Uppfærsla á RSA-appinu - nýtt tákn
Við uppfærsluna var tákninu fyrir RSA-appið breytt. Það var áður á rauðum grunni en er nú á hvítum grunni, sjá myndir sem fylgja þessari frétt.
Fylgið eftirfarandi leiðbeiningum ef setja þarf appið upp að nýju:
Uppsetning á appinu
Við uppsetningu á RSA-appinu þarftu bæði að vera við tölvu og hafa símann við hendina. Þú getur einnig notað tvö snjalltæki en þá þarf RSA-appið að vera uppsett í öðru tækinu.
- Þegar þú hefur skráð þig í viðskipti í gegnum landsbankinn.is birtist notandanafn og lykilorð (til bráðabirgða) í þínum persónulega netbanka undir rafrænum skjölum.
- Við fyrstu innskráningu í netbanka fyrirtækja þarftu að breyta lykilorðinu.
- Til að þú getir skráð þig inn með notandanafni og nýja lykilorðinu þarftu að tengja RSA-appið eða plastlykil við aðganginn. Þú getur einnig skráð þig inn með þínum persónulegu rafrænu skilríkjum.
- RSA-appið heitir RSA SecurID Software Token og er frá RSA Security. Það tilheyrir flokknum viðskipti (e. business).
- Þú notar símann þinn til að fara í App store eða Play store, eftir hvað á við. Með því að slá RSA inn í leitarglugga ætti appið að birtast.
- Þú nærð í appið og samþykkir skilmála. Síðan skannar þú QR-kóðann í tölvunni með RSA-appinu í símtækinu með því að gera Import Token og Scan QR Code eða Get Started.
Nýtt tákn fyrir RSA SecurID Software Token:
Eldra tákn fyrir RSA SecurID Software Token:
Ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 410 5000, með því að senda póst á fyrirtaeki@landsbankinn.is eða spjalla við okkur í vefspjallinu hafir þú einhverjar spurningar.