Fréttir

Ný lög um fjár­mála­gern­inga – þú þarft mögu­lega að bregð­ast við

Ný lög um fjármálagerninga taka gildi 1. september 2021. Breytingarnar valda því að lögaðilar sem ætla að stunda viðskipti með fjármálagerninga, þurfa að bregðast við. Hið sama á við um einstaklinga sem eru með annað ríkisfang en íslenskt eða eru með tvöfalt ríkisfang.
1. september 2021

Lögunum er ætlað að efla fjárfestavernd, gagnsæi í viðskiptum og fleira sem viðkemur viðskiptum með fjármálagerninga sem teknir hafa verið á markað, s.s. hlutabréf, kauphallarsjóði og skuldabréf.

Hvað þurfa lögaðilar að gera?

Eftir gildistöku laganna þurfa lögaðilar sem ætla að eiga viðskipti með fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á markaði að afla sér alþjóðlegs LEI-kóða hjá viðurkenndum útgefendum erlendis.

Upplýsingar um LEI-kóða lögaðila þarf að senda í tölvupósti á netfangið lei@landsbankinn.is ásamt nafni lögaðila og íslenskri kennitölu.

Nánar um LEI-kóða

Hvað þurfa einstaklingar að gera?

Ef þú ert einstaklingur með annað ríkisfang en íslenskt eða ert með tvöfalt ríkisfang, þarftu að upplýsa Landsbankann um alla erlendu NCI-kóðana þína til að þú getir átt viðskipti með fjármálagerninga sem teknir hafa verið til viðskipta á markaði. Einstaklingar sem eingöngu hafa íslenskt ríkisfang þurfa ekki að upplýsa um NCI-kóða sinn.

Upplýsingar um NCI-kóða einstaklinga þarf að senda í tölvupósti á netfangið nci@landsbankinn.is ásamt nafni og íslenskri kennitölu.

Reglur um NCI-kóða eru misjafnar á milli landa. Við erum með frekari upplýsingar á vefnum okkar en ef þú lendir í vandræðum hvetjum við þig til að hafa samband við okkur.

Nánar um NCI-kóða

Nánar um kóðana

LEI-kóðar og NCI-kóðar eru nauðsynlegir vegna viðskipta með hlutabréf, kauphallarsjóði og skuldabréf sem skráð eru á markað, t.d. Nasdaq Iceland og First North. Ekki er þörf á þessum kóðum ef viðskiptavinur ætlar eingöngu að eiga viðskipti með sjóði Landsbréfa, að undanskildum kauphallarsjóðnum Landsbréf LEQ UCITS ETF.

Þú gætir einnig haft áhuga á
New temp image
16. sept. 2021

Landsbankinn á Þórshöfn flytur

Afgreiðsla Landsbankans á Þórshöfn hefur tekið til starfa í húsnæði Kjörbúðarinnar að Langanesvegi 2. Þjónusta bankans og afgreiðslutími breytist ekki og hraðbanki er aðgengilegur á opnunartíma Kjörbúðarinnar.
New temp image
16. sept. 2021

Upptaka af fræðslufundi: Fara markaðir bara upp?

Landsbankinn hélt fræðslufund um mikilvægi eignadreifingar þann 15. september 2021 í Silfurbergi Hörpu.
New temp image
31. ágúst 2021

Hluti af RSA-lyklum að renna út

Viðskiptavinir sem eru með útrunna RSA-lykla geta orðið fyrir því að geta ekki gengið frá greiðslum. Ef þú færð villuskilaboð um að auðkenni sé rangt þegar þú ætlar að staðfesta greiðslu er líklegt að lykillinn þinn sé útrunninn.
New temp image
31. ágúst 2021

Landsbankinn breytir vöxtum - fastir íbúðalánavextir óbreyttir

Breytilegir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum hækka um 0,20 prósentustig. Fastir vextir á óverðtryggðum íbúðalánum breytast ekki. Vextir á verðtryggðum íbúðalánum, bæði breytilegir og fastir, verða einnig óbreyttir. 
New temp image
23. ágúst 2021

Nýtt skrifstofuhótel og fjarvinnuver í Þorlákshöfn

Sveitarfélagið Ölfus, Landsbankinn og Þekkingarsetrið Ölfus Cluster vinna sameiginlega að því að koma upp skrifstofuhóteli og fjarvinnuveri.
20. ágúst 2021

Landsbankinn fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Landsbankinn fékk í dag árlega viðurkenningu Stjórnvísi fyrir stjórnarhætti sína og nafnbótina fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri, tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd bankans.
19. ágúst 2021

Árshlutauppgjör Landsbréfa 30. júní 2021

Landsbréf hf. hafa birt árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2021. Hagnaður af rekstri Landsbréfa var 602 milljónir króna á fyrri hluta ársins samanborið við 232 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður. Hreinar rekstrartekjur námu 1.604 milljónum króna á fyrri hluta ársins samanborið við 844 milljón króna fyrir sama tímabil árið áður.
New temp image
13. ágúst 2021

Starfsemin áfram kolefnisjöfnuð í gegnum alþjóðlega vottuð verkefni

Starfsemi Landsbankans hefur verið kolefnisjöfnuð fyrir árið 2021 og höfum við hlotið endurnýjun á hinni alþjóðlega viðurkenndu CarbonNeutral® vottun.
New temp image
12. ágúst 2021

Tilkynning um kaup Landsbankans á eigin hlutum – lok endurkaupatímabils

Þann 23. júlí 2021 birti Landsbankinn tilkynningu um að bankinn byðist til að kaupa hluti af hluthöfum samkvæmt endurkaupaáætlun á tímabilinu 26. júlí 2021 til og með 9. ágúst 2021. Á endurkaupatímabilinu keypti Landsbankinn samtals 1.700.672 eigin hluti á genginu 11,3387, að kaupvirði 19.283.411 krónur.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur