, auðkennisnúmer og fleira sem hægt er að nota til að svíkja út fé.
24. ágúst 2022

Hægt að nota Auðkennisappið við innskráningu í netbankanum

Við vekjum athygli á að hægt er að nota Auðkennisappið til að skrá sig inn og til auðkenningar í netbankanum og einnig til að framkvæma fullgildar rafrænar undirritanir. Það hentar einkum þegar þú ert í netsambandi en ekki í símasambandi eða ert með erlent farsímanúmer.
24. ágúst 2022

Landsbréf skila góðum árangri á fyrri hluta ársins

Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2022.
24. ágúst 2022

Fyrsta farþegaflug rafmagnsflugvélar á Íslandi

Mörkuð voru tímamót í flugsögu Íslands 23. september þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, voru fyrstu farþegar rafmagnsflugvélar á Íslandi í fyrstu tveimur farþegaflugunum. Viðburðurinn fór fram á Reykjavíkurflugvelli og þar voru stigin mikilvæg skref í orkuskiptum flugsamgangna.
New temp image
19. ágúst 2022

Breytingar á föstum vöxtum á nýjum íbúðalánum

Fastir vextir á nýjum óverðtryggðum íbúðalánum til 36 mánaða og 60 mánaða hækka um 0,20 prósentustig.
16. ágúst 2022

Menningarnótt í Landsbankanum Austurstræti 11

Menningarnótt verður haldin hátíðleg í miðborg Reykjavíkur laugardaginn 20. ágúst næstkomandi. Landsbankinn hefur verið máttarstólpi Menningarnætur frá upphafi og býður að venju upp á fjölbreytta dagskrá í Austurstræti 11.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur