Hluti af RSA-lyklum að renna út
Þann 31. ágúst 2021 lauk gildistíma hluta þeirra RSA-öryggislykla sem viðskiptavinir Landsbankans nota og það á bæði við um plastlykla og applykla. Viðskiptavinir sem eru með útrunna RSA-lykla geta orðið fyrir því að geta ekki gengið frá greiðslum. Ef þú færð villuskilaboð um að auðkenni sé rangt þegar þú ætlar að staðfesta greiðslu er líklegt að lykillinn þinn sé útrunninn.
Þú sérð gildistíma RSA-lykils inni í netbanka fyrirtækja undir Stillingar -> RSA-lyklar. Þar er einnig hægt að virkja nýjan RSA-lykil.
Leiðbeiningar um hvernig virkja skal nýjan RSA-lykil (Apple)
Leiðbeiningar um hvernig virkja skal nýjan RSA-lykil (Android)









