Fræðslufundur um netöryggismál fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana
Landsbankinn stendur fyrir fræðslufundi um netöryggismál fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana að morgni fimmtudagsins 3. október nk. á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 9.00 – 10.30.
Á fundinum munu netöryggissérfræðingar hjá Landsbankanum fjalla um hvernig bera má kennsl á fjársvikatilraunir og hvaða aðferðum fyrirtæki geta beitt til að koma í veg fyrir fjártjón af völdum netsvika. Fjallað verður um þekktar aðferðir netsvikara og hvernig fjársvikatilraunir hafa þróast undanfarna mánuði.
Fundurinn verður haldinn í fundarsalnum H sem er á annari hæð á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2. Boðið verður upp á léttar veitingar. Aðgangur er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn.
Október er sérstaklega helgaður baráttunni fyrir auknu netöryggi í Evrópu og er fundurinn hluti af því átaki.
Við bendum einnig á aðgengilegt fræðsluefni um netöryggismál á Umræðunni, efnis- og fréttaveitu Landsbankans.